Fréttablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 10
Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímán- aðar. Salan hefur aðeins dregist saman frá opnun en hún nam tæplega 670 milljónum króna á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs H&M, frá byrjun mars til loka maí síðast- liðins, borið saman við 965 milljóna króna veltu frá byrjun september til loka nóvember í fyrra. H&M opnaði fyrstu verslun sína hér á landi í Smáralind í lok ágúst- mánaðar en önnur verslun keðj- unnar var opnuð í Kringlunni um mánuði síðar. Upplýsingar um sölu sænsku verslanakeðjunnar á tímabilinu mars til maí birtust í fjórðungsupp- gjöri keðjunnar í síðustu viku. Salan í verslununum tveimur á því tíma- bili nam um 56 milljónum sænskra króna sem jafngildir tæplega 670 milljónum íslenskra króna. Það samsvarar um 3,6 milljónum króna á verslun á dag. Dróst salan saman um 6,7 prósent frá fyrri fjórðungi, sem náði frá 1. desember til 28. febrúar, en þá seldi H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi Hægst hefur á sölu H&M frá opnun í ágúst. Fréttablaðið/andri Marínó markaðurinn 4,5 milljónir króna er meðal- dagsvelta á hverja H&m verslun hér á landi frá opnun. H&M fatnað fyrir alls 715 milljónir króna. Alls seldi H&M föt fyrir ríflega 2.500 milljónir króna hér á landi frá opnun 26. ágúst í fyrra til 31. maí. Hefur meðalvelta á verslun á dag því verið um 4,5 milljónir króna. Stefnt er að opnun þriðju H&M verslunarinnar hér á landi á Hafnar- torgi í miðbæ Reykjavíkur. – kij Hagnaður fjárfestingarfélagsins Kristins, sem er í eigu Guðbjargar Matthías dóttur og fjölskyldu, jókst um 18 prósent á milli ára og var 749 milljónir króna í fyrra. Einkum er um að ræða vaxtatekjur og verðbreyt- ingu markaðsverðbréfa. Eigið fé var 21,5 milljarðar króna við árslok og arðsemi eiginfjár var fjögur prósent í fyrra. Kristinn skuldar lítið, rúm- lega 400 milljónir króna, einkum hluthöfum. Félagið mun ekki greiða arð í ár. Kristinn á óskráð hluta- bréf sem metin voru á um tíu milljarða króna í bókum félagsins og verðbréf sem metin voru á 8,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 57 pró- sent á milli ára. Fjár- festingarfélagið á 1,3 milljarða á bankabók. Bókfært virði fasteignafélagsins Korputorgs var 5,3 milljarðar króna og jókst um 970 milljónir króna á milli ára, virði prentsmiðjunnar Odda jókst um 104 milljónir króna á milli ára og var 414 milljónir og heildsalan Ísam var metin á 3,7 milljarða sem er 16 prósent lækkun á milli ára. Fram hefur komið í Mark- aðnum að Ísam hafi tapað 301 millj- ón króna í fyrra. Erlend verðbréf félagsins voru metin á 3,7 milljarða króna og virði þeirra jókst um sjö prósent á milli ára. Virði annarra verðbréfa jókst um 2,6 milljarða króna og voru bréfin metin á 3,4 milljarða króna og ríkistryggð markaðs- bréf voru bókfærð á 1,4 milljarða króna og jókst virði þeirra um 24 prósent á milli ára. Félagið á 1,3 milljarða á bankabók. – hvj Eigið fé Kristins er 21,5 milljarðar króna Guðbjörg Matthías- dóttir. Samkeppniseftirlitið segist ekki geta fallist á það með Högum að innreið banda-ríska verslunarrisans Costco til landsins hafi í grundvallaratriðum breytt stöðu íslenska smásölufélagsins á dagvörumarkaði. Félagið sé eftir sem áður markaðsráðandi. Þetta kemur fram í bréfi sem eftirlitið sendi helstu keppinautum