Fréttablaðið - 05.07.2018, Qupperneq 46
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5407.
Elsku eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og dóttir,
Soffía Magnúsdóttir
íslenskukennari,
Heiðargerði 28, Rvk,
lést laugardaginn 30. júní.
Útför auglýst síðar.
Kristinn Guðjónsson
Rangheiður Kristinsdóttir Þórir Jónsson Hraundal
Kristinn Kristinsson Kolbrún Vala Jónsdóttir
Alexander, Óðinn, Lilja, Helena Soffía,
Magnús Kristinsson Greta Bachmann
Helena Kadečková
lést í Prag 30. júní 2018.
Helena fæddist 14. ágúst 1932. Hún þýddi fjölda íslenskra
bóka á tékknesku, og samdi og birti margar ritsmíðar um
íslensk málefni í Tékkóslóvakíu og síðar Tékklandi.
Vinir á Íslandi
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Sverrir Björgvin
Valdemarsson
fv. verslunarstjóri ÁTVR,
lést í faðmi ástvina mánudaginn
25. júní. Jarðsungið verður frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. júlí klukkan 13. Jarðsett
verður í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til
starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sólvangs, 4. hæð, fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Brynhildur Sverrisdóttir Atli Guðmundsson
Júlíus Atlason Lilja Björk Einarsdóttir
Jórunn Atladóttir Albert Steinn Guðjónsson
Sóley Birna, Björgvin Atli, Bjarki Marinó,
Gabríela og Dagur Snær
Sesselja Loftsdóttir
áður til heimilis að Breiðanesi í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
andaðist aðfaranótt laugardags
30. júní. Jarðað verður í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Kristjana Jónasdóttir Pétur Bjarnason
Klara Jónasdóttir Geir Guðmundsson
og barnabörn.
Elskaður faðir, bróðir, sonur og vinur,
Darri Ólason
lést 19. júní.
Kveðjustund fyrir ættingja hans og
vini verður haldin í Fossvogskapellu
þriðjudaginn 10. júlí kl. 13.00. Jarðsett
verður sama dag að Lundi í Lundarreykjadal.
Hrannar Kristinn, Guðrún Helga, María Sól
Helga Ágústsdóttir
Diljá Óladóttir
Óli Antonsson
Kristín Richter
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigurveig G. Mýrdal
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 9. júlí kl. 13.00.
Sigurjón Mýrdal María Sophusdóttir
Garðar Mýrdal Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir
Jón Agnar Mýrdal Vivian Hansen
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
Þorsteinn Leifsson
bifreiðarstjóri,
Birkilundi 19, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð
laugardaginn 30. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
F.h. aðstandenda,
Hrafnhildur Baldvinsdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð,
hlýhug og stuðning við andlát og
útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Baldurs Geirssonar
Sléttuvegi 19, Reykjavík.
Hólmfríður Aradóttir
Sigríður Baldursdóttir
Gígja Baldursdóttir Guðmundur Rafn Sigurðsson
Baldur, Þórey Björk, Birkir, Hrefna, Ásgerður Birna,
Sindri, Eik, Úlfhildur Þoka
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug í garð okkar vegna andláts
og jarðarfarar ástkærs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
Helga Þormars Svavarssonar
Laugarbökkum.
Edda Stefáns Þórarinsdóttir og fjölskylda
Kransar, krossar og
kistuskreytingar
Blóm í miklu úrvali
Vefverslun:
Bjarkarblom.is
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Geirmundur Finnsson
Grænumörk 2, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
fimmtudaginn 28. júní.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
þriðjudaginn 10. júlí kl. 14.00.
Ásta Guðmundsdóttir
Helga Geirmundsdóttir Þorkell R. Ingimundarson
Ólöf Geirmundsdóttir Sigurður Guðjónsson
Steinunn Geirmundsdóttir Jón Nóason
Guðmundur Geirmundsson Margrét Ingþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Mitt líf og yndi er að skrifa, allar mínar skúffur eru fullar af handritum,“ segir Valgerður Þóra Benediktsson, höfund-
ur ljóðabókarinnar Stemmur. Þetta er
níunda bók hennar og hún gefur hana
út sjálf. „Ég hef haft þann hátt á með
allar mínar bækur að gefa þær út sjálf,“
segir hún. En hvað er það sem einkum
kveikir andann og hver eru hennar
helstu yrkisefni? „Ég get ekki sett fingur
á það, fæ bara hugmynd, byrja að skrifa
og hætti ekki fyrr en ljóðið er komið á
blað, hvort sem það er dagur eða nótt.
Hugmyndirnar láta mig ekki í friði. Þessi
bók varð til á hálfum mánuði, hún er að
vísu ekki löng, 34 blaðsíður.“
Stemmurnar hennar Valgerðar Þóru
eru mislangar og í óbundnu formi. Í
hverri opnu er litmynd, teikning eftir
barnabörn hennar, Irmu Þóru og Ívar
Má. „Þau lásu ljóðin og teiknuðu mynd-
irnar út frá þeim hughrifum sem þau
urðu fyrir,“ lýsir skáldið. Ein opnan er
tileinkuð Sævari Ciesielski, bæði í minn-
ingartexta og mynd, enda segir Valgerð-
ur Þóra örlög hans hafa snert hana djúpt.
Valgerður Þóra ólst upp í vesturbæ
Reykjavíkur og kveðst hafa dvalið tals-
vert í Borgarfirðinum á sumrin. Hún er
barnabarn eins af þjóðskáldum Íslend-
inga, Einars Benediktssonar, og þó hún
yrki ekki eftir hefðbundnum bragar-
háttum eins og hann er hún ekki í vafa
um hvaðan þörf hennar til tjáningar í
ljóðum er sprottin. gun@frettabladid.is
Fæ hugmynd og hætti ekki
fyrr en ljóðið er komið
Valgerður Þóra Benediktsson hefur sent frá sér bókina Stemmur með eigin ljóðum og
lituðum teikningum eftir barnabörnin. Hún er barnabarn skáldsins Einars Ben.
Valgerður Þóra gefur út allar sínar bækur sjálf, einnig þá nýjustu. Fréttablaðið/Ernir
5 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R26 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B l A ð I ð
tímamót
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
2
-3
1
A
C
2
0
5
2
-3
0
7
0
2
0
5
2
-2
F
3
4
2
0
5
2
-2
D
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K