Fréttablaðið - 02.08.2018, Síða 4
ENN BETRA VERÐ!
« AÐEINS Í ÖRFÁA DAGA »
WWW.GÁP.IS
GÁMASALA!
KROSS TRANS
HERRA GÖTUHJÓL FRÁ
34.950
ENNÞÁ ÓSELD HJÓL!
KOMA FULLBÚIN MEÐ BRETTUM BÖGGLABERA
OG LJÓSUM FRAMAN OG AFTAN GÁP | FAXAFEN 7 | 108 REYKJAVÍK | 520-0200
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákveðið að áfrýja sýknudómi Hér-
aðsdóms Reykjaness í máli gegn
stuðningsfulltrúa sem ákærður var
fyrir kynferðisbrot gegn börnum.
Dómurinn, sem var kveðinn upp
síðastliðinn mánudag, var birtur á
vef héraðsdómstólanna í gær. Ekki
eru taldar færðar viðhlítandi sönnur
á, svo hafið sé yfir skynsamlegan
vafa, sekt stuðningsfulltrúans sem
var sýknaður af öllum ákærum um
kynferðisbrot gegn fjórum börnum
og andlega fötluðum manni
Þar segir að það sé álit dómsins að
með framburði brotaþola og vitna
hafi nokkur líkindi verið færð að
sekt hins ákæra. Hins vegar verði
ekki horft fram hjá því að orði standi
gegn orði. Þau óbeinu sönnunar-
gögn sem fram hafi komið nægi ekki
til sakfellingar.
Áréttað er að þrátt fyrir að fleiri en
einn hafi borið ákærða sökum, sem
kunni að renna stoðum undir fram-
burð brotaþola, verði engu að síður
að koma fram fullnaðarsönnun
varðandi hvert brot.
Stuðningsfulltrúinn var í ágúst
í fyrra kærður fyrir kynferðisbrot
gegn dreng. Brotin áttu að hafa átt
sér stað á árunum 2004-2010 þegar
drengurinn var sjö til þrettán ára.
Lögregla hóf í kjölfarið rannsókn á
málinu og bættust fleiri einstakling-
ar við sem lögðu fram kæru á hendur
stuðningsfulltrúanum. Hann var
handtekinn í janúar síðastliðnum
og dæmdur í gæsluvarðhald þar sem
hann sat þar til sýknudómurinn féll.
Stuðningsfulltrúinn hefur frá
upphafi neitað sök í öllum ákæru-
liðunum. Í dómnum eru rakin tengsl
hans við brotaþolana fimm. Í öllum
tilvikum var um að ræða tengsl við
fjölskyldur viðkomandi brotaþola.
Þannig kemur fram að allir brota-
þolarnir hafi gist heima hjá hinum
ákærða og í sumum tilvikum gist
með honum á ferðalögum. Eiga
meint brot að hafa átt sér stað við
þær aðstæður.
Dómnum þótti framburður brota-
þola trúverðugur. Hjá sumum hafi
þó gætt ákveðins misræmis sem
gæti skrifast á það að langt var um
liðið og að þeir hafi verið börn á
umræddum tíma.
Varðandi framburð tveggja brota-
þola, sem eru systkini, segir að það
dragi úr trúverðugleika þeirra að
fjölskylda viðkomandi hafi vitað af
málinu í nokkurn tíma. Málið hafi
verið til umræðu innan fjölskyld-
unnar í einhvern tíma og ekki hægt
að útiloka að fjölskyldan hafi sam-
ræmt eitthvað um framburð sinn.
Þá er því haldið til haga að við leit
á heimili ákærða og í tölvubúnaði
hans hafi ekkert fundist sem væri
saknæmt eða gæti rennt stoðum
undir sekt. sighvatur@frettabladid.is
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað
dómi í máli stuðningsfulltrúa
Ekki var talin nægileg sönnun um um sekt stuðningsfulltrúa sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn
fjórum börnum og andlega fötluðum manni. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Nokkur
líkindi hafi verið fyrir sekt en orð standi gegn orði. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar.
Við þingfestingu málsins gegn stuðningsfulltrúanum í Héraðsdómi Reykjaness í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FERÐAÞJÓNUSTA Gistinætur ferða-
manna í júní voru 1.188.600 og
hafði þeim fækkað örlítið miðað
við sama mánuð í fyrra.
