Fréttablaðið - 02.08.2018, Síða 8
Ford Focus er fimur bíll enda
þekktur fyrir frábæra aksturs-
eiginleika og framúrskarandi
gæði. Hann er ríkulega búinn,
með fimm stjörnu öryggi,
Bluetooth samskiptakerfi,
leiðsögukerfi með Íslands-
korti, nálægðarskynjurum,
8” snerti/litaskjá, My Key,
upphitanlegri framrúðu o.fl.
Aukabúnaður innifalinn:
Dökkar rúður í farþegarými
og málmlitur.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
FORD FOCUS
FIMASTUR!
ford.is
Ford er frábær!
Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford Focus
FOCUS TREND EDITION
3.105.000 KR.
TILBOÐSVERÐ:
2.795.000 KR.
Ford_Focus_5x15_20180604.indd 1 04/06/2018 14:22
viðskipti Stjórn Iceland Seafood
International hyggst kanna mögu-
leikann á því að skrá sjávarútvegs-
félagið á aðalmarkað Kauphallar-
innar í kjölfar kaupa þess á Solo
Seafood, eiganda spænsku félag-
anna Icelandic Iberica og Ecomsa
og argentínska félagsins Achernar.
Hlutabréf félagsins hafa verið
skráð á First North-markaðinn,
sem er einkum hugsaður fyrir lítil
og meðalstór vaxtarfyrirtæki, frá því
í maí árið 2016. Aðeins eitt sjávar-
útvegsfélag, HB Grandi, er skráð á
aðalmarkaðinum.
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri
Iceland Seafood International,
segir alveg ljóst að með kaup-
unum á Solo Seafood sé félag-
ið að stækka verulega við sig. „Í
raun má segja að félagið sé komið
í slíka stærð að það eigi mögu-
Íhuga að skrá Iceland Seafood á aðalmarkað Kauphallarinnar
Helgi Anton
Eiríksson,
forstjóri Iceland
Seafood Inter
national.
viðskipti Til þess að afkoma Ice-
landair Group í ár verði í samræmi
við spá stjórnenda félagsins þarf
félagið að vinna mikinn varnarsigur
á þriðja fjórðungi ársins. Markaður-
inn virðist hins vegar ekki hafa trú
á því að svo verði. Þetta segir Stefán
Broddi Guðjónsson, forstöðumaður
greiningardeildar Arion banka, um
uppgjör Icelandair Group fyrir
annan fjórðung ársins, sem birt var í
fyrradag, en afkoma á fjórðungnum
reyndist umtalsvert lakari en grein-
endur höfðu gert ráð fyrir.
„Félagið þarf að breytast,“ sagði
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandair Group, á fundi með fjár-
festum í gærmorgun. „Það er ljóst að
árið er snúið hjá okkur en við erum
í endalausum aðgerðum til þess að
reyna að breyta þessari niðurstöðu,“
nefndi forstjórinn.
Fjárfestar brugðust harkalega við
uppgjöri ferðaþjónustufélagsins en
til marks um það féllu hlutabréf í
félaginu um 10 prósent í verði og ríf-
lega 4,2 milljarðar af markaðsvirði
þess þurrkuðust út í Kauphöllinni
í gær.
Gengi hlutabréfanna nam 7,85
krónum á hlut við lokun markaða
síðdegis í gær og hefur fallið um hátt
í 80 prósent frá því það var hvað
hæst í apríl árið 2016. Hefur virði
félagsins lækkað á sama tíma úr 195
milljörðum króna í 38 milljarða.
Icelandair Group tapaði 25,7
milljónum dala, jafnvirði 2,7 millj-
arða króna, á öðrum fjórðungi
ársins borið saman við 15,5 millj-
óna dala hagnað á sama tímabili í
fyrra. EBITDA félagsins – afkoma
fyrir afskriftir, fjármagnsliði og
skatta – nam 14,7 milljónum dala á
fjórðungnum og dróst saman um 64
prósent frá fyrra ári.
Í tilkynningu frá félaginu kom
fram að þrýstingur á fargjöld, lakari
sætanýting og einskiptiskostnaður
vegna truflana í flugáætlun skýrðu
verri afkomu á milli ára.
