Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 21
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 21
heilum akasíuvið, plasti eða gervi-
grasi en það síðastnefnda er nýjasta
viðbótin okkar. Svo er hægt að
blanda þessu öllu saman því þetta er
allt á mottum sem smella saman,
þannig er til dæmis hægt að skipta
upp svæðum á svölunum, hafa gras
þar sem krakkarnir leika sér en hart
efni þar sem eru stólar og borð.“
Sumarblóm og
smávara sem gefa lífinu lit
„Það er svo varla hægt annað en að
minnast á gróðurhúsin okkar en þau
eru staðsett fyrir framan versl-
unina,“ bætir Aldís við. „Við vorum
einmitt að bæta við einu húsi þannig
að svæðið er orðið enn stærra. Í
gróðurhúsunum er að finna mikið
úrval af sumarblómum, blómapott-
um, sígrænum plöntun, ávaxta-
trjám, áburði, mold og ýmsu öðru.
Svo er gaman að segja frá því að nú
bjóðum við upp á ókeypis lífræna
moltu sem unnin er úr mat-
arafgöngum af veitingastaðnum
okkar.
Loks er gaman að geta þess að
sumarlínan okkar í smávörunum er
mjög litrík og falleg, mikið úrval af
ýmiskonar vörum allt frá glösum til
grilláhalda. Tilvalið í sumarveisluna
eða bara þegar njóta á kaffibollans í
morgunsólinni,“ segir Aldís að end-
ingu.
jonagnar@mbl.is
Útibröns Fallegur borðbúnaður gerir útibrönsinn að ljúfri unaðsstund.
Gróðurhús „Þau eru staðsett fyrir framan verslunina,“ segir Aldís. „Í gróðurhúsunum er að finna mikið úrval af sum-
arblómum, blómapottum, sígrænum plöntun, ávaxtatrjám, áburði, mold og ýmsu öðru.“
Búnaðurinn Grillgræjur f ýmsum toga má fá í IKEA. Handhægt og flott. Grill Bakki fyrir grillun á grænmeti og ávöxtum.
Fjölbreytt Litríkar lausnir geta gert gæfumuninn fyrir garðinn, svalir eða pall.