Fréttablaðið - 02.08.2018, Síða 34

Fréttablaðið - 02.08.2018, Síða 34
V ið erum svona altmú-ligt-band. Bæði Örn og Valeria bregða sér í allra kvikinda líki, hann spilar á hvað sem er og hún er fiðluleikari en líka lagasmiður, söngkona og gítarleikari. Ég er hálf vandræðaleg í miðjunni og syng bara,“ segir Ösp Eldjárn glaðlega þegar forvitnast er um það sem fram undan er í Hannesarholti í kvöld. Þar kemur Ösp fram ásamt Erni, bróður sínum og Valeriu Pozzo. Systkinin eru að norðan en Pozzo frá Ítalíu. „Við erum öll að flytja eigin laga- smíðar í þessum túr. Örn brestur í söng og Valeria líka. Við röddum og spilum undir hvert hjá öðru, þannig að úr verður samhljómur,“ útlistar Ösp. En hvaða túr er hún að tala um? „Við vorum að koma að austan og norðan. Byrjuðum á Seyðisfirði, í tónleikaröðinni Bláu kirkjunni, það var mjög gaman. Svo fórum við á Havarí á Berufjarðarströnd, þar var líka ógurlega indælt. Enduðum svo túrinn á Kópaskeri, þar er menn- ingar félag sem kallar sig Flygilvini og fékk okkur til að koma.  Það er mjög flottur flygill í Skjálftasafninu, í gamla grunnskólanum á Kópaskeri. Við héldum tónleika þar og það var fallegt og gaman að koma þangað.“ Hver skyldi svo hafa  spilað á flygilinn fína? „Örn brá sér á flygil- inn, það er fátt sem hann ekki getur. Svo erum við með ljósmyndara með okkur, sem heitir Stefano og er frá Feneyjum, hann er konsertmeistari og þegar hann sér flygil, sest hann niður og lætur okkur djamma eitt- hvað með sér.“ Ösp segir undirtektir hvar- vetna  hafa  verið góðar. „Svo  er lokahnykkurinn eftir, í Hannesar- holti í kvöld. Ég hef ekki verið með tónleika þar áður en fylgdi tveimur enskum vinkonum þangað fyrir hálfum mánuði, þær sigldu frá Skot- landi yfir til Orkneyja, þaðan til Færeyja og svo til Íslands og héldu tónleika í Hannesarholti.  Mér leist vel á salinn. Það er líka fallegt sam- starf milli Hannesarholts og Kítón (Konur í tónlist) og gaman að vera með í þeirri tónleikaröð, sérstaklega af því meirihluti bandsins er konur.“ Efninu sem hópurinn flytur lýsir Ösp svo: „Það er þjóðlagaskotið – smá indí – með djasstvisti. Mín tón- list þykir draumkennd. Svo leggjum við áherslu á þríraddaðan söng. Þetta er alþýðustemning.“ Ösp hélt til Lundúna í tónlistarnám árið 2011 og kynntist þar Valeriu Pozzo. Þær hafa síðan starfað mikið saman, Valeria lék til dæmis á fiðlu og víólu á plötu Aspar, Tales from a Poplar Tree, sem var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 í flokki þjóðlagatónlistar. Spurð hvort Valeria Pozzo búi á Íslandi svarar Ösp: „Nei, Valeria býr í London, kom bara með okkur í þessa ferð og það var gaman. Ég vona að hún komi á hverju ári, það væri partur af sumrinu.“ Svo leggjum við áherslu á þríraddaðan söng Örn Eldjárn, Valeria Pozza og Ösp Eldjárn í sælunni á Seyðisfirði í síðasta mánuði þar sem þau héldu tónleika í Bláu kirkjunni. MYND STEFANO PANDOAN Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ösp Eldjárn, Valeria Pozzo og Örn Eldjárn halda tónleika í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld og flytja þar eigið efni, gamalt og nýtt. Ösp og Örn eru að norðan en Pozzo frá Ítalíu. VIÐ ERUM ÖLL AÐ FLYTJA EIGIN LAGA- SMÍÐAR Í ÞESSUM TÚR. ÖRN BRESTUR Í SÖNG OG VALERIA LÍKA. VIÐ RÖDDUM OG SPILUM UNDIR HVERT HJÁ ÖÐRU, ÞANNIG AÐ ÚR VERÐUR SAM- HLJÓMUR. Marteinn Sindri Jónsson leik- ur alþýðutónlist og popptónlist á píanó og gítar í kirkjunni á Hólum í Hjaltadal á sunnudaginn, og syngur með. „Þetta er sjöunda árið sem tón- leikar eru haldnir hér í Hóladóm- kirkju um verslunarmannahelgi. Fram að þessu hafa flytjendur verið handvaldir en nú var auglýst og ég sótti um. Mér fannst spennandi að fá að spila hér. Var einmitt að æfa í morgun. Þetta er sérstök kirkja og það er virkilega gaman að koma hingað,“ segir Marteinn Sindri, sem staddur er á Hólum með unnustu og tveimur börnum. „Ég verð með sitt lítið af hverju, bæði eftir mig og aðra,“ segir Mar- teinn Sindri um lagavalið á tónleik- unum og kveðst yrkja jöfnum hönd- um á íslensku og ensku. „Ég hef líka samið lög við ljóð íslenskra skálda. Það síðasta er við ljóðið Fagurt er í fjörðum eftir Látra-Björgu, ég sæki innblástur í ljóðmál 19. aldar skáld- anna, meðal annars Jónas.  Það er ein stoðin í tónlistinni. Svo fer ég mjög víða því ég er líka með popp- tónlist síðustu fjörutíu, fimmtíu ára undir, Leonard Cohen, Nick Cave og fleira.“ Sindri er úr Reykjavík en  hefur búið í Hafnarfirði  undanfarin ár. Hann kveðst hafa farið að læra heimspeki eftir að hafa verið í ströngu píanónámi, bæði klassík og djassi. „Ég lauk meistaraprófi í hitteðfyrra og hef starfað mest við  fræðastörf undanfarin ár og dagskrárgerð en alltaf verið í músík með. Þegar ég var í hljómsveitum samdi ég stundum fyrir söngvara svo þegar ég fór út í mastersnám, fór ég að syngja sjálfur.“ Tónleikarnir  byrja klukkan 16 í framhaldi af guðsþjónustu sem hefst klukkan 14, að sögn Mar- teins Sindra. „Ég vona að fólk staldri við eftir messuna,“ segir hann og tekur fram að ókeypis sé inn. gun@frettabladid.is Sækir innblástur í ljóðmál 19. aldar skáldanna Látra-Bjargar og Jónasar Marteinn Sindri nýtur þess að anda að sér helgi og fegurð Hólastaðar. MYND/BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR 2 . Á G Ú S T 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 2 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 4 -2 3 5 4 2 0 8 4 -2 2 1 8 2 0 8 4 -2 0 D C 2 0 8 4 -1 F A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.