Fréttablaðið - 05.07.2018, Síða 50

Fréttablaðið - 05.07.2018, Síða 50
Skip og skútur til Siglufjarðar Það er nóg um að vera á Siglu- firði því samhliða þjóðlaga- hátíðinni verður haldin Norræn strandmenningarhátíð í bænum. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2011 og Norðurlöndin hafa skipt með sér hlutverki gestgjafa. Þátttakendur koma víðsvegar að frá Norðurlöndum og gert er ráð fyrir að skip og skútur komi siglandi til Siglu- fjarðar. Viðburðir á strand- menningarhátíðinni eru í formi fyrirlestra, sýninga, handverks, tónleika, leiklistar- og dans- atriða. Jafnframt verða haldin málþing um norræna strand- menningu. Sjá nánar á siglofestival.com. Þjóðlagahátíðin á Siglu-firði er haldin í 19. sinn og stendur til 8. júlí. Á hátíðinni verða haldnir hátt í 20 tónleikar og fjölbreytt námskeið á sviði tónlistar og handverks. Einn- ig er sérstök dagskrá ætluð börnum. Gunnsteinn Ólafsson hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi. Blaðamaður forvitnast um Gunn- stein sjálfan en hann fæddist á Siglu- firði en ólst upp í Kópavogi. Tengslin við Siglufjörð hafa alltaf verið sterk en þeir Pétur bróðir hans voru þar jafnan á sumrin hjá ömmu sinni. Aflstöð fyrir þjóðlagatónlist Gunnsteinn stundaði tónlistarnám í Ungverjalandi. „Þar kynntist ég ríkri tónlistarhefð og sá að þjóðlagatón- listin var sterkur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Í skólum þar í landi þótti og þykir enn sjálfsagt að börn kunni urmul af þjóðlögum,“ segir hann. Gunnsteinn fór síðan í fram- haldsnám til Þýskalands og starfaði í fríum sem leiðsögumaður hér á landi. „Þá tók ég eftir því að þegar kom að íslenskum þjóðlögum var ekkert til að sýna útlendingum. Það þótti mér vera mikil brotalöm,“ segir hann. „Í kjölfarið fór ég norður á Siglufjörð árið 1997 og talaði við bæjaryfirvöld, stakk upp á að gera mætti Siglufjörð að heimabæ íslenska þjóðlagsins. Koma mætti upp þjóðlagahátíð og þjóðlagasetri. Þannig gæti Siglufjörður orðið afl- stöð fyrir íslenska þjóðlagatónlist.“ Ekkert varð úr framkvæmdum að sinni en tveimur árum síðar dró til tíðinda. Þá var stofnað Félag um þjóðlagasetur Bjarna Þorsteins- sonar. „Bjarni er oft kallaður faðir Siglufjarðar en hann hefur ekki aðeins þýðingu fyrir bæinn heldur ekki síður fyrir alla Íslendinga. Þjóð- lagasöfnun hans skipti sköpum fyrir tónlistararf þjóðarinnar en um alda- mótin síðustu var þetta mikla afrek hans við það að gleymast. Mér og öðrum fannst ástæða til að halda nafni hans á lofti. Fyrsta þjóðlaga- hátíðin var haldin árið 2000 og árið 2006 vígði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þor- steinssonar á Siglufirði. Hann benti á í vígsluræðu sinni að Bjarni Þor- steinsson ætti að njóta álíka virð- ingar og Árni Magnússon handrita- safnari.“ Auk þess að vera listrænn stjórn- andi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglu- firði hefur Gunnsteinn ferðast um allt land og tekið upp fólk á mynd- band við kveðskap, þjóðdansa og að leika á langspil og íslenska fiðlu fyrir Þjóðlagasetrið. Valdar upptökur eru sýndar á myndskjáum auk þess sem hægt er að skoða allt upptökusafnið í sérstökum tölvum á háalofti set- ursins. Hugað að fjölbreytni Yfirskrift Þjóðlagahátíðarinnar að þessu sinni er Söngvar við hafið. Íslenskir listamenn auk tónlistar- manna frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Hollandi, Kanada og fleiri löndum koma fram á hátíðinni. Þegar Gunn- steinn er spurður um hápunkt hátíðarinnar segir hann úr vöndu að ráða: „Það koma margir tón- leikar til greina en sennilega munu lokatónleikar hátíðarinnar vekja mesta athygli. Þar mun Karlakórinn Fóstbræður og karlakórarnir í Fjalla- byggð og á Dalvík flytja Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson ásamt Sin- fóníuhljómsveit unga fólksins undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur. Á tón- leikunum leikur einnig Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðlu konsert eftir Ernest Bloch. Það er frumflutn- ingur verksins hér á landi.“ En hvernig fer valið á tónlist á hátíðinni fram? „Við hugum að fjöl- breytni og reynum alltaf að koma fólki á óvart,“ segir Gunnsteinn. „Að þessu sinni heimsækja okkur óvenju margir kórar, þar á meðal flytur kór frá Gotlandi í Svíþjóð Völundar- kviðu, frumsamið verk eftir Jan Eke- dahl í þjóðlagastíl. Sagan um Völund varðveittist á skinni í Konungsbók Eddukvæða og á steini á Gotlandi. Þetta er hádramatískt verk sem er sviðsett og flutt í búningum.