Haga og Olís í fyrradag vegna rannsóknar þess á kaupum fyrrnefnda félagsins á því síðarnefnda. Í bréfinu segir jafnframt að nýleg rannsókn Samkeppniseftirlitsins á þróun markaðshlutdeildar og við- horfum neytenda hafi leitt í ljós að áhrifin af innkomu bandaríska risans á íslenskan markað hafi verið minni en Hagar hafa byggt á í mála- tilbúnaði sínum fyrir stjórnvaldinu. Samkeppniseftirlitið taldi í sam- runamáli Haga og Lyfju síðasta sumar – skömmu eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni – að ekki væru forsendur til þess að ætla að innkoma bandaríska risans á dagvörumarkað hefði dregið veru- lega úr sterkri stöðu Haga á markað- inum. Þó tók eftirlitið fram að of snemmt væri að segja til um hvaða áhrif Costco myndi hafa hér á landi til lengri tíma litið. Ný rannsókn Samkeppniseftir- litsins hefur hins vegar leitt til þess frummats stofnunarinnar að inn- koma Costco hafi ekki breytt stöðu Haga á markaðinum. Er það mat eftirlitsins að með kaupum Haga á Olís, einu stærsta olíufélagi lands- ins, muni markaðsráðandi staða Haga á dagvörumarkaði styrkjast enn frekar. Sameinað félag muni – í krafti stöðu sinnar – geta „takmarkað samkeppni og hagað verðlagningu, þjónustu og viðskiptaskilmálum að verulegu leyti án tillits til keppinauta eða viðskiptavina“. „alls ekki“ rök fyrir frekari sölum Til þess að bregðast við áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af því að kaup Haga á Olís muni „draga með alvar- legum hætti úr virkri samkeppni“ hafa stjórnendur smásölufélagsins meðal annars boðist til þess að selja verslanir Bónuss á Hallveigarstíg og Smiðjuvegi, fasteign félagsins í Faxa- feni, þar sem nú er rekin Bónusversl- un, bensínstöðvar Olís í Hamraborg og á Háaleitisbraut sem og stöð ÓB í Grafarvogi. Eru tillögurnar í samræmi við þau skilyrði sem Samkeppniseftir- litið hefur sett fyrir kaupunum að Hagar selji frá sér dagvöruveltu sem sé hærri en samanlögð dagvöru- velta verslana Olís, en skilyrðin voru kynnt á fundi stjórnenda Haga með fulltrúum eftirlitsins 12. júní síðast- liðinn. Í bréfi Haga til Samkeppniseftir- litsins frá 29. júní, sem Jóna Björk Helgadóttir og Unnur Lilja Her- mannsdóttir, lögmenn á Lands- lögum, skrifuðu fyrir hönd Haga, segist félagið „alls ekki“ telja rök fyrir „umfangsmeiri ráðstöfun eigna, heldur sé þvert á móti gengið mjög langt“ í sáttatillögum félagsins. Í því sambandi minnir félagið á að kaupin feli í sér yfirtöku dagvörusala á eldsneytissala sem selji dagvörur á aðskildum markaði. Ef eftirlitið fellst ekki á sáttatil- lögur Haga mun það ógilda kaupin. Seldar í heild sinni Tillögurnar sem Hagar lögðu fram í lok síðasta mánaðar, og birtar voru í fyrradag, eru ólíkar fyrri tillögum félagsins að því leyti að lagt er til að áðurnefndar bensínstöðvar Olís og ÓB verði seldar í heild sinni. Áður hafði félagið lagt til að dagvöruhluti tiltekinna bensínstöðva yrði leigður eða seldur, en ekki eldsneytissalan. Telur félagið allt benda til þess að sala á stöðvunum muni skapa for- sendur til þess að „burðugur keppi- nautur geti tekið yfir umræddar staðsetningar og keppt bæði í sölu á eldsneyti og dagvöru“. Hvað varðar umræddar Bónus- verslanir við Hallveigarstíg og Smiðjuveg, sem forsvarsmenn Haga hafa lýst sig reiðubúna til þess að selja, þá bendir félagið á að verslan- irnar hafi skilað „umtalsverðum