Fréttablaðið - 05.07.2018, Síða 18
Í því umróti sem skekur íslenskt heilbrigðiskerfi þetta sumarið með skorti á hjúkrunarfræðing-
um og uppsögnum ljósmæðra og
undirmönnun ýmissa annarra heil-
brigðistétta standa læknar vaktina
enn. Læknisfræði er grunnstoð heil-
brigðisþjónustunnar sem ekki má
bresta þó annað hrökkvi undan álagi
og upplausn skapist í heilbrigðiskerf-
inu. Engar reglur gilda um lágmarks-
mönnun lækna utan lögbundinnar
neyðarmönnunar ef til verkfalls gæti
komið.
Svo undarlega sem það kann að
hljóma reyndist í því eina verkfalli
sem læknar neyddust til að ganga
í gegnum á 100 ára sögu Læknafé-
lags Íslands mönnun heldur skána á
sumum deildum helstu heilbrigðis-
stofnana þegar uppfyllt voru ákvæði
neyðarmönnunarlista. Undirmönnun
lækna og mikið álag einkennir enn
starfsaðstæður lækna á sumum svið-
um og huga þarf að stöðugri endur-
nýjun og endurmati á mönnunar-
þörf m.t.t. breytinga í samfélagsgerð,
mannfjölda og tækniframfara.
Nýliðun lækna er þróunarverk-
efni sem ekki má vanrækja eða hefta
með nokkru móti. Læknar hafa
aldrei reynt að fría sig ábyrgð á hlut-
verki starfsstéttarinnar í íslensku
samfélagi. Skortur er enn á læknum,
hvort sem litið er til sjúkrahúsþjón-
ustu, heilsugæslu eða sérhæfðrar
heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.
Má þar nefna skort á heimilislæknum,
taugalæknum, hjartalæknum, barna-
geðlæknum, gigtlæknum, öldrunar-
læknum og augnlæknum.
Úrskurður kærunefndar jafnréttis-
mála
LÍ styður kröfur um að menntun skuli
metin til launa, en ítrekað hefur verið
reynt að draga laun og kjarabaráttu
lækna inn í umræður um samninga
annarra starfsstétta án þess að rétt sé
farið með. Sérfræðilæknar fá starfs-
réttindi sem slíkir eftir allt að 14 ára
nám, þegar formlegri þjálfun lýkur
í sérgrein. Það er ekki raunhæft að
jafna því námi við háskólanám ann-
arra heilbrigðisstétta sem veitir starfs-
réttindi að afloknu fjögurra til sex ára
námi.
Úrskurður kærunefndar jafnréttis-
mála í máli Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga gegn Landspítala þann
18. maí 2017 var ótvíræður hvað þetta
varðar. Þar kemur skýrt fram að störf
lækna og annarra heilbrigðisstétta eru
ekki samanburðarhæf að þessu leyti
þegar kemur að launasetningu og
skilgreiningu á ábyrgðarsviði. Á það
var bent að þó staða lækna og hjúkr-
Læknar standa vaktina
Reynir
Arngrímsson
formaður
Læknafélags
Íslands
Sérfræðilæknar fá starfs
réttindi sem slíkir eftir allt
að 14 ára nám, þegar form
legri þjálfun lýkur í sérgrein.
Það er ekki raunhæft að
jafna því námi við háskóla
nám annarra heilbrigðis
stétta sem veitir starfsrétt
indi að afloknu fjögurra til
sex ára námi.
unarfræðinga sé sú sama í skipuriti,
séu störf þeirra í meginatriðum ekki
samanburðarhæf. Þannig sé grunn-
krafa í starfi hjúkrunarfræðings hjúkr-
unarleyfi en að baki því sé fjögurra ára
háskólanám. Að baki sérfræðiviður-
kenningu læknis er hins vegar að lág-
marki 11-14 ára nám, sex ár í háskóla,
eins árs kandídatsár og fjögurra til sjö
ára viðbótarnám, oftast nær erlendis.
