Fréttablaðið - 05.07.2018, Qupperneq 34
Við erum mjög
peppaðir fyrir því
að halda uppi fjörinu á
Króknum, alls kyns
óvæntar uppákomur.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Auðunn Blöndal hlakkar til götu-
veislunnar á Sauðárkróki þar sem
hann verður með glens og gaman.
Auðunn segir að þeir félag-arnir verði með götupartí og lofar miklu fjöri. „Götupartí
hefur ekki verið áður á Króknum
og þess vegna ætlum við að leggja
áherslu á að þetta verði virkilega
skemmtilegt. Það verður grillað,
hlaupið, skemmtilegar uppá-
komur, söngur og glens,“ segir
hann. Auddi og Sverrir Bergmann
eru æskufélagar og báðar aldir
upp á Króknum. Þá lofar Auddi
að Geirmundur Valtýsson taki
upp nikkuna og haldi uppi góðri
stemmingu.
„Við erum mjög peppaðir
fyrir því að halda uppi fjörinu
á Króknum. Það verður gott að
borða og ýmsar óvæntar uppá-
komur. Við félagarnir munum
bregða á leik með gestum og taka
þátt í íþróttaleikjum. Það verður
mikil götustemming í bænum og
vonandi verður þetta bæjarhátíð
sem er komin til að vera,“ segir
hann.
„Það geta allir skráð sig í hin
ýmsu mót sem verða í boði. Fólk
þarf ekki að vera í neinu íþrótta-
félagi til þess. Þetta er tilvalið fyrir
vinahópa, skreppa norður, kíkja á
ball með Páli Óskari og taka þátt í
dagskránni. Svo vonumst við auð-
vitað til að brottfluttir Króksarar
komi í heimsókn enda er þetta
hátíð fyrir alla.“
Auddi segir að hann hafi alist
upp á Króknum til nítján ára
aldurs og þekki alla í bænum.
„Fjölskyldan mín er flutt til Reykja-
víkur en ég á marga gamla og góða
vini í bænum. Ég vann um tíma í
bakaríinu og einnig var ég flokks-
stjóri. Það er ekki hægt að hugsa
sér betri stað til að alast upp á en
Sauðárkrók. Þetta er fallegur bær
og hann er frægur fyrir fegurð sína.
Svo eru margir þekktir einstakl-
ingar frá Króknum,“ segir Auddi en
einn af þeim mörgu er Úlfur Úlfur.
„Ég vil endilega hvetja alla til að
drífa sig norður því þetta verður
æðislega skemmtilegt.“
Sverrir Bergmann mun troða
upp á hátíðinni ásamt Hall-
dóri Gunnari Pálssyni úr Fjalla-
bræðrum en þeir hafa unnið mikið
saman. Sverrir kemur oft fram með
Fjallabræðrum. Landsmótið sjálft
er síðan sannkölluð íþróttaveisla
þar sem verður fjölbreytt dagskrá
fyrir alla aldurshópa.
Brjálað götupartí á Króknum
Auðunn Blöndal, Steindi, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar Fjallabróðir mæta allir á Landsmót
UMFÍ á Sauðárkróki. Þeir ætla að halda uppi stanslausu fjöri og bregða á leik með gestum.
Siglt er út í
Drangey daglega
í sumar.
Útsýnið úr sundlauginni á Hofsósi er einstakt.
Alls kyns viðburðir verða í boði á Landsmóti UMFÍ fyrir mótsgesti en mótið fer
fram á þéttum kjarna miðsvæðis á
Sauðárkróki og aðgengi að uppá-
komum því með besta móti. Fyrir
þá sem vilja sækja sér afþreyingu
út fyrir mótssvæðið má benda á
vefsvæðið visitskaga fjord ur.is þar
sem skoða má flest það sem sveitar-
félagið og fyrirtæki á svæðinu hafa
upp á að bjóða, hvort sem það eru
flúðasiglingar, hestaferðir, göngu-
ferðir um söguslóðir, fuglaskoðun
eða upplýsingar um náttúrulaugar,
gistingu og veitingastaði.
