Fréttablaðið - 02.08.2018, Síða 10
Tækni Google vinnur nú að nýrri
leitarvél fyrir kínverskan markað.
Samnefnd leitarvél fyrirtækisins
er á svarta listanum þar í landi, er
sum sé á bak við Netkínamúrinn
svokallaða líkt og fjölmargar aðrar
síður sem sýna eða veita aðgang
að efni sem kínverska ríkisstjórnin
telur óæskilegt.
The Intercept greindi frá málinu
í gær en miðillinn hefur í fórum
sínum lekin skjöl frá stórfyrirtæk
inu um verkefnin. Innan Google er
verkefnið kallað Drekafluga og hefur
verið unnið að því síðan síðasta vor.
Aukinn þungi var svo settur í verk
efnið eftir að framkvæmdastjórinn
Sundar Pichai fundaði með kínversk
um embættismönnum í desember.
Ekki á að verða hægt að
finna neitt sem kínverska ríkis
stjórnin vill ekki að almenningur
þar í landi fletti upp. Yfirvöld hafa
til að mynda bannað vefsíður sem
innihalda upplýsingar um andstæð
inga stjórnvalda, tjáningarfrelsi og
atburðina á Torgi hins himneska
friðar 1989. Google mun því setja
síu í leitarvél sína svo niðurstöður
sem nú þegar eru á bak við Net
kínamúrinn finnist ekki.
Þá mun ekki heldur verða hægt að
fletta upp ákveðnum bannorðum.
Verði það reynt, samkvæmt skjöl
unum sem Intercept hefur, munu
engar niðurstöður birtast.
Google vildi ekki svara spurn
ingum Intercept um málið en
heimildarmaður, sem vildi ekki
láta nafns síns getið þar sem þau
sem starfa að verkefninu mega ekki
ræða við fjölmiðla, sagði samstarfs
menn sína hafa áhyggjur af því að
verkefnið stangist á við almenna
siðferðiskennd.
Starfsmaðurinn sagðist sjálfur
andsnúinn því að stórfyrirtæki
ynnu með yfirvöldum að kúgun
sem þessari. Ritskoðun Kínverja og
aðstoð Google gæti verið slæmt for
dæmi fyrir önnur ríki. – þea
Google hannar leitarvél með ritskoðun fyrir Kínverja
Grikkland Fjölskylda tveggja
fórnarlamba skógareldanna í Mati
og nærliggjandi bæjum á Attíku
skaga Grikklands, sem kostuðu 92
lífið í síðustu viku, hefur lagt fram
kæru á hendur yfirvöldum fylkisins,
almannavörnum, slökkviliði og lög
reglu. Reuters greindi frá í gær en
yfirvöld eru meðal annars sökuð um
íkveikju vegna vanrækslu, morð og
manndráp af gáleysi.
„Ég tel að þau sem áttu að vernda
fólk, áttu að slökkva eldana og í
raun koma í veg fyrir að þeir kvikn
uðu, verði sakfelld,“ sagði Antonis
Foussas, lögmaður fjölskyldunnar,
við Reuters. Sagðist hann jafnframt
rannsaka hvernig eldarnir kviknuðu
og hvort viðbrögð yfirvalda hafi
verið fullnægjandi.
Fórnarlömbin, hjón á áttræðis
aldri, voru bæði á flótta undan eld
unum þegar þau fórust. Lík þeirra
fundust um 400 metra frá heimilum
þeirra.
Þar kom enn fremur fram að eng
inn embættis eða yfirmaður frá
fylkinu, sveitarfélaginu, lögreglu,
slökkviliði eða almannavörnum
hafi verið á svæðinu, að enginn hafi
látið íbúa vita af hættunni og að
ekki hafi verið gefin fyrirmæli um
að rýma skyldi svæðið.
Gríski prófessorinn Vassilis Diga
lakis greindi frá því í gær að lögregla
hefði fyrir mistök beint ökumönn
um í ógöngur er hún stýrði umferð
í Mati. Í stað þess að beina bílum
til baka út úr bænum á stofnbraut
bæjarins voru bílstjórar sendir inn
á þau svæði sem eldurinn stefndi á.