Þá er bent á að í lögum sé gerður
greinarmunur á ráðningarferli í þessi
störf og það rakið nánar í úrskurð-
inum. Löggjafinn gerir að þessu leyti
strangari kröfur til umsækjenda um
læknisstöður. Þá er jafnframt gerð
krafa í ráðningarsamningum um
aukna hæfni þar sem læknar sinni
auk klínískrar vinnu kennslu og aka-
demískum störfum.
Strangari kröfur til starfsréttinda –
styttri starfsævi
Þá má einnig benda á að á t.d. Land-
spítala eru jafnframt gerðar strangari
kröfur um ráðningarferli sérfræði-
lækna en hjúkrunarfræðinga. Sérstök
stöðunefnd læknaráðs veitir umsögn
um faglega hæfni allra umsækjenda
um fastar læknastöður, en slíks er ekki
krafist við ráðningar annarra starfs-
stétta. Þá er mikilvægt að hafa í huga
að læknar, sérstaklega yfirlæknar,
bera verulega ábyrgð í stefnumótun
heilbrigðiskerfisins. Þetta endurspegl-
ast meðal annars í kostnaðaráhrifum
ákvarðana um dýra og flókna læknis-
fræðilega meðferð og lyfjagjöf og
þeim er ætlað að vera leiðandi í upp-
byggingu þjónustu sinnar sérgreinar.
Loks má nefna kröfur settar fram af
ríkisvaldinu sem eru íþyngjandi hvað
varðar starfslok þegar ákveðnum
aldri er náð. Starfsævi lækna er stutt
miðað við flestar aðrar starfsstéttir
sem meðal annars ræðst af kröfum
sem settar eru fram í lögum um nám
og færni í starfi.
Launaþróun 2007 – 2017
Fjármálaráðuneytið birti í vikunni
upplýsingar um launaþróun starfs-
stétta innan BHM árin 2007 til 2017.
Þetta gefur tilefni til að skoða launa-
þróun í þjóðfélaginu í víðara sam-
hengi á þessu tímabili. Ef litið er til
þróunar heildarlauna frá árinu 2007
til 2017 sést að skv. gagnagrunni fjár-
málaráðuneytisins hafa heildarlaun
lækna að meðaltali hækkað um 63,6%
á þessu tímabili sem er hlutfallslega
minni breyting á launakjörum en
margra annarra stéttarfélaga. Tölurnar
tala sínu máli. Þrátt fyrir erfiða kjara-
baráttu og verkfall á árunum 2014-15
hafa læknar ekki fylgt launaskriði
samfélagsins né tekið þátt í höfrunga-
hlaupinu títtnefnda. Þá má einnig geta
þess að læknar í dag eru ekki aðilar
að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
(LSR) og hafa því önnur lífeyrisrétt-
indakjör, en aðrar stéttir sem starfa
hjá hinu opinbera og njóta tryggingar
á lífeyrisréttindum.
Hin ábyrga afstaða lækna, sem
aðeins hafa einu sinni í 100 ára sögu
Læknafélags Íslands farið fram í opin-
berri kjarabaráttu, hefur samkvæmt
þessu ekki verið metin að verðleikum
og þarfnast endurskoðunar í samræmi
við ábyrgð í starfi og launaþróun í
samfélaginu.
Launaþróun 2007-17 (heildarlaun)
100%
80%
60%
40%
63
,5
%
63
,6
%
77
,3
%
78
,8
%
80
,4
%
84
,1
% 90
,1
%
93
,2
%
94
,9
%
98
,5
%
Sjú
kr
aþ
jál
far
ar
Læ
kn
ar
BH
M
Pr
es
tar
Kj
ar
ar
áð
Hj
úk
ru
na
rfr
æð
ing
ar
Dó
m
ar
ar
Al
m
en
nu
r m
ar
ka
ðu
r
Ljó
sm
æð
ur
Þjó
ðk
jör
nir
Umfjöllun fjölmiðla um kyn-ferðisbrot og frásagnir brota-þola eru vafalaust einn mikil-
vægasti þáttur þess að tekist hefur
að brjóta niður þagnarmúrinn sem
umlukti þessi sársaukafullu mál árum
saman. Með því að rjúfa þögnina og
ræða þessi viðkvæmu mál opinskátt
hafa fjölmiðlar sent brotaþolum þau
skilaboð að það er hægt að nálgast
hjálp og aðstoð. Þú ert ekki ein(n).
