Fréttablaðið - 02.08.2018, Side 39

Fréttablaðið - 02.08.2018, Side 39
VEISLA SKÓLA NÝR GLÆSILEGUR SKÓLABÆKLINGUR KOMIN ÚT Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 ACER SWIFT 1 - 2018 HAUST All Metal Nano skorið ál bak • Ultra Thin aðeins 14.95mm • Örþunnur 6.3mm skjárammi 17+ tíma rafhlaða • Gigabit þráðlaust Net • Bluetooth 5 • 0 db viftulaus hönnun Baklýst lyklaborð • Fingrafaraskanni • Fislétt aðeins 1.3kg Opið í dag og á morgun föstudag 10:00 - 18:00 Athugið lokað 4-6. ágúst OPNUNARTÍMAR 2. Á gúst 2018 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl Gyða Valtýsdóttir hefur nú til­kynnt um nýtt verkefni og plötu: G Y Ð A – Evolution. Platan er fyrsta plata Gyðu sem inni­ heldur hennar eigin lagasmíðar, en síðasta plata hennar – Epicycle – innihélt eldri tónsmíðar tónskálda á borð við Messiaen og Schubert í nýjum búningi. Gyða hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu árs­ ins, Epicycle. Evolution kemur út í september á vegum Figureight og kveður þar við nýjan tón. Á plötunni blandast saman hið klassíska, hið tilrauna­ kennda og hið poppaða svo úr verður kokteill sem aðeins Gyða gæti blandað. Platan var tekin upp á 10 dögum í Los Angeles og New York og auk Gyðu var það Alex Somers sem pródúseraði. Aðrir sem komu að gerð plötunnar voru Úlfur Hansson, Albert Finnbogason, Shahzad Isma­ ily, Aaron Roche og Julian Sartorius. Nú hefur Gyða sent frá sér fyrsta tóndæmi plötunnar, „Moonchild“. Þá er komið út myndband við lagið í leikstjórn Rebekku Rafns dóttur. Myndbandið var tekið upp á Íslandi og í hafmeyjaskrúðgöngu í Coney Island í New York. Nú er hægt að for­ panta plötuna á vínyl og sem niður­ hal, en þá fylgir lagið „Moon child“ með samstundis og platan verður send til kaupanda á útgáfudegi. Gyða er sem stendur á tónleika­ ferðalagi ásamt Damien Rice, en það er heldur betur sérstakur túr þar sem þau eru á bát og sigla milli tón­ leikastaða á Ítalíu og Spáni. Tvennir tónleikar eru eftir, á Mallorca í dag og Menorca 7. ágúst. – bb Gyða og Damien Rice á Mallorca Kári Þormar, organisti Dóm­kirkjunnar í Reykjavík, leikur verk eftir Bach, Vierne (Carillon de Westminster), Tryggva M. Baldvinsson (Toccata Jubiloso), Böhm og Duruflé í hádeginu í Hall­ grímskirkju. Er miðaverð 2.000 krónur. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach (1685­1750), Tokkata í d­moll (dórísk), BWV 538/1 Louis Vierne (1870­1937), Car illon de Westmins­ ter op. 54 nr. 6 úr „Pieces de fantas­ ie“, Tryggva M. Baldvinsson (f. 1965), Toccata Jubiloso, 2003, og Maurice Duruflé (1902­1986), Choral varié sur le ‘Veni Creat or’ op. 4/3, 1930. Eftir píanónám hjá Jónasi Ingi­ mundarsyni og orgelnám hjá Herði Áskelssyni hélt Kári Þormar í fram­ haldsnám til Þýskalands þar sem hann lauk A­kirkjutónlistarnámi frá Robert Schumann háskólanum í Düsseldorf með 1. einkunn. Kári hefur haldið fjölda orgeltónleika, bæði hér heima og erlendis, þar á meðal á alþjóðlegri orgelhátíð á Álandseyjum og á alþjóðlegri tón­ listarhátíð í Mühlhausen í Þýska­ landi. Hann hlaut styrk úr minn­ ingarsjóði Karls Sighvatssonar árið 1997. Kári hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi sem organisti, píanókennari og kórstjóri en á þeim vettvangi var hann tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna með Kór Áskirkju fyrir geisladiskinn Það er óskaland íslenskt. Kári tók við stöðu dómorganista við Dómkirkj­ una í Reykjavík árið 2010. Þá er Kári stjórnandi kórs MR og starfar einnig við menntaskóla í tónlist. – bb Kári Þormar í Hallgrímskirkju Kári hefur haldið fjölda orgeltónleika bæði hér heima og erlendis. Orgelið góða í Hallgrímskirkju. Gyða Valtýs- dóttir hefur gefið út sína fyrstu plötu með eigin lagasmíðum. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31F I M M T U D A G U R 2 . Á G Ú S T 2 0 1 8 0 2 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 4 -1 9 7 4 2 0 8 4 -1 8 3 8 2 0 8 4 -1 6 F C 2 0 8 4 -1 5 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.