Að sögn Digalakis var ekki um
að ræða nokkurn ásetning um að
stefna ökumönnum í hættu heldur
hafi verið um algjört samskiptaleysi
lögreglu, slökkviliðs og yfirvalda að
ræða. Digalakis kenndi Almanna
varnastofnun Grikklands um sam
skiptaleysið og sagði hana hafa
brugðist skyldu sinni algjörlega.
Tugir dóu er þeir reyndu að flýja
eftir að hafa lent í umferðarteppu
í Mati. Að minnsta kosti 305 bílar
eyðilögðust í eldsvoðanum. Svo
heitt varð að álfelgur og rúður
bílanna einfaldlega bráðnuðu.
Þá hefur sömuleiðis verið greint
frá því að engin opinber neyðartil
kynning hafi verið send út. Því hafi
íbúar varla fengið neinn tíma til að
bregðast við. Þá hafi skipulag bæjar
ins, þröngar götur, botnlangar og
skortur á opnum svæðum, verið til
þess fallið að hindra að fólk kæmist
undan.
Kallað hefur verið eftir afsögn
Ya n n i s Ka p a k i s , y f i r m a n n s
Almannavarnastofnunar. Kapakis
sagði í viðtali í sjónvarpi, fjórum
dögum fyrir hamfarirnar, að jafnt á
sjó sem landi væri viðbúnaðarstigið
hátt. Ekki hefur verið orðið við því
ákalli. Reyndar hefur enginn emb
ættismaður sagt af sér vegna máls
ins, að því er BBC greinir frá.
Greek Reporter greindi frá því
að ríkisstjórnin ætli að rífa 3.185
ólöglegar byggingar við strendur
Attíkuskaga. Á fimmtudag sagði
Panos Kammenos varnarmálaráð
herra að íbúar sjálfir bæru ábyrgð á
eldsvoðanum með því að hafa reist
byggingarnar í leyfisleysi og þann
ig lokað flóttaleiðum. Yfirvöld hafa
áður haldið því fram að svo virðist
sem um íkveikju hafi verið að ræða.
Dimitris Tzanakopoulos, upp
lýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar,
sagði á þriðjudag að ríkisstjórnin
ætlaði að hefja niðurrif hið fyrsta
og að sérfræðingar væru sammála
um að byggingarnar hefðu gert illt
verra í hamförunum. Grískir blaða
menn minntu svo á að fjölmargar
ríkisstjórnir hefðu lofað að rífa
byggingarnar en við það hefði ekki
verið staðið vegna ótta við að baka
sér óvinsældir. thorgnyr@frettabladid.is
Í mál við yfirvöld vegna eldanna
Yfirvöld, slökkvilið, almannavarnir og lögregla sökuð um alvarlega vanrækslu og manndráp af gáleysi. Skógar
eldarnir á Attíkuskaga kostuðu að minnsta kosti 92 lífið. Lögregla beindi ökumönnum í veg fyrir eldinn.
Aþenubúar mótmæltu viðbragðsleysi yfirvalda í hljóði á mánudag. Að minnsta kosti 92 fórust í skógareldunum á Attíkuskaga í síðustu viku. Nordicphotos/AFp
Loukoumakis bjargað
Talið er að fjölmörg dýr, jafnvel
hundruð, hafi drepist í skógareld-
unum. Reuters greindi frá því í gær
að Artemis Kyriakopoulou, sjálf-
boðaliða hjá dýrahjálparsamtökum
á svæðinu, hafi þó tekist að bjarga
einu, hundi.
„Ég sá eitthvað þarna sem leit
út eins og ofn. Mér datt í hug að
ef eitthvað væri á lífi þarna hlyti
það að vera inni í honum,“ sagði
Kyriakopoulou og bætti því við
að hundinum hafi verið hjúkrað
og hann þrifinn. Trúlega væri um
að ræða flækingshund, fjögurra
ára gamlan, og hann hefur fengið
nafnið Loukoumakis.
