Fréttablaðið - 05.07.2018, Qupperneq 20
Auðvitað vildum við hafa
það öðruvísi og liggja í sól-
baði, alla vega svona af og
til. En hugsum dæmið til
enda. Hvort er betra: Að hafa
aðgang að ómældu magni af
góðu drykkjarvatni og meira
að segja einnig af heitu vatni,
eða að þurfa að skammta sér
nauðsynlega daglega vatnið
eða jafnvel að fá alls ekki
hreint og ómengað vatn?
Viðreisn mun láta til sín taka
í sínum hjartans verkefnum,
vinna þétt með meirihlut-
anum og ekki síður byggja
upp samstarf og samtal við
minnihlutaflokka og verk-
efni á kjörtímabilinu.
Full ástæða er til að fylgjast
með áhrifum notkunar á
lúsaeitri á lífríki sjávar, upp-
eldisstöðvar nytjastofna og
rækjumið.
5 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð
Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá ungl-ingum sem kemur meðal
annars fram sem eymsli í maga,
höfði og baki eða almenn þreyta.
Margir þættir valda ekstra vanda-
málum á unglingsárunum eins
og skólastress (faglegar áhyggjur),
sálrænt/félagslegt stress (rifrildi/
átök við fullorðna og skólasystkini,
vandamál með vináttu), persónu-
legt stress (sjálfsmynd, útlit, þyngd)
og álagsstreita (einelti, skilnaður).
Hér er gífurlegur kynjamismunur
en stúlkur þjást mun oftar af stressi
en drengir.
Ein af mögulegum ástæðum er
léleg sjálfsmynd. Léleg sjálfsmynd
getur stafað af því að gapið milli
huglægrar sjálfsmyndar, það er að
segja þess sem maður óskar sér að
vera, og hlutlægrar sjálfsmyndar,
hvernig maður er, verður stórt. Þetta
veldur vanlíðan.
Vísindamenn telja að samfélags-
miðlar séu ein af höfuðástæðum
fyrir slíkri þróun – huglæga sjálfs-
myndin verður svo stór – gapið
stækkar sem veldur meiri streitu
og lélegri sjálfsmynd. Maður er
sífellt að mæla sjálfan sig við
‘stjörnur’, reyna að vera vinsæll, fá
mörg ‘like’, hafa flott útlit og vera
með réttum vinum. Þetta á sér-
lega við um stúlkur sem nota sam-
félagslega miðla meira en drengir.
Rannsóknir sýna að hjá stúlkum er
sterkast samband milli almennrar
sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem
tengist útliti þeirra. Hjá drengjum
er sterkt samband milli almennrar
sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem
tengist útliti, félagslegu samþykki og
færni í íþróttum. Léleg sjálfsmynd
getur komið fram hjá stúlkum sem
þunglyndi, kvíði og átraskanir en
hjá drengjum sem hegðunarvandi,
áhættuhegðun og tourette.
Þýski prófessorinn og geðlæknir-
inn Manfred Spitzer segir að ein
af helstu hættunum við að nota
snjallsíma/spjaldtölvur of mikið
og vera stöðugt á samfélagsmiðlum
sé hættan á fíkn. Fræðimenn hafa
fundið út að unglingar eyða sífellt
meiri tíma á netinu og verða þess
vegna að minnka tímann sem þeir
nota til annarra hluta sem getur
valdið félagslegri einangrun. Það má
segja að vöntun verði á fjölbreyttu
áreiti sem er gífurlega mikilvægt
fyrir þróun heilans. Sífellt minni
hreyfing getur valdið því að fleiri
glíma við offitu. Ef maður skoðar
stúlkur í þessu samhengi þá verða
þær háðar einhverju sem er ekki
gott fyrir sjálfsmynd þeirra og and-
lega heilsu. Fleiri rannsóknir sýna
greinilega fram á samband milli
einmanaleika og netnotkunar.
Þar að auki getur mikil netnotkun
valdið svefnvandamálum. Svefn-
leysi gerir mann ekki bara krónískt
þreyttan heldur er mikil hætta á
ofþyngd og sykursýki. Mikil net-
notkun getur einnig valdið þung-
lyndi. Það er að segja að maður noti
of mikinn tíma á samfélagsmiðlum
sem á hinn bóginn getur haft slæm
áhrif á heilsu komandi kynslóða.
