Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.1981, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 15.01.1981, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. janúar 1981 5 Netaverkstæði Suðurnesja 20 ára: Veiðarfæradeild stofnsett Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá því Netaverkstæöi Suð- urnesja tók til starfa, en það er í stóru húsi við Reykjanesbraut sem byggt var 1962. Við fórum í heimsókn i fyrirtækið og hittum að máli eiganda þess, Andreas Færseth, og ræddum við hann um starfsemina. ..Þegar fyrirtækiö var stofnað var mikil gróska hér og óhemju mikið að gera," sagði Andreas. Andrea* Færaeth, lengtt t.v., ( tilefni þessara timamóta hefur Netaverkstæði Suðurnesja opnaö veiðarfæradeild, þar sem selt veröur allt sem tilheyrir veið- arfærum, allar gerðir af teina- tógi, flotteinatóg, blýteinatóg á þorskanet, og alls kyns blakkir, lásar og belgir. Einnig vir, en sala á honum hefur aukist mikiö með tilkomu vírapressunnar sem fyr- irtækiö fékk á síöasta ári. Þá má geta þess að nú hefur öll ásamt starfsmönnum tlnum ,.Þá unnu hér 35-36 manns, en þá var aöal uppistaöan vinna við síldarnæturnar. Síðan hvarf blessuö síldin og dróst þá starf- semin nokkuð saman, en nú eru það loðnunæturnar sem skipa þann sess sem sídarnæturnar gerðu áður, en sú ánægjulega þróun hefur nú átt sér stað að undanförnu aö síldveiöarnar eru farnar ,að aukast. Nú vinna hjá okkur 13-15 manns og er aöal- lega unnrð við loðnunætur, einnig sildarnætur, humartroll, fiskitroll, sandsilistroll og rækju- troll, stór og smá." vinnuaðstaða verið bætt til muna og má segja að hún sé nú með því betra sem þekkist í þessari grein. Gólf hins 784 ferm. vinnu- salar hefur verið lakkað og birta er mjög góð, eins og sést á með- fylgjandi myndum. Þá eru gryfjur i sinn hvorum enda salarins, þannig að ekki þarf lengur að hafa heila nót i vinnusalnum, heldur aðeins þann hluta hennar sem verið er að vinna viö iþaðog það skipti, og að þessu leyti hefur vinnuaðastaðan einnig breyst til mikilla muna. Hlnn bjarti og vistlegi vlnnusalur Netagerðar Suðumesja Kefvíkingar, Suðurnesjamenn Námskeið í siglingafræði fyrir 30 tonna próf hefst um 20. janúar. Þorsteinn Kristinsson Simi1609 Fjölbrautaskólinn þver- brýtur byggingalög Að undanförnu hafa nemar i trésmiði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja verið látnir vinna æ meira að einhverju verklegu og um leið nytsamlegu, meira en áður þekktist. Hefur þarna verið um að ræða t.d. stækkun skólahússins við Sunnubraut, bygging biðskýlis fyrir SBK og nú síöast varákveð- ið að nemar yrðu látnir innrétta skólahúsiö sem keypt var af Einari Gunnarssyni og stendur viö löavelli. Ekki er nema gott til þess að vita að svona sé staðið að málum. Því er það heldur hjákát- legt að Fjölbrautaskólinn skuli hafa ætlaö að láta nemana innrétta húsið við Iðavelli án þess að sækja um leyfi bygg- inganefndar áður en farið var af stað. Eins og ætla má á skólinn að vera fordæmi væntanlegra smiöa fyrir því að fariö sé að lög- um, en byggingalög ekki huns- uð eins og þarnavar um að ræða. Vegna þessa máls hefur bygg- ingafulltrúi nú stöðvað breyting- ar á þessu húsi, en menn vonast þó til að málið leysist fljótlega og Fjölbrautaskóli Suðurnesja fari að lögum eins og vera ber. KEFLAVÍK Félagslegar íbúðir Ákveðið hefur verið að selja íbúðir þær sem í bygg- ingu eru á vegum Keflavíkurbæjar að Heiðar- hvammi 2-4. Um er að ræða 12 íbúðir, 2ja og 3ja herbergja. Áætlað er að íbúðum þessum verði skilað fullgerð- um í lok þessa árs. Umsóknum um kaup á íbúðunum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu Keflavíkur- bæjar ásamt vottorði um fjölskyldustærö, efna- hag og tekjur. Umsóknarfrestur er til 6. febrúar n.k. Bygginganefnd lelguíbúða á vegum Keflavfkurbæjar Prjónakonur Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og hnepptar. Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, miðvikudagana 28. janúar og 11. febrúar kl. 13-15. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. ösiififflm'ö' Sjómenn Keflavík og nágrenni Fylgist með stööu bátakjarasamningannaog hafið samband við skrifstofuna. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavfkur og négrennis

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.