Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 25
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 25
Síberíulerki
- Aldrei að bera á
Í kjarnvið síberíulerkis er náttúruleg
fúavörn. Því þarf aldrei að bera fúavörn
á viðinn.Viðurinn er sterkur, endinga-
góður og þolir afar vel íslenska veðráttu.
Veggklæðningar og pallaefni
Flest allir þeir sem þekkja til segja að garðvinna sé
heilsueflandi bæði fyrir líkama og sál. Rannsóknir
styðja þessar kenningar. Hér koma helstu niðurstöður
þeirra.
Vinna í garðinum brennir kaloríum
Samkvæmt rannsóknum brennum við allt að 330 ka-
loríum á klukkustund í léttri garðvinnu. Sem er meira
en þú brennir við að lyfta lóðum á sama tíma. Góð
stefna er að fara út í garð þrisvar til fimm sinnum í
viku og sinna léttum garðstörfum í allt að hálfa klukku-
stund í senn.
Garðvinna minnkar streitu
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að garðyrkja er ein
besta vörnin á móti streitu sem völ er á. Streituhormón
minnka með útiveru, léttri garðyrkju, súrefni, nálægð
við gróðurinn og sól.
Blóm breyta skapi fólks
Sálfræðingar hafa rannsakað áhrif blóma á geðslag
fólks. Jákvæð fylgni hefur fundist á milli þeirra sem
eru úti í garði og aukinnar hamingju. Eins sýna rann-
sóknir að þeir sem eru mikið í kringum blóm eigi auð-
veldara með að tengjast fólki en aðrir. Við fáum öflugra
fegurðarskyn með garðvinnu, finnum fyrir auknu þakk-
læti og auðmýkt í garð lífsins, samkvæmt þessum at-
hugunum í hegðunarfræði.
Garðyrkja kemur fólki í andlegt hvíldarástand
Það þekkja margir þau áhrif sem hlaup hafa meðan á
þeim stendur. Þetta þægilega „zone“ sem þú getur
einnig fundið í hugleiðslu. Garðyrkja kemur fólki í
sama ástand. Á þennan andlega stað þar sem fólk finn-
ur fyrir friði, hvíld og tengingu við sig sjálft og náttúr-
una.
Garðyrkja eflir ónæmiskerfið
Flestir kannast við máltækið „Á misjöfnu þrífast
börnin best.“ Það sama á við fullorðna í garðyrkju. Það
að vera með hendurnar í mold eflir ónæmiskerfið, sem
og að rækta og borða eigið grænmeti úr garðinum.
Garðyrkja eflir tilfinningalegan þroska
Flestir sem vinna við garðyrkju segja að blóm skynji
einlægni betur en fólkið sjálft. Ef þú sinnir blómunum í
garðinum af einlægni og ást þá þrífast þau best. Þannig
getur garðyrkja eflt tilfinningalegan þroska og margir
yfirfæra slíkt á menn, börn og dýr eftir að hafa náð
tökum á þessu í garðyrkju. elinros@mbl.is
Ástæður þess
að garðvinna
er holl fyrir
líkama og sál
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Róandi Undir yfirborði garðyrkjunnar liggja leiðir að aukinni vellíðan og hamingju.