Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 23
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
E
inar Long, eigandi
Grullbúðarinnar, segir grill-
söluna hafa farið óvenju vel
af stað þetta árið þrátt fyr-
ir slæmt veðurfar. „Svo er bara að
vona að sumarið fari að láta sjá sig
því alltaf er skemmtilegra að grilla
í góðu veðri.“
Að sögn Einars minnir kulda-
kastið að undanförnu á mikilvægi
þess að fjárfesta í öflugu og vönd-
uðu grilli sem henti íslenskum að-
stæðum. Íslenska sumarið er kald-
ara en í Bandaríkjunum og Evrópu
og vindkæling meiri og þarf grillið
því bæði að vera með öfluga
brennara og úr efnum sem halda
hita.
„Það er ágætis regla þegar
kaupa á gasgrill af hefðbundinni
stærð, t.d. 65x45 cm, að það hafi
ekki færri en þrjá brennara með
a.m.k. 10 kW afl. Þannig er tryggt
að grillið sé nógu öflugt fyrir kalda
daga segir Einar. „Mikilvægt er að
hafa í huga að orkutölur séu skoð-
aðar í hlutfalli við stærð grillflatar.
Lítil grill þurfa minni orku og
stærri grill meiri orku og ætti allt-
af að taka mið af því við valið.“
Auk þess að hafa nógu marga og
nógu öfluga brennara segir Einar
að velja eigi grill með grillgrindur
úr pottjárni sem halda hitanum
vel. „Einnig er vissara að velja
grill með tvöföldu loki sem veitir
betri einangrun og bæði heldur
hitanum betur inni í grillinu og
þýðir að ytra byrði loksins verður
ekki logandi heitt.“
Gas og kol með kosti og galla
Gasgrillin eru vinsælust á Íslandi
en íbúar á meginlandi Evrópu
kaupa meira af kolagrillum. Einar
segir báðar grillgerðirnar hafa sína
styrkleika en margir velji gas-
grillin vegna þess hvað þau eru
þægileg í notkun. „Það tekur
stutta stund að ná upp góðum hita
í gasgrilli og einfalt að lækka eða
hækka hitann. Að nota kolagrill er
örlítið flóknara og þarf að stýra
hitastiginu með því að auka eða
minnka súrefnisflæðið og/eða
breyta fjarlægð grillgrindarinnar
frá kolunum á þeim grillum þar
sem það er hægt. Með réttu græj-
unum þarf samt ekki að taka mikið
lengri tíma að kveikja í kolunum
og gera kolagrillið heitt.“
Sama hvernig grill verður fyrir
valinu þá verður að umgangast
grillið rétt til að halda því hreinu
og fallegu. Einar segir að í tilviki
gasgrillanna sé best að slökkva
strax á þeim eftir eldun og fjar-
lægja mestu óhreinindin. Pott-
járnsgrindur eru algengastar
vegna yfirborðshita og hitaheldni
og er best að þrífa þær þegar
grindin hefur kólnað örlítið. „Þá
ætti að bera á grindina matarolíu,
sem fæst gjarnan í úðabrúsa, en
hún í senn varnar skemmdum og
hjálpar til að koma í veg fyrir að
maturinn loði við teinana næst
þegar grillið er notað. Gott er að
þrífa grillið og grindurnar endrum
og sinnum með sjóðandi vatni,
uppþvottalegi og bursta.“
Að sögn Einars má heldur ekki
gleyma að nota yfirbreiðsluna til
að halda grillinu þurru og hreinu.
„Ef stállok er á grillinu má mæla
með efnum á borð við WD-40 til að
þrífa stálið. Efnið er borið á og svo
strokið burt með hreinum klút.
Lökkuð grill er hægt að bóna og
gera falleg en gæta þarf að því að
nota ekki of sterk hreinsiefni og
fylgja leiðbeiningum framleiðand-
ans.“
Íslenskar aðstæður kalla á kröftug grill
Grillgrindur úr pottjárni og tvöfalt lok hjálpa til við mat-
reiðsluna. Eftir eldun er gott að þrífa mestu óhreinindin
strax af grillinu og bera matarolíu á grindina.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hiti Brot af úrvalinu hjá Grillbúðinni. Frá vinstri: rómantískt eldstæði, „egg“ grill að asískri fyrirmynd, klassískt gasgrill og reykofn.
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 23
ÞráðlaUs, létT oG LipUr tæki
sEm KlárA vErKið HraTt og örUggLegA
vErð Frá 19.950kR
sTiHl HLeðsLusLáttUvélaR
vErð Frá 69.850kR
hLeðsLuvErKfærIn Frá
gEra gArðvInnUnA sKeMmtIlEgrI!I I I!
Hvellur • Smiðjuveg 30, 200 Kópavogur • www.hvellur.com • s: 577 6400
Opið virka daga 9:00 - 18:00 og 12:00 - 16:00 á laugardögum.
Stóra heimilisvélin með drifi
• Briggs & Stratton 575EX Series 140cc OHV bensínmótor
• Sláttubreidd 46 cm
• Sjálfkeyrandi drif 3.6 km/t
• Afturkast með 60 L poka og "Mulching" (hökkun)
• 6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 mm
• 18 og 28 cm hjól, góð á ójafnri grasflöt
• Ein samþátta hæðarstilling fyrir öll hjól
Heimilisvélin.
• Briggs & Stratton 450E Series 125cc OHV bensínmótor
• Sláttubreidd 46 cm
• Afturkast með 60 l poka og möguleika á „Mulching”
• 6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 mm
• 18 cm hjól
• Tvær samþátta hæðarstillingar
Murray sláttuvélar frá Hvelli
Loksins eru gæða sláttuvélarnar aftur fáanlegar á Íslandi,
allar vélarnar eru framleiddar í Evrópu með nýjustu
umhverfisvænum gæðamótorum frá Briggs og Stratton.
Varist eftirlíkingar!!
Murray EQ500X
Ready Start
Verð kr.97.698,-
Murray EQ400
TILBOÐ
aðeins kr.59.635,-
Grillbúðin selur ekki aðeins úrval af grillum frá
þýska framleiðandanum Landmann heldur líka
vönduð garðhúsgögn og alls kyns aukahluti fyrir
grillmeistarann á heimilinu. Er ástæða til að
benda sérstaklega á útihitarana og útieldstæðin
sem finna má í búðinni: „Fólk hefur verið mjög
ánægt með eldstæðin sem við seljum, þau eru
lokuð með neti og sést eldurinn allan hringinn.
Eldstæðin skapa einstaka stemningu í garðinum
eða úti á palli, því frá þeim kemur notalegur ylur
og falleg birta og börnin hafa gaman af því að
grilla sykurpúða í eldinum,“ útskýrir Einar.
Útihitarar geta lengt sumarið og fjölgað þeim
dögum sem hægt er að nota pallinn og svalirnar.
„Gashitarar eru skemmtilegur kostur en orku-
frekari en rafmagnshitarar. Innrauðu ker-
amikstuttbylgjuhitaranir frá breska framleið-
andanum Tansun eru tilvalinn kostur fyrir
íslenskar aðstæður því vindur hefur engin áhrif
á hitann og varminn kemur um leið og kveikt er.“
Til að gera
sumarið heitara
Notagildi „Mikilvægt er að hafa í
huga að orkutölur séu skoðaðar í
hlutfalli við stærð grillflatar,“
segir Einar.