“ Tónlist fjölmargra þjóða Námskeið eru snar þáttur í Þjóðlaga- hátíðinni. Mamady og Sandra Sano kenna afródans, Bára Grímsdóttir og Chris Foster bjóða upp á námskeið í íslenskum og enskum þjóðlögum og Tómas R. Einarsson heldur nám- skeið í kúbanskri alþýðutónlist. Þá kennir Guðrún Hannele prjón- tækni. Í þjóðlagaakademíunni, sem stofnuð var árið 2006, er frætt um íslenskan þjóðlagaarf og þá erlendu tónlist sem flutt er á hátíðinni. Eins og áður sagði er sérstök dag- skrá ætluð börnum. Dúó Stemma setur upp tónleikhús fyrir börn, byggt á íslenskum þulum og þjóð- lögum og sérstakt þjóðlaganámskeið verður fyrir yngstu kynslóðina.“ Fyrsta þjóðlagahátíðin árið 2000 vakti mikla athygli. Gunnsteinn er spurður hvort hann telji að þjóð- lagahátíðin hafi stuðlað að því að auka áhuga þjóðarinnar á þjóðlög- um. Hann segir svo vera: „Frá þeim tíma sem hátíðin var fyrst haldin hefur áhugi Íslendinga á þjóðlaga- arfinum snaraukist og margir ungir tónlistarmenn leita í íslensk þjóðlög, útsetja þau eða nota sem efnivið í tónverk. Ekki aðeins Íslendingar sækjast eftir því að koma fram á hátíðinni heldur berast stöðugt beiðnir frá erlendum tónlistar- mönnum um að mega koma fram á henni. Þannig fléttast saman á hátíðinni tónlist fjölmargra þjóða. Við reynum að hafa hátíðina alþýð- lega en um leið mjög metnaðarfulla og fáum úrvalsfólk til liðs við okkur.“ Þjóðlagastemning á Sigló Þjóðlagahátíð haldin í 19. sinn. Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi, segir erlenda listamenn sækja eftir þátttöku. „Við hugum að fjölbreytni og reynum alltaf að koma fólki á óvart,“ segir Gunnsteinn. FréTTAblAðið/SiGTryGGur Ari Fjölmargir fínir viðburðir eru fram undan hér í Skálholti, alls er lagt upp með nítján. Hinn virti, ítalski fiðluleikari Marco Fusi hóf leikinn á þriðjudaginn en stóru flugeldarnir hjá honum verða núna um helgina. Bæði fyrirlestur og tónleikar þar sem hann frumflytur meðal annars verk eftir Báru Gísla- dóttur og Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og heldur tónleika með Caput. Þær Bára og Bergrún eru einmitt staðar- tónskáldin þetta árið,“ segir Guðrún Birgisdóttir sem er framkvæmda- stjóri Sumartónleika í Skálholti í ár. Hún bendir á að ekki sé á vísan að róa með veðrið á Suðurlandi þetta sumarið svo gott geti verið fyrir fólk að orna sér við eitthvað sem fari fram innan dyra, óháð veðri og vindum. „Það er líka vert að vekja athygli á manngerðri upplifun, til mótvægis við áganginn á náttúruna.“ Sumartónleikarnir eru haldnir í 43. sinn í ár. Viðburðirnir eru frekar stuttir, um klukkutími, hver fyrir sig, að sögn Guðrúnar. Svo er frítt inn. „Almannagæði er tískuorð núna, undir þau má flokka ókeypis tónleika,“ segir hún og telur grósku einkenna starfið, margar ungar konur setji svip á dagskrána í sumar og verið sé að endurreisa Bachsveit- ina. „Það er mikið búið að brasa og skipuleggja, svo springur allt út, fiðrildin fljúga og í lok verslunar- mannahelgar hljóma síðustu tón- arnir. En í miðið er Skálholtshátíð og hún tilheyrir kirkjunnar fólki.“ Guðrún segir aðsókn að Sumar- tónleikum ávallt góða, í fyrra hafi komið um 2.000 manns og sumir sæki hátíðina frá útlöndum. „Þetta er ekki heimsfræg hátíð í Brasilíu eða Kína en margir í nágrannalönd- unum vita af henni og virða hana einkum fyrir tvennt, nútímatónlist- ina og flutning eldri tónlistar á upp- runahljóðfæri. Margir listamenn frá nágrannalöndunum hafa komið hér fram og borið hróður okkar áfram. Þegar Marco Fusi sagði höfundum verka sem hann spilar að hann væri að fara til Íslands með þau, voru tónskáld sem ákváðu að elta hann og hlýða á flutninginn hér.“ Sérstaða Sumartónleikanna í Skálholti er sú að í Skálholtsbúðum er hægt að hýsa listamenn og þeir dvelja gjarnan í nokkra daga, að sögn Guðrúnar. „Það verður til dálítið sérstakt andrúmsloft hér, sköpun, samæfingar og tengsl milli fólks. Þetta er eitt af því sem laðar hingað góða listamenn,“ segir Guð- rún og bendir á að dagskráin sé á heimasíðu hátíðarinnar, sumar- tonleikar.is. gun@frettabladid.is Tónar fljúga út í sumarið í Skálholti og hitta opin hjörtu „Það er mikið búið að brasa og skipuleggja, svo springur allt út,“ segir Guðrún. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 5 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R30 M e n n I n G ∙ F R É T T A B l A ð I ð menning 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 2 -1 8 F C 2 0 5 2 -1 7 C 0 2 0 5 2 -1 6 8 4 2 0 5 2 -1 5 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.