Mikilvægi þessa fyrir brotaþola
verður seint ofmetið. Þess vegna var
dapurlegt að lesa leiðara Kristínar
Þorsteinsdóttur, útgefanda Frétta-
blaðsins, síðastliðinn laugardag. Þar
tekur Kristín þennan málaflokk og
freistar þess að gera hann að skjóli
fyrir ófaglegum og röngum frétta-
flutningi fjölmiðla sem hún stýrði í
svokölluðu Hlíðamáli.
Í þessum illa ígrunduðu skrifum er
látið að því liggja að Hæstiréttur hafi
í dómi sínum verið að „hanka blaða-
menn á smáatriðum“. Í því sambandi
er rétt að minna á að Hæstiréttur
hefur aldrei áður dæmt jafn marga
blaðamenn, fyrir jafn mörg æru-
meiðandi ummæli sem viðhöfð voru
í jafn mörgum fjölmiðlum og í þessu
dómsmáli. Skilaboð Hæstaréttar eru
einföld og skýr. Vinnubrögð Krist-
ínar og starfsmanna hennar voru með
öllu ólíðandi og óverjandi. Miðað við
leiðarann virðast þau samt ekki hafa
komist til skila.
Staðreyndin er sú að fjölmiðla-
fólkið sem Hæstiréttur dæmdi í
þessu máli virti ekki þær grunnreglur
vandaðrar blaðamennsku að ganga úr
skugga um að heimildir þeirra væru
réttar. Afleiðingin var sú að tveir ungir
menn voru rændir ærunni og hrökkl-
uðust úr landi. Í raun er skammarlegt
að ekki hafi enn verið beðist afsökun-
ar á þeim hrapallegu mistökum. Enn
verra er svo þegar sú sem átti að veita
starfsfólki sínu leiðsögn notar eitt af
mikilvægustu málum okkar tíma sem
skálkaskjól fyrir fúskið.
Skálkaskjól
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
hæstaréttarlög-
maður, flutti mál
nr. 729/2017 í
Hæstarétti
Við hjá Landsneti kynntum á dögunum tillögu að kerfis-áætlun 2018-2027. Í henni
birtum við framtíðarsýn okkar og
mögulegar leiðir til að takast á við
áskoranir í flutningskerfinu. Ljóst
er að mikilla fjárfestinga er þörf á
komandi árum ef forðast á veruleg
vandræði en allar líkur eru á að þær
fjárfestingar muni reynast þjóðhags-
lega arðbærar.
Aukið samráð um valkosti
Til að auka upplýsingagjöf höfum við
tekið saman og birt ítarlega kostn-
aðar- og ábatagreiningu út frá ýmiss
konar sviðsmyndum. Þar er gert ráð
fyrir breytilegum forsendum um
eftir spurn eftir raforku, uppbygg-
ingarhraða, lengd jarðstrengja og
valkostum við styrkingu kerfisins.
Til lengri tíma eru í grunninn
tveir valkostir til að styrkja raforku-
kerfið. Annaðhvort verður tengt
yfir hálendið til að tengja saman
Norðurland og Suðurland eða að
Byggðalínan verður styrkt verulega.
Báðar lausnir eru tæknilega og þjóð-
hagslega fullnægjandi. Í drögum að
kerfisáætlun 2018-2027, sem nú eru í
kynningu, má finna ítarlegri útlistun
á þessum valkostum. Almenningur
er hvattur til að kynna sér þessar
hugmyndir en frestur til athuga-
semda er til 15. júlí.
Á næstu árum verður lögð áhersla
á styrkingar á Norðurlandi og í
kringum höfuðborgarsvæðið. Þau
verkefni eru sameiginleg bæði
hálendisleið og byggðalínuleið.
Helstu niðurstöður eru að endur-
greiðslutími áætlaðra fjárfestinga
er mun styttri en afskriftartími. Það
þýðir að fjárfestingarnar borga sig.