Það er kominn tími til að við for-
eldrar, aðstandendur, kennarar og
stjórnmálamenn skoðum þessi mál.
Þörf er á breytingum.
Heim ild ir:
Spitz er, M. (2014). Digi tal dem ens.
Panta gruel For lag AS, Oslo, Norge
Unglingarnir okkar
– sjálfsmynd, stress
og samfélagsmiðlar
Hermundur
Sigmundsson
prófessor í
lífeðlislegri
sálfræði við
Háskólann í
Þrándheimi
og Háskólann
í Reykjavík
Þessa dagana er enn og aftur verið að hella eitri í sjóinn við Ísland til að drepa laxalús sem
herjar á laxeldi á Vestfjörðum.
Sífellt kemur betur og betur í ljós
að eldi í opnum sjókvíum veldur
miklum neikvæðum umhverfis-
áhrifum. Laxalús er talin ein helsta
ógn við villta stofna laxfiska í Noregi
og hefur orsakað 12-30% minnkun á
stofnum laxfiska sem lifa í nágrenni
eldisins. Rétt er að harma það and-
varaleysi sem stjórnvöld og eftirlits-
stofnanir hafa sýnt varðandi áhrif
hennar á umhverfið hérlendis. Mat-
vælastofnun hefur ítrekað dregið
úr áhyggjum manna vegna þessarar
plágu með fullyrðingum um að hún
nái sér ekki á strik í köldum sjó við
Ísland. Nú er hið sanna komið í ljós.
Matvælastofnun kallar böðun
á milljónum fiska með lúsaeitri
„fyrirbyggjandi“ aðgerð sem er
fullkomlega rangt. Það er ekkert
fyrirbyggjandi við slíkar aðgerðir
og nær alveg öruggt að eitra þarf
aftur að vori. Reynslan hefur sýnt
að eitrun nýtist bara í takmarkaðan
tíma þangað til lúsin hefur þróað
viðnám við eitrinu. Upplýsingagjöf
Matvælastofnunar um stöðu lúsas-
mits er afar takmörkuð og virðist allt
gert til að auðvelda uppbyggingu á
þessum mengandi iðnaði.
Sótt er hart að stjórnvöldum að
leyfa frekara eldi meðal annars í
Ísafjarðardjúpi og jafnvel Eyjafirði.
Lúsaplágan í laxeldinu fyrir vestan
hlýtur nú að opna augu MAST og
gera þær fyrirætlanir að engu. Það
dettur engum heilvita manni í hug
að leyfa norskum stórfyrirtækjum
að eitra þau svæði sem eru nauð-
synleg uppeldi hefðbundinna nytja-
stofna. Full ástæða er til að fylgjast
með áhrifum notkunar á lúsaeitri á
lífríki sjávar, uppeldisstöðvar nytja-
stofna og rækjumið.
Þegar laxeldisbylgjan fór af stað
var bent á hættuna sem villta lax-
inum stafar af erfðablöndun, lúsa-
plágu og sjúkdómum. Nú liggur
fyrir að tveir af þessum þremur
þáttum eru veruleikinn eftir mjög
takmarkað eldi í örfá ár. Því verður
vart trúað að stjórnvöld leyfi sér
áfram að setja kíkinn fyrir blinda
augað þegar hagsmunir norsku lax-
eldisfyrirtækjanna eru annars vegar.
Að hella eitri í sjó
Jón Helgi
Björnsson
Laxamýri
Fyrir hvað stendur nýi meiri-hlutinn í höfuðborg landsins? Við í Viðreisn höfum heyrt
því fleygt að í raun hafi ekki verið
myndaður nýr meirihluti heldur sé
um að ræða framhald frá fyrra kjör-
tímabili. Slík framsetning er ekki
bara mikil einföldun heldur líka
einfaldlega röng. Vissulega er að
hluta um sömu flokka að ræða og
áttu í meirihlutasamstarfi í Reykja-
vík á árunum 2014-2018 en hlutföll
flokkanna eru allt önnur og verka-
skiptingu hefur verið breytt.