Hundurinn er nú í umsjón konu
að nafni Diana Topali þar til varan-
legt heimili finnst. „Meira að segja
augnhárin á honum eru brennd.
Það er ótrúlegt að hann hafi lifað af.
Hann leit bara út eins og sviðið, úfið
teppi,“ sagði Topali við Reuters.
Bandaríkin Robert Lasnik, alríkis
dómari í bandarísku borginni
Seattle, skipaði vefsíðunni DEFCAD
í fyrrinótt að taka þrívíddarprent
unarskrár fyrir skotvopn úr birtingu.
Úrskurðurinn var nýjasta vending
í baráttunni gegn frjálsri þrívíddar
prentun skotvopna en Defense
Distributed, fyrirtækið á bak við
DEFCAD, komst í síðasta mánuði
að samkomulagi við yfirvöld, eftir
fjögurra ára málaferli, um að heimila
birtingu skránna þann fyrsta ágúst.
Samkomulagið var umdeilt og átta
ríki Bandaríkjanna greindu frá því í
sameiginlegri yfirlýsingu á mánudag
að þau myndu gera sitt besta til að fá
samkomulaginu hnekkt fyrir dóm
stólum. Tuttugu önnur ríki lýstu svo
stuðningi við markmiðið.
Þá hafði DEFCAD nú þegar birt
skrárnar, gerði það fjórum dögum
áður en heimilt var, og þeim verið
hlaðið niður mörg þúsund sinnum.
Um prentunarskrár fyrir tíu mis
munandi skotvopn var að ræða og
sagði miðillinn Ars Technica frá því
að þar á bæ hefðu menn getað náð í
skrár til að prenta virka eftirlíkingu
af AR15 hríðskotariffli.
Skrárnar eru enn í dreifingu og gat
Fréttablaðið auðveldlega fundið þær
á niðurhalssíðum.
Í úrskurði sínum sagði Lasnik að
komist þessi órekjanlegu þrívíddar
prentuðu skotvopn og prentunar
skrárnar í dreifingu muni það hafa
neikvæðar afleiðingar. „Það eru þrí
víddarprentarar í háskólum og víða
á meðal almennings. Það má leiða
líkur að því að þrívíddarprentuð
skotvopn muni valda óafturkræfum
skaða.“ – þea
Prenta ekki
byssur strax
Verkefnið er umdeilt innan veggja
fyrirtækisins. Nordicphotos/Getty
Ég tel að þau sem
áttu að vernda fólk
[…] verði sakfelld.
Antonis Foussas lögmaður
SimBaBve Ofbeldi braust út á milli
stjórnarandstöðusinna og lögreglu í
Harare, höfuðborg Simbabve, í gær.
Stuðningsmenn stjórnarandstöðu
flokksins Hreyfingarinnar fyrir lýð
ræðisumbætur (MDC) voru að mót
mæla töfum á tilkynningu úrslita
í forsetakosningum mánudagsins
þegar til átakanna kom.
Eftirlitsfólk á vegum ESB hefur
lýst yfir áhyggjum sínum af biðinni
og MDC hefur ítrekað haldið því
fram að niðurstöðunum hafi verið
hagrætt.
Nelson Chamisa, frambjóðandi
MDC, þykir næstsigurstrangleg
astur í kosningunum á eftir sitjandi
forseta, Emmerson Mnangagwa.
Flokkur hins síðarnefnda, Afríska
þjóðarbandalag Simbabve (ZANU
PF), virtist í gær hafa unnið stóran
meirihluta á þinginu miðað við þær
tölur sem höfðu verið gerðar opin
berar. – þea
Átök vegna
kosninganna
Ýmsir hræðast það að leyfa prentun
skotvopna. Nordicphotos/AFp
Fréttablaðið fann auð-
veldlega þrívíddarprent-
unarskrárnar sem teknar
voru úr sölu.
2 . á G ú S T 2 0 1 8 F i m m T U d a G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð
0
2
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
4
-1
9
7
4
2
0
8
4
-1
8
3
8
2
0
8
4
-1
6
F
C
2
0
8
4
-1
5
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K