Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 28

Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ LEITA TILBOÐA GARÐHÚS Á SUMAR- TILBOÐI BREKKA34 - 9 fm 25% afsláttur Verð áður 399.300 kr. Verð nú 30% afsláttur Verð áður 497.850 kr. Verð nú 25% afsláttur Verð áður 598.000 kr. Verð nú www.kofaroghus.is sími 553 1545 299.500 kr. NAUST - 14,4 fm STAPI - 15 fm 348.500 kr. 448.500 kr. KOFAROGHÚS Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is U ndanfarin sumur hafa verið lífleg hjá timbursölu Bau- haus og segir Kristján Er- lendsson að eftirspurnin eftir pallaefni hafi aukist jafnt og þétt frá opnun verslunarinnar. Eftir því sem efnahagsástandið hefur skánað hafa áherslurnar breyst: „Í seinni tíð er algengara að fólk vilji kaupa dýrari efni, s.s. harðvið, lerki og plastpallaefni og má greina að pallarnir eru að verða stærri og veglegri.“ Kristján er deildarstjóri timbur- sölunnar og segir hann fólk m.a. velja dýrara efni í pallana því það létti umhirðu og viðhald. „Harð- viður og lerki eru slitsterk efni og nánast viðhaldsfrí. Það má halda litnum við með því að bera reglu- lega á olíu en margir leyfa viðnum að veðrast og verða fallega grár. Plastefnið er síðan viðhaldsfrítt með öllu, þolir mikinn umgang og lætur varla á sjá.“ Skrúfurnar faldar Af nýjungum fyrir pallasmíðina nefnir Kristján svk. pallastiklur, sem eru 30x30 eða 30x60 einingar sem má nota til að klæða gólfið á pöllum og á svölum. „Hver stikla samanstendur af fjölum sem búið er að festa á plastgrind, og eru stiklurnar lagðar með því að læsa plastgrindurnar saman og gefur það skemmtilegt útlit þar sem hvergi sést í skrúfu,“ segir hann. „Við eigum líka von á nýrri gerð af timburfjölum með smellukerfi, frá fyrirtækinu Dolle. Þar er fjöl- unum smellt ofan í þar til gerða grind og t.d. hentugt á svölum til að fá slétta áferð sem er alveg laus við skrúfuför.“ Kristján á einnig von á að nýtt, gagnvarið og kolsvart pallaefni muni gera lukku. „Um er að ræða hefðbundið grænt pallaefni, sem hefur verið meðhöndlað með svört- um lit og ætti að geta sett sterkan svip á garðinn.“ Taki mið af útliti hússins Þegar kemur að því að hanna og smíða garðpallinn þarf að huga að mörgu. Kristján segir ágætt að láta útlit, lögun og stærð pallsins taka mið af húsinu og umhverfi þess svo að hann stingi ekki í stúf. „Það ætti líka að hanna pallinn með tilliti til þess úr hvaða átt sól- in skín og hvaðan vindurinn blæs. Ráðgjöf góðs landslagsarkitekts getur verið ómetanleg og alltaf hægt að mæla með því að fá fag- mann til annast smíðina.“ Kristján segir líka ágætt að huga að lýsingu við hönnun palls- ins. „Vönduð lýsing getur verið mjög fegrandi og aukið notagildi pallsins þegar tekur að rökkva. Alls kyns möguleikar eru í boði og er Bauhaus með eina stærstu ljósadeild landsins með útiljós í úrvali.“ Meðal algengustu mistaka við pallagerðina nefnir Kristján að ekki sé farið með undirstöðurnar nógu djúpt og ekki rétt frá þeim gengið. „Þá getur fólk lent í frost- lyftingum sem valda því að pall- urinn fer að aflagast. Af þeim til- fellum sem rata inn á okkar borð má nær alltaf rekja mistökin til þess að ekki voru notuð rétt vinnubrögð við smíði pallsins og ekki leitað ráða hjá sérfræð- ingum.“ Viðhaldið nauðsynlegt Kristján segir líka brýnt að um- gangast pallinn rétt og timbrið geti farið að láta á sjá ef viðhald- inu er ekki sinnt. „Nema pallurinn hafi verið smíðaður úr timbri sem má veðrast, eða úr plastefni, þá er fátt annað sem kemur til greina en að fara á hnén einu sinni á ári og olíubera viðinn. Einnig er hægt að fá sérstök hreinsiefni hjá okkur til að halda pallinum hreinum og fal- legum og draga úr gráma ef hann er byrjaður að myndast.“ Þó það geti verið vandasamt að hanna pallinn og smíða þá segir Kristján að snotur og sterkbyggð- ur pallur sé fjárfesting sem fáir sjái eftir. „Pallurinn er sælureitur fjölskyldunnar og framlenging af heimilinu. Þegar upp er staðið þykir flestum að peningunum sem fóru í pallinn hafi verið vel varið.“ Meira sótt í dýrari efni Með pallstiklum má klæða veröndina eða svalirnar án þess að sjáist nokkurs staðar í skrúfu. Þegar hanna á fal- legan pall í garðinn ætti að huga að vindátt og stöðu sólar og upplagt að hafa pallinn fallega upplýstan. Morgunblaðið/Valdís Thor Dökkt Af nýjungum í versluninni má nefna svart timbur sem ætti að vekja áhuga.Metnaður Af sölunni má ráða að pallarnir séu veglegri nú en oft áður. Nauðsyn „Nema pallurinn hafi verið smíðaður úr timbri sem má veðrast, eða úr plastefni, þá er fátt annað sem kemur til greina en að fara á hnén einu sinni á ári og olíubera viðinn,“ segir Kristján. Ekki er hægt að stytta sér leið í viðhaldinu. Vönduð lýsing getur verið mjög fegrandi og aukið notagildi pallsins þegar tekur að rökkva. Sælureitur Það verða til góðar minningar á pallinum. Myndúr safni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.