Í nýjum meirihluta er líka nýr
flokkur, Viðreisn, sem hefur skýra
sýn og stefnu í hvernig borgin
okkar á að vera. Viðreisn er ekki
neinn annar flokkur né fjórða
hjólið undir gamla meirihlutanum,
með Viðreisn var myndaður nýr
meirihluti og við myndun meiri-
hlutans var megináherslan að ná
sem mestu úr stefnu Viðreisnar inn
í málefnasamninginn. Og hver var
árangurinn?
Helstu baráttumál okkar í Við-
reisn í nýafstöðnum kosningum
voru að hlúa að fjölbreyttu atvinnu-
lífi, tryggja góðan rekstrargrundvöll
fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í
borginni, huga vel að öllum hverf-
um borgarinnar undir slagorðinu
„inn með úthverfin“, einfalda kerfið,
innleiða notendamiðaða þjónustu
til að einfalda líf íbúa og stefna að
framúrskarandi menntun fyrir
börnin okkar. Öll fengu þessi mál
góðar undirtektir í meirihlutavið-
ræðum líkt og sjá má í samstarfssátt-
mála nýs meirihluta. Við sameinuð-
umst um þessi mál líkt og svo mörg
önnur. Borgarfulltrúar Viðreisnar
lögðu höfuðáherslu á málefnin og
hvernig best væri að tryggja fram-
gang þeirra á kjörtímabilinu. Hlut-
verk fulltrúanna og embætti voru
svo mótuð út frá því.
Aukið umfang borgarráðs tryggir
það að undirrituð, sem er formaður
borgarráðs, mun hafa yfirumsjón
með atvinnustefnu borgarinnar,
því nú heyra atvinnumálin undir
borgarráð. Í borgarráði verður því
endurskoðuð atvinnustefna borgar-
innar, þar með talin tillögugerð að
vettvangi til samráðs um einstaka
þætti atvinnulífsins, s.s. ferðaþjón-
ustu, verslun og þjónustu. Not-
endamiðuð þjónusta, úttektir og
innleiðingar verða einnig leiddar af
borgarráði. Formaður borgarráðs
mun jafnframt leiða endurskipu-
lagningu þjónustu borgarinnar,
þvert á svið, með aðkomu formanna
þeirra ráða sem breytingarnar
snerta og viðkomandi sviðsstjóra.
Viðreisn mun ekki hvika frá því að
að veita framúrskarandi menntun
og gera skólana okkar að eftirsóttari
vinnustöðum, þar munum við leika
lykilhlutverk með varaformennsku í
nýju skóla- og frístundaráði.
Þetta er ekki tæmandi listi yfir
verk okkar á næsta kjörtímabili,
því rödd okkar mun heyrast hátt
í flestum ráðum borgarinnar. Við
viljum frjálslynda, jafnréttissinnaða
og alþjóðlega borg þar sem þjónusta
við borgarana er í fyrirrúmi og við
teljum að meirihlutasáttmálinn feli
þetta í sér. Það eru spennandi tímar
fram undan í borginni og mörg brýn
verkefni sem verður unnið að af ein-
hug og festu. Viðreisn mun láta til
sín taka í sínum hjartans verkefn-
um, vinna þétt með meirihlutanum
og ekki síður byggja upp samstarf
og samtal við minnihlutaflokka og
verkefni á kjörtímabilinu.
Viðreisn blasir við í Reykjavík
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
oddviti Viðreisn-
ar í Reykjavík
og formaður
borgarráðs
Vatn er tvímælalaust mikil-vægasta auðlind jarðar, án vatnsins er ekkert líf. Í heita
pottinum um daginn var veðrið eins
og oft áður aðalumræðuefnið og þá
sérlega sú vætutíð sem hefur ríkt hér
á Suðvesturlandi allan júní. Auðvitað
vildum við hafa það öðruvísi og liggja
í sólbaði, alla vega svona af og til. En
hugsum dæmið til enda. Hvort er
betra: Að hafa aðgang að ómældu
magni af góðu drykkjarvatni og
meira að segja einnig af heitu vatni,
eða að þurfa að skammta sér nauð-
synlega daglega vatnið eða jafnvel að
fá alls ekki hreint og ómengað vatn?
