Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 12

Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 12
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ egar kemur að því að finna heitan pott fyrir heimilið stendur valið á milli þess að kaupa rafmagnspott eða heitavatnspott. Ágúst Óskarsson, stofnandi Á. Óskarsson og Co. ehf., segir hvora gerðina fyrir sig hafa ákveðna styrkleika og veikleika. „Við höfum sérhæft okkur í heita- vatnspottum því það er ódýrara að kaupa þá og reka. Heitavatnspott- arnir bila líka sjaldan eða aldrei og þar sem potturinn er tæmdur eftir hverja notkun þarf ekki að setja klór eða önnur efni í vatnið,“ út- skýrir hann. „Rafmagnspottar gætu mögulega verið betri kosturinn á stöðum þar sem ekki er völ á heitu vatni, eða þar sem skiptir máli að potturinn sé tilbúinn og heitur fyr- irvaralaust, en annars eru allar líkur á að heitavatnspotturinn henti betur fyrir flest venjuleg íslensk heimili.“ Helsti veikleiki heitavatnspotta er að bíða þarf eftir að þeir fyllist. Ágúst segir að það taki um það bil 20 mínútur að fylla pott í venjulegri stærð sem er hæfilegur tími til að hafa sig til fyrir notalega stund í heitu vatninu. „Á meðan heitavatns- pottarnir þurfa meira vatn þá þurfa rafmagnspottarnir meira rafmagn og reiknuðum við það út fyrir nokkrum árum að rekstrarkostn- aður dæmigerðs rafmagnspotts hlaupi á 8-9.000 kr. á mánuði. Heitt vatn er ódýrt á Íslandi og ef fólk fyllir 1.200 lítra pott og lætur fara þar vel um sig með eins og eina bjórdós þá er bjórinn dýrari en heita vatnið.“ Ísland kallar á djúpa potta Heitir pottar fást líka í ýmsum stærðum og út- færslum og með eða án nuddstúta. Ágúst mælir með að velja tiltölulega djúpan pott svo að vatnið flæði yfir axl- irnar. Hann segir há- vaxið fólk eins og Ís- lendinga stundum reka sig á að sætin í venju- legum pottum eru ekki mjög djúp og vissara við íslensk veðurskil- yrði að geta haft brjóst- kassa og herðar ofan í heitu vatninu. „Fólk vill líka alvöru nudd en kemst ekki að því fyrr en of seint að potturinn sem það keypti er ekki með mjög kröftuga nuddstúta. Við förum þá leið að selja okkar potta með sterkri dælu og hafa ekki of marga stúta í pottinum. Er nóg að hafa þrjá stúta í mismunandi hæð, og þar sem oftast eru ekki fleiri en einn eða tveir í pottinum getur fólk fært sig á milli stúta til að nudda rétta staði á líkamanum,“ segir Ágúst. „Við getum selt pott- ana með öllum leiðslum og stútum hentar flestum mjög vel. „Í gamla daga buðum við upp á fimm ólíkar stærðir og fimm liti, og varð það til þess að margir áttu í mesta basli með að velja. Í dag er aðeins ein góð stærð í boði og pottarnir fáanlegir í þremur lit- um,“ upplýsir Ágúst. „Potturinn sem við selj- um í dag er sex manna pottur, og stærri en potturinn sem ég á sjálf- ur heima en í honum hafa mest rúmast þrett- án manns.“ Verji dæluna gegn frosti Það fer eftir aðstæðum hversu dýrt og flókið það er að koma heitum potti fyrir. Ágúst segir þurfa að gæta að því, ef pottinum er komið fyrir á timburpalli, að þegar heitur pottur hefur verið fylltur af vatni verður hann þungur og þarf pallurinn að ráða við það. „Það er æskilegt að hafa dæluna í sér- stökum hitakassa, eða staðsetja pottinn þannig að dælan geti verið innanhúss, t.d. inni í bílskúr, svo engin hætta sé á að hún frjósi og skemmist í köldu veðri,“ segir hann. „Leiðslurnar til og frá pottinum þurfa líka að vera nægilega digrar, en stundum rekur fólk sig á að leiðslurnar sem fyrir eru reynast of mjóar.“ Síðan er æskilegt að koma pott- inum þannig fyrir að brúnin á hon- um sé í um það bil 40 cm hæð frá jörðu. „Það þýðir að auðveldara er fyrir fólk að fara í og úr pottinum, með því einfaldlega að setjast á brúnina og svo vippa fótunum yfir, og síðan fara sömu leið til baka.“ Umhirðan er ekki flókin. „Eftir notkun má reikna með að það setjist örlítil fitubrák efst á innanverðan pottinn, en skelin er gerð úr akrýl- efni sem þolir vel þrif og hef ég þann háttinn á að renna yfir hlið- arnar með bursta og sápu, og skola pottinn síðan hreinan,“ segir Ágúst. „Þegar potturinn er ekki í notkun er honum lokað með þar til gerðu loki sem er fest á sinn stað. Lokið er síð- an brotið saman í tvennt og geymt á góðum stað þar til næst þegar nota á pottinn.“ Ýmsir gagnlegir aukahlutir eru í boði og segir Ágúst t.d. upplagt að hafa lýsingu í pottinum enda geti fallega upplýstur pottur gert mikið fyrir garðinn. „Pottana má líka fá með barnayfirfalli, og er hann þá með sérstöku loki sem má skrúfa laust og fyllist potturinn þá bara til hálfs svo að börnin sem nota pottinn séu ekki í of djúpu vatni. Það eru líka til alls kyns leikföng sem gera heita pottinn enn skemmtilegri fyrir smáfólkið.“ Að fylla pottinn kostar á við eina bjórdós Morgunblaðið/Eggert Slökun Ágúst Óskarsson segir æskilegt að geta fengið gott nudd ofan í pottinum, og gildir þá að hafa kröftuga dælu og færri nuddstúta frekar en fleiri. Passlegt Verslunin selur núna bara eina tilvalda stærð af skeljum. 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 JÓN BERGSSON EHF HITAVEITUPOTTAR Hitaveitupottar tilbúnir til notkunar - Plug & play Þeir eru steyptir í heilu lagi og því alveg samskeytalausir Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is 40 ÁRA reynsla Það þarf að staðsetja heita pottinn af kostgæfni. Fólk vill helst geta notað pottinn í næði og úr augsýn nágranna og vegfarenda, en um leið er æski- legt að potturinn sé í skjóli og á stað þar sem sólar nýtur. Sjálfur hefur Ágúst fært sinn pott til tvisvar. „Fyrst valdi ég honum stað í sólinni, en þegar á reyndi var ég yfirleitt að gera eitthvað allt annað en að fara í pottinn þegar úti var gott veður og glampandi sól. Svo reyndi ég að velja stað þar sem ég gæti horft á enska boltann á meðan ég væri í pottinum, en þá var móðan til vandræða. Best er einfaldlega að finna reit þar sem er sæmilegt logn og það þarf ekki endilega mikla sól því potturinn er heitur í öllum veðrum.“ Hvar á heiti potturinn að vera? fyrir nudd, en án dælunnar, og er þá hægt að bæta dælunni við síðar svo það verði ekki jafn stór fjárhags- legur biti að kaupa drauma- heitapottinn.“ Heiti potturinn má heldur ekki vera of stór né of lítill. Í dag selur Á. Óskarsson aðeins eina stærð af pott- um sem reynslan hefur sýnt að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.