Fréttablaðið - 05.07.2018, Qupperneq 6
Lífróður eftir ferjuslys
Farþegaferja sökk undan ströndum Selayar-eyjar í Indónesíu á þriðjudag. The Guardian greinir frá því að 31 farþegi að minnsta kosti hafi látið lífið
af þeim 139 sem voru um borð. Nokkurra er enn saknað. Mannskæðir skipsskaðar hafa því miður verið algengir undan ströndum Indónesíu að
undanförnu. Á þriðjudag var ákveðið að hætta að leita að 164 farþegum sem saknað hefur verið frá 18. júní eftir annað ferjuslys. Fréttablaðið/EPa
Dæmi um fyrirhugaðar lagaheimildir stofnana
til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga
innheimtustofnun
sveitarfélaga
l Heilsufarsupplýsingar
l Fjárhagsupplýsingar
l Upplýsingar um
félagslega erfiðleika
Samgöngustofa
l Heilsufarsupplýsingar
l Upplýsingar um lyfja-,
áfengis- og vímuefnanotkun
l Upplýsingar um
refsiverða háttsemi
Þjóðskrá
l Heilsufarsupplýsingar
l Upplýsingar um
þjóðernislegan uppruna
l Upplýsingar um trúarbrögð
l Upplýsingar um hjúskaparstöðu
Upplýsingar um trúarbrögð
Haldið er utan um skráningu á
trúarbrögðum og fjölda fólks í
hverju trúfélagi, hvað trúfélög
eiga að fá mikið af sóknar-
gjöldum en það fer eftir fjölda
safnaðarmeðlima hverju sinni.
Vinnsla um vímuefnanotkun
Þótt vænta megi að vinnslan
tengist leyfisveitingum er ekki
gerð grein fyrir tilgangi og nauð-
syn vinnslu umræddra upplýs-
inga í greinargerð frumvarpsins.
Ástæður vinnslu um heilsufar
Innheimtustofnun sveitarfélaga
innheimtir meðlagsgreiðslur
og getur veitt greiðslufresti af
heilsufarsástæðum eða vegna
félagslegra erfiðleika.
Samfélag Vegna hertra reglna í
nýjum persónuverndarlögum er
unnið að breytingum á ýmsum
lögum í fagráðuneytum til að tryggja
opinberum stofnununum ótvíræða
lagaheimild til vinnslu persónu
upplýsinga.
Þegar er komið til kynningar á
vef Stjórnarráðsins frumvarp um
heimildir nokkurra stofnana sem
heyra undir samgöngu og sveitar
stjórnarráðuneytið.
Í drögunum er í nokkrum tilvikum
um að ræða heimildir til vinnslu við
kvæmra persónuupplýsinga. Þann
ig hefur Þjóðskrá Íslands heimildir
til vinnslu persónuupplýsinga um
heilsufar fólks, þjóðernislegan upp
runa, trúarbrögð, hjúskaparstöðu
og fleira. Vegagerðin fær heimild til
vinnslu fjárhagsupplýsinga og Sam
göngustofa fær heimildir til vinnslu
heilsufarsupplýsinga, upplýsinga um
lyfja, áfengis og vímuefnanotkun og
upplýsinga um refsiverða háttsemi.
Í öllum tilvikum er um vinnslu við
kvæmra persónuupplýsinga að ræða.
„Í frumvarpinu er verið að leggja
til þær lágmarksbreytingar sem gera
þarf á lögum, sem heyra undir ráðu
neytið, til að ná markmiðum sem fel
ast í nýjum persónuverndarlögum,“
segir í svari ráðuneytisins við fyrir
spurn Fréttablaðsins.
Sett eru stíf skilyrði fyrir vinnslu
persónuupplýsinga og sérstaklega ef
Víðtækar heimildir um vinnslu
persónuupplýsinga settar í lög
Fagráðuneytin bregðast
við nýjum lögum um
persónuvernd með
breytingum á fjölmörg-
um lögum til að tryggja
opinberum stofnunum
lagaheimildir til vinnslu
persónuupplýsinga.
um vinnslu viðkvæmra persónuupp
lýsinga er að ræða. Í 11. gr. nýju per
sónuverndarlaganna kemur fram að
vinnsla slíkra upplýsinga hjá opin
berum stofnunum skuli fara fram á
grundvelli laga sem kveði á um við
eigandi og sérstakar ráðstafanir til að
vernda grundvallarréttindi og hags
muni hins skráða.
Ekki er í frumvarpsdrögum sam
göngu og sveitarstjórnarráðuneytis
ins kveðið á um neinar ráðstafanir af
framangreindum toga til að vernda
grundvallarréttindi og hagsmuni
hins skráða við vinnslu þeirra við
kvæmu persónuupplýsinga sem þar
um ræðir.
„Það hvernig hver stofnun fyrir
sig gerir viðeigandi og sérstakar ráð
stafanir til að vernda grundvallar
réttindi og hagsmuni hins skráða er
ekki til umfjöllunar í frumvarpinu
sem slíku,“ segir meðal annars í svari
ráðuneytisins við fyrirspurn blaðs
ins vegna þessa. Í svarinu er hins
vegar vísað til ýmissa ráðstafana
sem stofnanir hafa nú þegar gripið
til eða muni gera til að tryggja og
vernda grundvallarréttindi fólks.