hagnaði“ um árabil. Ljóst sé að nýr keppinautur geti „komið öflugur inn á dagvörumarkað“ með því að kaupa verslanirnar. Jafnframt felist í því „mikil tæki- færi“ fyrir nýjan keppinaut að kaupa fasteign Haga í Faxafeni. Lokun versl- unar Víðis í Skeifunni, en matvöru- keðjan var nýverið tekin til gjald- þrotaskipta, geti „opnað enn frekar fyrir möguleika nýs aðila á dagvöru- sölu á Skeifusvæðinu, en verslun Víðis hefur að mati Haga líklega velt um milljarði króna árlega,“ segir í bréfi smásölufélagsins. Til viðbótar við áðurnefndar til- lögur hafa stjórnendur Haga boðist til þess að grípa til aðgerða í því augnamiði að auka aðgengi að elds- neyti í heildsölu og birgðarými elds- neytis. Þá hefur félagið einnig lýst sig reiðubúið til þess að hafa sama verð á dagvöru á bensínstöðvum sínum á landinu öllu, óháð staðsetningu, og auk þess að selja þurrvöruhluta verslunar Olís í Stykkishólmi. Tilkynnt var um kaup Haga á öllu hlutafé Olíuverslunar Íslands í apríl- mánuði í fyrra en með í kaupunum fylgir fasteignafélagið DGV og 40 prósenta hlutur í Olíudreifingu. Er gert ráð fyrir að kaupverðið verði um 10,4 milljarðar króna. Innreið Costco breytir ekki stöðu Haga Samkeppniseftirlitið telur ekki að innkoma Costco á innlendan dagvörumarkað hafi breytt stöðu Haga á markaðinum í grundvallar­ atriðum. Hagar telja „alls ekki rök fyrir umfangsmeiri ráðstöfun eigna“ en lagt er til í sáttatillögum félagsins vegna kaupa þess á Olís. Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is 10,4 milljarðar króna er vænt kaupverð Haga á Olís. Samkeppniseftirlitið metur nú hvort sáttatillögur Haga nægi til þess að leysa úr þeim samkeppnislegu vandamálum sem eftirlitið telur að annars leiði af kaupum félagsins á Olís. að öðrum kosti verða kaupin ógild. Fréttablaðið/Ernir Mótmæla því að „meira þurfi til að koma“ Hagar ítreka í bréfinu til Samkeppn- iseftirlitsins mótmæli sín við því að „meira þurfi til að koma“ til þess að bregðast við áhyggjum eftirlitsins af skaðlegum áhrifum eignatengsla í sameinuðu félagi Haga og Olís. Smásölufélagið telur sig þó engu að síður mæta sjónarmiðum eftir- litsins með því að bjóða til sölu eignir með eldsneytissölu. Með kaupum Haga á Olís kemst þriðja olíufélagið í eigu félags sem er að stórum hluta í eigu lífeyris- sjóða. Samkeppniseftirlitið bendir á að fyrir kaupin eigi hluthafar Olís engan hlut í Skeljungi og N1 en eftir kaupin myndu helstu hluthafar olíufélagsins eiga um 58 prósenta hlut í N1 og 48 prósenta hlut í Skeljungi. Er það mat Samkeppniseftir- litsins að „þessi staða væri til þess fallin að raska samkeppni með umtalsverðum hætti“. Kaupfélag Skagfirðinga, eigandi FISK-Seafood, sem mun eignast um 4,4 prósenta hlut í sameinuðu félagi Haga og Olís, hefur þegar lýst sig reiðubúið til þess að selja sig niður í sameinuðu félagi. Kaup- félagið er bæði keppinautur og viðskiptavinur Haga. Finnur Árnason, forstjóri Haga. Til viðbótar við áður- nefndar tillögur hafa stjórn- endur Haga boðist til þess að grípa til aðgerða í því augna- miði að auka aðgengi að eldsneyti í heildsölu og birgðarými eldsneytis. 5 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A ð I ð 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 2 -4 F 4 C 2 0 5 2 -4 E 1 0 2 0 5 2 -4 C D 4 2 0 5 2 -4 B 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.