Sérfræðingur á fjármálamarkaði
sem Fréttablaðið ræddi við segir
að þrátt fyrir að fjárfestar hafi búist
við slæmu uppgjöri – í ljósi þess að
félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir
árið um 30 prósent í síðasta mánuði
– þá hafi rekstrarniðurstaða annars
fjórðungs komið markaðinum í
opna skjöldu.
„Uppgjör Icelandair olli von-
brigðum,“ segir Stefán Broddi, „og
afkoman reyndist enn lakari en
væntingar markaðarins stóðu til.“
Það komi kannski spánskt fyrir
sjónir þar sem félagið hafi nýverið
fært afkomuspá sína niður.
„Afkoman á öðrum ársfjórðungi,
ytri aðstæður og skilaboð stjórn-
enda samhliða uppgjörinu leiða
til þess að miklar efasemdir virðast
uppi um að félagið nái yfirhöfuð að
skila þeirri afkomu yfir árið í heild,“
bætir Stefán Broddi við.
Segja allt þurfa að ganga upp
Hagfræðideild Landsbankans segir
í skeyti til viðskiptavina sinna að
svo virðist sem „allt þurfi að ganga
upp“ til þess að afkoma félagsins í
ár verði í efri mörkum afkomuspár
stjórnenda þess, en stjórnendurnir
gera ráð fyrir að EBITDA ársins
verði á bilinu 120 til 140 milljónir
dala. Erfitt sé að sjá að því mark-
miði verði náð. Telja greinendurnir
líklegt að stjórnendur Icelandair
Group geri ráð fyrir „góðum hækk-
unum“ á flugfargjöldum á seinni
hluta ársins.
Björgólfur nefndi á fundinum
að verð á þotueldsneyti, sem er
næststærsti kostnaðarliður félags-
ins, hefði hækkað um ríflega 60
prósent á síðustu tveimur árum. Á
sama tíma hefðu fargjöld farið hratt
lækkandi á mörgum mörkuðum
félagsins, sér í lagi á markaðinum
fyrir flug yfir Norður-Atlantshafið.
Núverandi aðstæður gætu vart hald-
ist óbreyttar.
„Við reiknum með því að til fram-
tíðar muni meðalfargjöldin fara upp
á við,“ sagði hann. „Það er mikil
umræða um það á meðal stórra
félaga sem starfa á Atlantshafinu að
meðalfargjöld séu of lág.“
Að sama skapi sagðist hann telja
að til lengri tíma myndi gengi krón-
unnar veikjast frá því sem nú er sem
hefði jákvæð áhrif á afkomu félags-
ins. kristinningi@frettabladid.is
Efast um að spá Icelandair gangi eftir
Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá
félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð. „Félagið þarf að breytast,“ segir forstjórinn.
Icelandair Group tapaði 2,7 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins en fé
lagið hafði ekki skilað tapi á fjórðungnum síðan 2010. FréttAblAðIð/PjEtur
Það er ljóst að árið
er snúið hjá okkur
en við erum í endalausum
aðgerðum til þess að reyna
að breyta þessari niðurstöðu.
Björgólfur Jóhannsson,
forstjóri Icelandair
Group
10%
var lækkunin á gengi hluta-
bréfa Icelandair Group í
Kauphöllinni í gær.
lega heima á aðalmarkaðinum.
Þetta er í skoðun hjá okkur og engin
ákvörðun hefur verið tekin. Það er
svo verkefni stjórnarinnar og að
lokum hluthafa að fjalla um og taka
ákvörðun um slíkt,“ nefnir hann.
Forsvarsmenn Iceland Seafood
International og Solo Seafood
skrifuðu á þriðjudag undir samning
um kaup fyrrnefnda félagsins á því
síðarnefnda en kaupverðið, sem er
greitt með útgáfu nýrra hlutabréfa,
nemur um 7,8 milljörðum króna.
Eigendur Solo Seafood – Sjávar-
sýn, fjárfestingarfélag Bjarna
Ármannssonar, Hjörleifur Ásgeirs-
son, framkvæmdastjóri Icelandic
Iberica, FISK-Seafood, Jakob Valgeir
og Nesfiskur – munu í kjölfar við-
skiptanna eignast um 44 prósenta
hlut í Iceland Seafood Inter national.
– kij
2 . á g ú s t 2 0 1 8 F i M M t U D A g U R8 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð
0
2
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
4
-2
D
3
4
2
0
8
4
-2
B
F
8
2
0
8
4
-2
A
B
C
2
0
8
4
-2
9
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K