Fréttablaðið - 05.07.2018, Side 28

Fréttablaðið - 05.07.2018, Side 28
Yfirhöfnum í yfirstærð mátti sjá hlaðið hverri yfir aðra svo fyrirsæturnar minntu helst á flokk hirðingja sem hefði bundið utan á sig allt sitt hafurtask. John Galliano er höfundur haust- og vetrarlínu Maison Margiela. Tískuhúsið Maison Margiela kynnti haust- og vetrarlínu sína 2018-19 á tískuvikunni í París nú í vikunni. Þar gengu fyrir- sæturnar fram pallana, dúðaðar upp fyrir haus. Hönnuðurinn á bak við línuna, John Galliano virtist á svipuðum nótum og í vor þegar fyrstu flíkur haust- línunar voru kynntar í París en þá var sýningunni lýst á vogue. com, sem fyrirsæturnar væru klæddar eins og heimsendir væri í nánd. Línan kallast Artisanal – Collection og er handverk og endurnýtt efni í hávegum haft, til dæmis mátti sjá þykk teppi úr endurunnum svampi, vafin um fyrirsæturnar, endurunnið silki og útsaum prýða flíkurnar. Stórar yfirhafnir sem teknar höfðu verið í sundur og settar saman á nýjan og óvæntan máta settu sterkan svip á sýninguna og þá mátti sjá púða og pullur hanga utan á flíkunum. Margar yfirhafnir, hver yfir aðra, bundnar saman með belti gerðu það að verkum að í heildina minntu fyrirsæturnar á ættflokk hirðingja sem tekið höfðu sig upp og bundið utan á sig allt sitt hafurtask. Óvæntar samsetningar og endurnýtt Vel dúðaðar fyrirsætur sýndu nýjustu línuna frá Maison Margiela á tísku- vikunni í París. Hönnuð- urinn hlóð hverri yfir- höfninni yfir aðra. Fjólublá kápa sem sniðin er eins og kjóll. Handverk og endurnýting á efnum setti svip sinn á línuna. Vel dúðaðar fyrirsætur Margiela á tískuvikunni í París í vikunni. Fréttablaðið með þér í sumar. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi stöðum víðsvegar um landið: mest lesna dagblað landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . J ú L í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 2 -4 5 6 C 2 0 5 2 -4 4 3 0 2 0 5 2 -4 2 F 4 2 0 5 2 -4 1 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.