Mér er alltaf minnisstætt þegar ég fór
með gönguferðafélögum yfir Arnar-
vatnsheiðina. Þegar komið er fyrir
ofan stóru vötnin gengur maður yfir
svæði þar sem tært lindarvatn sprett-
ur alls staðar upp í fallegum litlum
lækjum. Maður frá Austurlöndum
nær var meðal þátttakenda og hann
ætlaði alveg að missa sig í að dást að
þessu og vildi bara hafa eina svona
tæra lind nálægt heima hjá sér. En
hann fær steikjandi sól nánast allan
ársins hring. Gæðunum í heiminum
er misskipt.
Við á þessu rigningarsama landi
tökum hreina vatnið sem sjálfsagðan
hlut. Og förum ekki alltaf nógu gæti-
lega að til að varðveita þessa auð-
lind. Enn rennur skólp óhreinsað í
ár, vötn og læki. Plön um að leggja
háspennulínur yfir vatnsverndar-
svæði eða leyfa mengandi starfsemi
rétt við útjaðar þess eru auðvitað út í
hött. Það mætti efla eftirlit og vöktun
á vatnasvæðum til muna þó að það
kosti. Við viljum ekki þurfa að sjóða
allt drykkjarvatn af því að það finnst
mengun í því.
Allir íbúar verða að vinna sem
einn í að huga að vatnsvernd. Það er
ekki í lagi að henda alls konar sulli í
niðurföllin. Það er ekki í lagi að þvo
bílana heima hjá sér með mengandi
efnum. Það er ekki í lagi að nota
eitur efni t.d. illgresiseyði og úðun
á tré og runna í görðunum. Það fer
nefnilega með regnvatninu í jarð-
veginn og svo áfram þó að framleið-
endur slíkra efna vilji telja okkur trú
um annað.
Sjórinn í kringum okkar land skap-
ar mikil verðmæti. Þar er margt sem
mætti betur fara. Það eru nefnilega
ekki hvalir sem éta fiskinn frá okkur
heldur er það mannfólkið sem eyði-
leggur mikilvæg hrygningarsvæði
með botnvörpum sem stórskemma
allt lífríkið á hafsbotninum. Með
því að stífla jökulár til þess að virkja
verða mikilvæg næringarefni eftir
í lónunum sem myndu annars fara
í sjóinn og auka þar frjósemina.
Fiskeldi í sjávarkvíum í stórum stíl
er mjög varasamt. Allar rannsóknir
í þeim fjörðum þar sem þetta er
stundað sýna mikla mengun með
slæmum áhrifum á lífríkið.
Landeigendur hafa hér á landi
mikið vald, geta ráðskast með vatns-
auðlindirnar á sínu landi nánast
eftir vild og farið í framkvæmdir sem
geta valdið miklu tjóni á náttúruger-
semum. Síðustu árin hafa auðmenn
keypt upp heilu jarðirnar án þess að
hafa búsetu þar. Hér þarf að grípa inn
í með löggjöf til að hindra það. Það
er nefnilega svo freistandi að vilja
„nýta allt það vatn sem fer ónotað til
sjávar“. Sumir vilja verða ríkir helst á
einni nóttu.
Vatnsvernd kostar sitt en þeir sem
vilja græða hratt reyna oft að komast
hjá því að borga í þennan sjóð. En
þetta kallast að stunda rányrkju.
Afleiðingar munu kosta komandi
kynslóðir margfalt meira seinna.
Svo, gott fólk, hættum að kvarta þó
að mikið rigni hér á SV-landi. Gleðj-
umst yfir okkar stórkostlegu vatns-
auðlindum og stöndum vörð um þær.
Dýrmætasta auðlind jarðar
Úrsúla
Jünemann
kennari á
eftirlaunum
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
2
-3
6
9
C
2
0
5
2
-3
5
6
0
2
0
5
2
-3
4
2
4
2
0
5
2
-3
2
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K