Skagafjörður státar af ríkulegum
menningararfi og fornfrægum
sögustöðum en allt frá landnámi
hefur svæðið gegnt mikilvægu hlut-
verki í sögu Íslands. Mikilfenglegt
þykir að ríða um héraðið á hesti
og er svæðið enda einn þekktasti
áfangastaður hestamanna hér á
landi. Í Skagafirði er fjöldi hesta-
leiga sem bjóða upp á lengri og
skemmri hestaferðir, sýningar um
íslenska hestinn og heimsóknir á
hrossaræktarbú.
Fyrir þá sem vilja heldur ganga
á tveimur jafnfljótum þá er að
finna fjölbreyttar gönguleiðir,
hvort sem er fyrir göngugarpa eða
þá sem kjósa létta útiveru. Gefin
hafa verið út göngukort af göngu-
leiðum um fjallgarðana í vestan-
verðum Skagafirði og gönguleiðum
um Tröllaskaga í austanverðum
Skagafirði. Finna má göngukortin í
upplýsingamiðstöðvum ferðamála
í Varmahlíð og á Sauðárkróki.
Allir finna eitthvað
við sitt hæfi í Skagafirði
Landsmót UMFÍ mun draga mikinn fjölda ferðafólks til Skagafjarðar og er þá til góða að sveitar-
félagið er sannkallaður ævintýraheimur þegar kemur að fjölbreyttri afþreyingu og skemmtun.
Paradís fuglaskoðenda
Fuglalíf í Skagafirði er með því
blómlegasta sem þekkist á Íslandi
og varpstöðvar hundraða þúsunda
sjávarfugla má finna í Drangey,
Málmey og Lundey. Daglega er
boðið upp á ferðir út í Drangey, sem
er í miðjum Skagafirði, og ekki er
aðeins um fuglaskoðunarferðir að
ræða því oftar en ekki láta hvalir og
selir sjá sig á leiðinni.
Burtséð frá ferðum út í Drangey
má benda á að aðstæður til fugla-
skoðunar í landi eru einnig afskap-
lega góðar. Á tiltölulega afmörkuðu
svæði eru sjófuglar, vað- og vot-
lendisfuglar, mófuglar, spörfuglar
og ránfuglar. Á fuglaskoðunar-
stöðum í nágrenni Sauðárkróks
hafa verið sett upp skilti um þær
fjölmörgu tegundir sem finna má á
svæðinu.
Heitar laugar og matur úr
heimabyggð
Allmargar heitar náttúrulaugar er
að finna í Skagafirði og fimm sund-
laugar verða opnar meðan á Lands-
mótinu stendur. Sundlaugarnar eru
á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum í
Hjaltadal, Sólgörðum í Fljótum og
í Varmahlíð. Á öllum sundstöðum
eru heitir pottar þar sem upplagt er
að slaka á eftir ferðadag um sveitar-
félagið. Þá má leggjast út í nátt-
úrulaugar á borð við Grettislaug á
Reykjaströnd og Fosslaug, skammt
frá Reykjafossi.
Þá ber að nefna að sveitarfélagið
var árið 2015 útnefnt EDEN- gæða-
áfanga staður Íslands fyrir verkefnið
Matar kistan Skagafjörður. Mark-
mið verkefnisins var að kynna nýja,
lítt þekkta áfangastaði í Evrópu þar
sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu
í anda sjálfbærni. Í samræmi við
útnefninguna vinna ýmsir aðilar í
héraðinu saman að því að efla skag-
firska matarmenningu og koma
henni á framfæri. Þannig eru réttir
sem að stærstum hluta eru úr skag-
firsku hráefni merktir sérstaklega á
matseðlum veitingahúsa sem taka
þátt í verkefninu auk þess sem fjöl-
breytt úrval af skagfirskri matvöru
má finna í verslunum, á mörkuðum
og beint frá bændum.
Hér er aðeins stiklað á stóru og
er þeim sem ætla að leggja leið
sína um Skagafjörð í sumar bent á
vefnum visitskagafjordur.is.
Sauðárkrókur er fagur bær að mati Audda enda ólst hann þar upp.
6 KYNNINGARBLAÐ 5 . j Ú L í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RLANDSmót umfí
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
2
-2
2
D
C
2
0
5
2
-2
1
A
0
2
0
5
2
-2
0
6
4
2
0
5
2
-1
F
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K