Fréttablaðið - 02.08.2018, Page 18
Þór - Njarðvík 3-0
Haukar - ÍA 1-3
Þróttur R. - ÍR 6-1
Selfoss - HK 1-2
Víkingur Ó. - Magni 4-1
Inkasso-deild karla
Sindri - ÍR 2-6
Fylkir - Hamrarnir 7-0
Keflavík - Þróttur R. 2-1
Aftureld./Fram - Haukar 1-3
Inkasso-deild kvenna
FÓTBOLTI Það kemur í ljós í kvöld
hvort Ísland mun eiga fulltrúa í
þriðju umferð í forkeppni Evrópu-
deildar karla í knattspyrnu. FH,
Valur og Stjarnan leika þá seinni
leiki sína í einvígjum sínum í ann-
arri umferðinni. FH og Valur eru
í heimahögum sínum á meðan
Stjarnan fer til Kaupmannahafnar.
FH fær ísraelska liðið Hapoel
Haifa í heimsókn í Kaplakrika, en
fyrri leiknum í miklum hita og raka
í Haifa lyktaði með 1-1-jafn tefli.
Miðvörðurinn Eddi Gomes skoraði
mikilvægt útivallarmark Hafnfirð-
inga í Ísrael. Davíð Þór Viðarsson,
fyrirliði FH, telur að liðið eigi ágætis
möguleika á að komast áfram, en
liðið verði í hlutverki Davíðs gegn
Golíat í leik liðanna á morgun.
„Við munum líklega liggja aftar-
lega og treysta á skyndisóknir í
þessum leik líkt og við gerðum í
útileiknum. Við horfðum á leikinn
aftur og sáum þá höggstað á þeim
og að við hefðum getað verið rólegri
á boltann þegar við unnum hann.
Þeir eru ekki í góðu leikformi og
þeir sækja á mörgum leikmönnum
þegar þeir herja á andstæðinga sína.
Það er því nóg pláss til að sækja í
þegar þeir tapa boltanum,“ sagði
Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið.
„Það er spennandi verkefni í boði
í þriðju umferðinni hvort sem það
verður Sarajevó eða Atalanta. Það er
alltaf meiri fiðringur fyrir Evrópu-
leiki en aðra leiki og við hlökkum
mikið til þessa leiks. Við erum
orðnir reynslumiklir, margir í leik-
mannahópnum, á þessum vettvangi
og við bættum við okkur leikmönn-
um fyrir þetta keppnistímabil sem
eiga þó nokkra Evrópuleiki undir
beltinu. Það ætti að koma okkur til
góða í þessu erfiða verkefni,“ sagði
Davíð Þór enn fremur.
Valur mætir svo Santa Coloma
frá Andorra á Origo-vellinum að
Hlíðarenda, en þar þurfa Valsmenn
að snúa taflinu sér í hag eftir svekkj-
andi 1-0-tap ytra.
Ólafur Jóhannesson getur ekki
stýrt liði sínu í þessum leik þar sem
hann afplánar tveggja leikja bann
fyrir að ýja að því að maðkur væri
í mysunni hjá UEFA þegar liðið féll
úr leik fyrir Rosenborg í forkeppni
Meistaradeildarinnar.
Stjarnan fer með veika von til
Danmerkur þar sem liðið mætir
FB Köbenhavn, en liðið laut í
lægra haldi í fyrri leiknum á Sam-
sung-vellinum. Þar reið danski
landsliðsmaðurinn Viktor Fischer
baggamuninn, en hann lagði upp
fyrra mark danska liðsins og skor-
aði það seinna eftir að hafa komið
inn á sem varamaður í hálfleik.
Lokatölur urðu 2-0 og vonandi að
Stjarnan nái að velgja danska liðinu
undir uggum. hjorvaro@frettabladid.is
Teljum okkur hafa fundið
höggstaði í leiknum í Ísrael
FH náði í fín úrslit þegar liðið mætti ísraelska liðinu Hapoel Haifa í fyrri leik liðanna í annarri umferð í for-
keppni Evrópudeildarinnar í knattpyrnu karla ytra í síðustu viku. Liðin leiða saman hesta sína að nýju á
Kaplakrikavelli í kvöld. Davíð Þór Viðarsson telur að leikmenn FH hafi séð veika bletti hjá Ísraelunum.
KÖRFUBOLTI Tryggvi Snær Hlina-
son, landsliðsmaður í körfubolta,
hefur verið lánaður frá Valencia til
Monbus Obradoiro sem staðsett er
í Compostela á Spáni. Liðið leikur
í efstu deild og hafnaði í 12. sæti
hennar á síðustu leiktíð.
Hann mun að öllum líkindum fá
meiri spiltíma þar en hjá Valencia
síðasta vetur, en mínúturnar inni á
vellinum voru af skornum skammti
í frumraun hans á spænskri grundu.
Valencia er afar vel mannað hvað
miðherja varðar og því beggja hagur
að hann finni sér nýjan vettvang
næsta vetur.
Tryggvi gekk til liðs við Valencia
frá Þór Akureyri síðasta haust og
var á sínu fyrsta ári sem atvinnu-
maður. Hann tók þátt í nýliðavali
NBA fyrr í sumar, en hlaut ekki náð
fyrir augum forráðamanna liðanna
og var svo á mála hjá Toronto Rapt-
ors í Sumardeild NBA í júlí. – hó
Tryggvi Snær
kominn með
nýtt lið
Tryggvi Snær Hlinason í leik með
Valencia. NORDICPHOTOS/GETTY
KR-konur fyrstar til að vinna Íslandsmeistarana
Ein óvæntustu úrslit tímabilsins Katrín Ómarsdóttir tæklar Söndru Stephany Mayor Gutierrez í leik KR og Þórs/KA á Alvogen-vellinum í gær. KR
bar sigur úr býtum, 2-1, og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistara Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. KR-konur eru á fínum skriði,
hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru nú þremur stigum frá fallsæti. Norðankonur eru áfram í 2. sætinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN
Eddi Gomes skoraði fyrir FH í fyrri leiknum gegn Hapoel Haifa. Það gæti reynst dýrmætt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
KR - Þór/KA 2-1
1-0 Tijana Krstic (16.), 2-0 Mia Celestina
Annete Gunter (70.), 2-1 Sandra Stephany
Mayor Gutierrez (71.).
Nýjast
Pepsi-deild kvenna
Hefja keppni í
Glasgow í dag
FIMLEIKAR Kvennalið Íslands í
áhaldafimleikum hefur keppni á
fyrsta Meistaramóti Evrópu í dag.
Um er að ræða nýtt mót þar sem
keppt er í hinum ýmsu íþrótta-
greinum. Mótið er haldið í Glasgow
í Skotlandi nema hvað keppni í
frjálsum íþróttum fer fram í Berlín í
Þýskalandi.
Keppni í kvennaflokki í áhalda-
fimleikum hefst klukkan 12.15 að
íslenskum tíma í dag. Á morgun
hefur íslenska stúlknaliðið á keppni.
Ísland á einnig lið í drengjaflokki.
Næstu daga munu svo fleiri íslenskir
íþróttamenn hefja leik á Meistara-
mótinu. – iþs
2 . Á G Ú S T 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
0
2
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
4
-3
C
0
4
2
0
8
4
-3
A
C
8
2
0
8
4
-3
9
8
C
2
0
8
4
-3
8
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K