Hverju skilar
sterkara raforkukerfi?
Fulllestaðar og jafnvel yfirlestaðar
flutningslínur þjónusta stór og mikil-
væg landsvæði í íslenska raforku-
kerfinu. Þetta veldur verulegum
vandamálum og kostnaði fyrir bæði
framleiðendur og notendur raforku.
Vandamálum sem verða ekki leyst
nema með sterkara raforkukerfi.
Sterkara kerfi skilar margþættum
ávinningi en stærsti einstaki þáttur-
inn er minni takmarkanir á flutningi
og afhendingu raforku sem þýðir
að fyrirtæki geta vaxið og dafnað,
enda þurfi ekki að skerða raforku til
þeirra.
Í dag er fjölda fyrirtækja ómögu-
legt að vaxa og auka starfsemi sína
því þau fá ekki raforku til þess,
fiskbræðslur brenna víða olíu í
stað þess að nýta raforku. Víða í
landsbyggðunum eru vandræði
með gæði raforkunnar sem leiðir
til stóraukins kostnaðar fyrirtækja
sökum rafmagnsleysis og annarra
vandræða sem stöðvar rekstur og
skemmir búnað. Sterkara kerfi mun
leysa þessi vandamál. Samhliða því
mun minni raforka tapast en orka
sem tapast í kerfinu er einskis nýt
og leggst kostnaður við kaup á þeirri
orku á raforkunotendur.
Þá eru svæði í raforkukerfinu þar
sem virkjanir geta ekki keyrt á full-
um afköstum því það er einfaldlega
ekki hægt að flytja orkuna af svæð-
inu. Aflið sem fæst við að tengja þess-
ar virkjanir betur er allt að 90 MW og
gæti samkvæmt varfærnu mati fært
þjóðarbúinu 800 milljónir króna í
ábata árlega til frambúðar. Áætlað
er að sterkara kerfi skili bættum
áreiðanleika og minni rekstrartrufl-
unum. Ávinningur af því er metinn á
allt að níu milljörðum króna.
Annars konar ávinningur kemur
einnig til sem ekki hefur enn verið
metinn til fjár. Til dæmis mætti
nefna markmið um jöfnun atvinnu-
tækifæra um landið, samkeppnis-
áhrif á markaði eða lækkaðan
kostnað við varaaflstöðvar.
Fjárfestingar sem borga sig
Umræðan um tímabærar fjár-
festingar í innviðum þjóðarinnar
hefur væntanlega ekki farið fram
hjá mörgum. Vegakerfið hefur þar
verið í brennidepli umræðunnar
enda kannski sýnilegasti snerti-
flötur fólks við innviði þjóðarinnar.
Í skýrslu Samtaka iðnaðarins í fyrra
kom fram að uppsöfnuð viðhalds-
þörf í þjóðvegakerfinu var metin á
70 milljarða króna. Áætlaðar fjár-
festingar Landsnets á næsta áratug
eru allt að 69 milljörðum króna og
eru því sambærilegar að umfangi og
tæpast minna aðkallandi. Stór land-
svæði búa nú þegar við takmarkað
aðgengi að rafmagni og nú styttist í
að höfuðborgarsvæðið geri það líka.
Aukið afhendingaröryggi og jafn
aðgangur að rafmagni um allt land
eru meðal markmiða nýrrar þings-
ályktunar stjórnvalda um uppbygg-
ingu flutningskerfa raforku. Um þessi
grundvallaratriði ætti að ríkja breið
sátt í samfélaginu. Það þarf heldur
ekki að hafa miklar áhyggjur af hag-
kvæmni þessara fjárfestinga. Þær
munu borga sig að fullu löngu áður
en líftími þeirra líður.
Arðbærar fjárfestingar
og sterkara raforkukerfi
Jón Skafti
Gestsson
sérfræðingur
á fjármálasviði
Landsnets
5 . j ú L í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
2
-2
2
D
C
2
0
5
2
-2
1
A
0
2
0
5
2
-2
0
6
4
2
0
5
2
-1
F
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K