Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Þróttur – Til allra verka • Mold og sandur • Grjót og grjóthleðsla • Fellum tré • Fjarlægjum garðaúrgang Vörubílastöðin Þróttur • Sævarhöfða 12 • Sími 577-5400 • www.throttur.is Elínrós Líndal elinros@mbl.is E rna Valdís Jónsdóttir er af þeim sem þekkja til flestum flinkari að grilla vegan- gúrmeti. Hún er menntaður útstillingahönnuður og stundar nú nám í sálfræði við Háskólann á Ak- ureyri. Erna segir áhugamál sín jafn ólík og þau eru mörg. „Fyrst og fremst eru það mót- orhjól og handverk sem eiga hug minn allan, silfursmíði, matur og drykkur. Svo finnst mér fólk alveg ofboðslega skemmtilegt og því má segja að ég nærist ekki bara á girni- legum mat heldur einnig mann- legum samskiptum.“ Vegan útskýrt Hver er munurinn á því að vera veg- an og grænmetisæta að þínu mati? „Það eru margir sem velta þessu fyrir sér. Meginmunurinn er sá að grænmetisætur sniðganga dýra- afurðir að miklu leyti en neyta í flestum tilfellum mjólkurafurða og annarra afurða sem koma til af hag- nýtingu dýra. Veganar hinsvegar leitast eftir fremsta megni við að hagnýta ekki dýr að neinu leyti, hvort heldur sem er í fæðu, fatnaði eða annarri neyslu. Það er þó mjög persónubundið hversu langt fólk gengur í þessu. Sumir einskorða sinn veganisma að mestu við fæðu- inntökuna og eru þá á svokölluðu „plant based-mataræði“ á meðan aðrir taka þetta alveg eins langt og mögulegt er, sniðganga þá jafnvel skemmtanahald og annað sem ekki getur talist vegan.“ Hvað grillar þú helst upp á vegan- máta? „Ég grilla eiginlega allt sem mögulega er hægt að grilla. Allt frá brauðmeti yfir í vegan-steikur og eftirrétti. Helst vil ég geta hent allri máltíðinni á grillið ef ég er á annað borð að grilla. Þessa dagana er ég voðalega mik- ið í því að grilla allskonar spjót en það er ekki síst vegna þess hversu spennandi það er fyrir soninn, 5 ára. Það er allt betra af spjóti, sjáðu til. Þá marinerum við allskyns græn- meti í heimalagaðri grillmariner- ingu, röðum því svo á spjót með „Oumph!“ eða Vego Bitum frá Anamma. Meðlætið fer svo bara eft- ir því í hvaða skapi við erum hverju sinni.“ Að prófa sig áfram Hver eru bestu ráðin til gera góðan vegan-grillmat? „Kannski helst bara að vera ekki hræddur við að prófa sig áfram. Ég var í byrjun svolítið föst í því að grillmatur þyrfti endilega að vera „steik“ en um leið og ég losnaði und- an þeirri hugsun og fór að prófa mig áfram með grænmeti í sömu mar- ineringum og ég notaði áður á dýra- afurðirnar þá áttaði ég mig á því að möguleikarnir eru endalausir og það er eiginlega bara skemmtilegra að grilla eitthvað annað en endalausar steikur. Það opnast alveg heill heim- ur af nýjum og skemmtilegum mat- arpælingum þegar maður losnar úr þessum kassa.“ Getur þú gefið okkur uppskrift að góðum mat? „Já, ég get gefið þér uppskrift að- allskyns góðgæti. Ég er öll í því að einfalda mér lífið þessa dagana og spjótin sem ég nefndi áðan, grillað kartöflusalat og sumarlegur eft- irréttur er eitthvað sem er mjög fljótlegt og auðvelt að gera. Svo ég tali nú ekki um hversu ótrúlega bragðgott það er! “ Dæmi um uppskrift frá Ernu Val- dísi er: Marinering 100 ml ólífuolía 1 msk. HP-sósa 1 msk. paprikukrydd 1 msk. Ítölsk hvítlauksblanda frá Potta- göldrum 1 msk. Montreal Chicken-krydd frá McCormick 1 stk. hvítlauksrif marið Aðferð: Öllu blandað saman og látið standa á meðan grænmetið er skorið niður. Grillspjót 2 paprikur, ég vel að hafa rauða og gula því þær eru sætari 1 askja konfekttómatar 1 kúrbítur skorinn í teninga 1 eggaldin skorið í teninga 1 askja kastaníusveppir 1 net perlulaukur (eða rauðlaukur skor- inn í sneiðar) 1 poki Grill Oumph! (ófrosið) Aðferð: Ég nota fjölnota spjót en ef notuð eru tréspjót þá þarf að leggja þau í bleyti í ca. 20 mínútur. Það er fínt að gera það á meðan maður sker niður grænmetið. Paprika, tómatar, sveppir, egg- aldin og kúrbítur skorið niður í hæfi- lega stærð og velt upp úr mariner- ingunni. Síðan raðað á spjótin með lauknum og Oumph-inu. Kartöflusalat ½ kíló af kartöflum, skornar í teninga 1 stk. rauðlaukur, skorinn smátt 2 hvítlauksrif pressuð 1 dl ólífuolía Aðferð: Allt sett í bakka og grillað þar til kartöflurnar eru gegnumeld- aðar, ca. 20 mínútur. Ég kýs að grilla kartöflurnar þar til það er komin smá grillrönd á þær, það gef- ur gott aukabragð í salatið. 1 askja af vegan-rjómaosti 2 dl vegan-majónes 2 msk. Shiransha 1 msk. HP-sósa 1 msk. Ítölsk hvítlauksblanda frá Potta- göldrum Salt eftir smekk 1 krukka af kapers 3 dl maísbaunir Aðferð: Öllu blandað saman, hellt yfir kartöflurnar og látið bráðna. 2 msk. af niðurskornum graslauk stráð yfir þegar búið er að taka sal- atið af grillinu. Eftirréttur Ferskur ananas Apríkósur Kanill Vegan getur verið gúrmeti á grillið Ljósmynd/Aðsend Sælgæti Vegan kartöflusalat, þar sem niðurskorinn graslaukur setur punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Aðsend Girnilegt Erna Valdís er dugleg að grilla vegan mat. Hún segir æfinguna skapa meistarann. „Ég grilla eiginlega allt sem mögulega er hægt að grilla. Allt frá brauðmeti yfir í vegan-steikur og eftirrétti. Helst vil ég geta hent allri máltíðinni á grillið ef ég er á annað borð að grilla.“ Eins og sést skortir ekki fjölbreytnina yfir glóðunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.