Skiptingin var þannig að gistinæt-
ur á hótelum og gistihúsum voru
rúmlega 589 þúsund, á farfugla-
heimilum, í svefnpokaplássi og á
tjaldstæðum voru þær rúmlega 408
þúsund og rúmlega 190 þúsund í
gegnum vefsíður á borð við Airbnb.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Hagstofunni. Þar segir að þessu
til viðbótar hafi gistinætur erlendra
ferðamanna utan hefðbundinna
gististaða verið áætlaðar rúmlega
55 þúsund.
Af erlendum ferðamönnunum
voru bandarískir með flestar gisti-
nætur, ríflega 369 þúsund. – sar
Gistináttafjöldi
óbreyttur í júní
TÆKNI Kínverski raftækjarisinn
Huawei er orðinn næststærsti
snjallsímaframleiðandi heims og
hefur þar með tekið fram úr Apple.
Þetta kemur fram í gögnum grein-
ingarfyrirtækja sem ýmsir erlendir
miðlar greina frá.
Vöxt Huawei má að mestu rekja
til vinnu fyrirtækisins á evrópskum
snjallsímamarkaði og aukins for-
skots heima í Kína.
Samkvæmt bæði IHS og Strategy
Analytics hefur Huawei nú rúm-
lega 15 prósenta markaðshlutdeild,
Apple rúmlega tólf prósent og Sam-
sung nærri tuttugu prósent. – þea
Huawei siglir
fram úr Apple
Áréttað er að þrátt fyrir
að fleiri en einn einstakling-
ur hafi borið ákærða sökum,
sem kunni að renna stoðum
undir framburð brotaþola,
verði engu að síður að koma
fram fullnaðarsönnun
varðandi hvert brot.
NEYTENDAMÁl Rúmlega átta pró-
senta munur er á verði raforku hjá
ódýrustu og dýrustu raforkusöl-
unum. Dýrasta raforkusalan, Orka
náttúrunnar, er jafnframt stærsta
fyrirtækið á markaðinum.
Á vefsíðunni Aurbjorg.is má nú
finna verðsamanburð á öllum raf-
orkusölum án virðisaukaskatts.
Ódýrasta rafmagnið býður Orka
heimilanna, sem hóf starfsemi í
ársbyrjun 2018. Þar er hver kíló-
vattstund verðlögð á 5,89 krónur.
Orkubú Vestfjarða fylgir fast á hæl-
ana með verðið 5,90 krónur.
Dýrust er Orka náttúrunnar,
dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur,
sem selur hverja kílóvattstund 6,43
krónur, síðan HS Orka með verðið
6,35 krónur. Neytendur geta keypt
rafmagn af hverjum sem er óháð
búsetu á landinu og sama gildir um
húsfélög. Þess ber þó að geta að raf-
magnskostnaður heimila skiptist
í tvennt. Annars vegar kostnaður
vegna raforkusölu sem er á sam-
keppnismarkaði og hins vegar vegna
raforkudreifingar þar sem fyrirtækin
hafa einokun á afmörkuðu land-
svæði. Þannig geta neytendur aðeins
reynt að lækka hluta af heildarkostn-
aðinum.
„Við endurskoðum reglulega
okkar verð en það er oft þannig að
hinir bíða og setja verðin aðeins
undir. Við verðleggjum okkur á eigin
Orka náttúrunnar stærsta raforkusalan en er þó með hæsta verðið
forsendum og þetta var niðurstaðan
um síðustu áramót miðað við arð-
semiskröfur, kostnað og annað slíkt,“
segir Bjarni Már Júlíusson, fram-
kvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Önnur skýring, að sögn Bjarna, er
að Orka náttúrunnar ráðstafar arði
fyrirtækisins í ýmis þróunarverkefni
sem lúta að orkuskiptum og að draga
úr losun koltvísýrings. Hann segir að
neytendur þurfi einnig að hafa í huga
hvar peningarnir endi. – tfh
Þetta var niður-
staðan um síðustu
áramót miðað við arðsemis-
kröfur, kostnað
og annað slíkt.
Bjarni Már
Júlíusson,
framkvæmdastjóri
ON
Á Ingólfstorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 . Á G Ú S T 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
4
-1
E
6
4
2
0
8
4
-1
D
2
8
2
0
8
4
-1
B
E
C
2
0
8
4
-1
A
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K