Í frumvarpinu er heldur ekki
kveðið á um hver tilgangur vinnsl
unnar sé að öðru leyti en með til
vísun til lögbundins hlutverks
viðkomandi stofnunar. Til að
grennslast fyrir um hið lögbundna
hlutverk sem geri vinnsluna nauð
synlega þarf eftir atvikum að leita í
önnur sérlög.
Vinnsla persónuupplýsinga hjá
Þjóðskrá Íslands fær lagastoð í 1. gr.
laga um þjóðskrá og almannaskrán
ingu. Stofnunin vinnur með ýmsar
viðkvæmar persónuupplýsingar
sem ekki lúta allar að skráningu í
þjóðskrá heldur varða ýmis önnur
verkefni stofnunarinnar samkvæmt
sérlögum og leita þarf þangað eftir
tilgangi vinnslunnar. Þannig gæti sá
sem vill glöggva sig á lagagrundvelli,
tilgangi, umfangi og verndarráðstöf
unum vegna tiltekinnar vinnslu
persónuupplýsinga þurft að lesa sér
til í nokkrum ólíkum lagabálkum.
Tilgangur vinnslu heilsufarsupp
lýsinga hjá Þjóðskrá kemur fram
í lögheimilislögum, segir Margrét
Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár
Íslands. Fólki, sem búi lengi erlend
is, beri að skrá lögheimili sitt þar.
Undanþága er gerð vegna þeirra
sem dvelja erlendis vegna veikinda
og vinnslan lúti að skráningum þar
að lútandi.
Aðspurð um hvort íslenskir ríkis
borgarar séu skráðir eftir þjóðernis
legum uppruna sínum, segir Mar
grét að fæðingarstaður sé meðal
þeirra upplýsinga sem skráðar eru í
þjóðskrá og það sé ástæðan fyrir því
að heimild til vinnslu þessara upp
lýsinga er sett í lögin.
adalheidur@frettabladid.is
Hvernig hver og ein
stofnun fyrir sig
gerir viðeigandi og sérstakar
ráðstafanir til að vernda
grundvallarréttindi er ekki
til umfjöllunnar í frumvarp-
inu sem slíku.
Úr svari ráðuneytisins
menntamÁl Skiptar skoðanir eru
á meðal landsmanna á því hvort
hætta eigi dönskukennslu í grunn
skólum landsins og kenna annað
tungumál í staðinn. Svarendur í
könnun MMR skiptust í jafnar fylk
ingar í afstöðu sinni, en 38 prósent
voru andvíg og 38 prósent fylgjandi
breytingum á tungumálakennslu.
Þar af voru 18 prósent mjög andvíg
og 21 prósent mjög fylgjandi. And
staða við breytingar á kennslu jókst
með aukinni menntun, en tæp 52
prósent háskólamenntaðra sögðust
frekar eða mjög andvíg breytingum
á dönskukennslu. Þá voru konur
líklegri til þess að segjast andvígar
því að dönskukennslu yrði hætt og
stuðningsfólk Viðreisnar líklegast
til þess að vera fylgjandi þeirri hug
mynd að kenna annað tungumál í
stað dönsku. – sks
Dönskunni
misvel tekið
18%
mjög andvíg.
21%
mjög fylgjandi.
StjórnSýSla Hákon Sigursteins
son, sálfræðingur og deildarstjóri
skólaþjónustu í Breiðholti, hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Barnaverndar Reykjavíkur. Hann
tekur við af Halldóru Gunnars
dóttur, sem sagði starfi sínu lausu
í mars síðastliðnum. Hákon mun
hefja störf sem framkvæmdastjóri
um miðjan ágúst. Níu umsóknir
bárust um stöðuna en einn
umsækjandi dró umsókn sína til
baka.
Hákon tekur við
af Halldóru
Hákon lauk embættisprófi í sál
fræði frá Háskólanum í Árósum
árið 1996 með áherslu á vinnu
sálfræði. Hann hóf störf sem
skólasálfræðingur á Fræðslumið
stöð Reykjavíkur árið 1997 og
varð síðar deildarstjóri sálfræði
deildarinnar árin 1999 til 2005
og yfirmaður allra sálfræðinga í
grunnskólum á vegum Reykja
víkurborgar. – ósk
Hákon
Sigursteinsson
sálfræðingur
og deildarstjóri
skólaþjónustu í
breiðholti
ÍSrael Höfundar lagsins Toy, sem
sigraði í söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva, Eurovision, í maí
síðastliðnum, gætu átt yfir höfði
sér kæru fyrir ritstuld. Eitt stærsta
tónlistarfyrirtæki heims, Universal
Music Group, segir lagið Toy vera
sláandi líkt laginu Seven Nation
Army með White Stripes, sem
gerði garðinn frægan á síðustu öld.
Universal er eitt stærsta tón
listarfyrirtæki heims og hefur
haft ótal þekkta tónlistarmenn
og konur á sínum snærum. Sam
kvæmt reglum Eurovision verður
sigurlagið að vera frumsamið og ef
úr verður skorið að höfundar Toy
hafi stolið því gæti niðurstaðan
orðið sú að keppnin verði ekki
haldin í Ísrael að ári liðnu. – bsp
Netta grunuð
um græsku
5 . j ú l Í 2 0 1 8 f I m m t U D a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
2
-4
0
7
C
2
0
5
2
-3
F
4
0
2
0
5
2
-3
E
0
4
2
0
5
2
-3
C
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K