Fréttablaðið - 05.07.2018, Page 26

Fréttablaðið - 05.07.2018, Page 26
markaðsrannsóknum Euromon­ itor, eins fremsta markaðsrann­ sóknarfyrirtækis Bretlands. Árið 2016 var þenslan í sölu á báðum gerðum af tískufatnaði jafn mikil, en síðan þá hefur vöxturinn verið meiri í karlatísku en kvenna. Euromonitor spáir því að þessi þróun haldi áfram og að árið 2021 verði vöxturinn í sölu á karlatísku 1,9%, en hann verði 1,4% í kvenna­ tísku. Kvennamarkaðurinn enn þá stærstur Þetta kemur þeim sem fylgjast vel með karlatísku kannski ekki sérlega á óvart. Árið 2009 byrjaði vöxturinn í karlatísku að verða meiri en í kvennatísku, en sam­ kvæmt tölum Euromonitor náði kvennatískan að saxa á þetta for­ skot seinna meir. En þó að vöxturinn í karlatísku sé meiri er markaðurinn fyrir kvennatísku samt enn þá töluvert stærri en markaðurinn fyrir karla­ tísku. Árið 2017 seldust tískuföt kvenna fyrir tæplega 643 milljarða dollara, en karlatískuföt seldust fyrir rúmlega 419 milljarða dollara. Markaðurinn fyrir kvenna­ tísku er ef til vill mettaðri en sá fyrir karlana. Tískuheimurinn hefur lengi lagt aðaláhersluna á að markaðssetja föt fyrir konur og því má gera ráð fyrir að það sé meira rúm fyrir karlamarkaðinn til að stækka. Götufatnaður orðinn allsráðandi En það eru líka einfaldlega aðrir drifkraftar á bak við karlatísku en áður. Götufatnaður er orðinn allsráðandi í tískunni og hann hefur þróast frá því að vera sam­ blanda af ýmsum vörumerkjum sem tengdust rapp­ og hjólabretta­ menningu yfir í að vera vinsæl hátískuvara sem fínustu og dýrustu merkin framleiða og selja. Samkvæmt Reuters frétta­ stofunni er það vöxturinn í sölu á götufatnaði og öðrum óformlegum klæðnaði sem er að rífa upp söluna á tískufatnaði fyrir karla. Þessi þróun nær líka til lúxusmerkja, sem eru að auka áhersluna á karla­ tísku og farin að ráða tískuhönnuði sem framleiða karlaföt og fjárfesta í fatnaði fyrir karla. Þessi aukna áhersla á óform­ lega karlatísku var greinileg á tískuvikunni í París núna nýlega og þar sýndi plötusnúðurinn fyrr­ verandi Virgil Abloh, sem er nú listrænn stjórnandi karlafatnaðar fyrir Louis Vuitton, hönnun sína frammi fyrir mörgum af þekktustu andlitum rappheimsins. Þessi þróun er rekin áfram af ungum körlum sem leggja meiri áherslu á útlitið en fyrri kynslóðir og eru nú orðnir einhverjir helstu viðskiptavinir hátískumerkja. „Menn leggja meiri áherslu á útlitið og það er meðal annars vegna tilkomu samfélagsmiðla og af því að reglur um klæðaburð hafa almennt slaknað hjá körlum um allan heim,“ sagði Marguerite Le Rolland, ráðgjafi í tísku og fegurð, við Euromonitor. Á sama tíma hefur sala á jakka­ fötum minnkað, en í Vestur­Evr­ ópu dróst hún saman um 700 milljón dollara milli 2012 og 2017. Um leið var vöxtur í sölu á hágæða gallabuxum. Stórverslanir eins og Saks Fifth Avenue hafa tekið eftir þessari þróun og eru farnar að bæta við vörum frá vörumerkjum sem sérhæfa sig í karlatísku, eins og Ami frá Frakklandi og Off­White, sem var stofnað af Virgil Abloh. Heildsalar höfðu líka orð á því að þeir ætluðu sér að kaupa meira af karlafatnaðinum sem var sýndur á tískuvikunni í París en þeir höfðu búist við fyrirfram. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Þó konur eyði ennþá meira en karlar í tískufatnað er meiri vöxtur í sölu á tískufatnaði fyrir karla en konur og gert er ráð fyrir að bilið breikki enn frekar á næstu árum. Auknar vinsældir götufatnaðar virðast keyra söluna áfram. Það hefur reyndar hægst á sölu á tískufatnaði fyrir bæði karla og konur á síðustu árum, samkvæmt Mikill vöxtur í karlatískunni Á undanförnum árum hefur vöxturinn í sölu á tískufatnaði fyrir karla orðið meiri en vöxturinn í sölu á kvennatísku. Karlmenn leggja aukna áherslu á útlitið og götufatnaður nýtur gríðarlegra vinsælda. Það er svakalegur vöxtur í sölu á tískufatnaði fyrir karlmenn. NORDICPHOTOS/GETTY Kid Cudi tók þátt í sýningunni á karlafatnaði Louis Vuitton á tískuvikunni í París í síðasta mánuði. Poppsöngkonan Rihanna mætti með stílist- anum sínum og rapparanum A$AP Rocky á sýninguna á karlafatnaði hjá Louis Vuitton á tískuvikunni í París. Þessi þróun er rekin áfram af ungum körlum sem leggja meiri áherslu á útlitið en fyrri kynslóðir og eru nú orðnir ein- hverjir helstu viðskipta- vinir hátískumerkja. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 ÚTSALAN er hAfiN 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Str. 36-56 ÚTSALA - ÚTSALA 40-50% afsláttur 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . j ú L í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 2 -5 9 2 C 2 0 5 2 -5 7 F 0 2 0 5 2 -5 6 B 4 2 0 5 2 -5 5 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.