Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.01.1981, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 15. janúar 1981 VÍKUR-fréttir Þrettándaskemmtunin: ólæti efftirlitslausra barna settu Ijótan svip ð skemmtunina Sl. föstudagskvöld fórfram hin slöbúna Þrettándabrenna ásamt öllu tilheyrandi þrettándanum, en þá haföi henni veriö frestaö um nokkra daga vegna óveöurs sem geisaöi á þrettándanum. Ekki er laust viö aö mikillar eftirvæntingar hafi gætt hjá fólki eftir þessari þrettándagleöi, þvl strax kvöldiö eftir aö brennan átti aö vera safnaöist fjöldi fólks saman á Iþróttavellinum, en þá varö engin brenna. Á föstudag- inn rann stóra stundin upp, þvf kvisast haföi um bæinn aö tendra ætti bálið þá um kvöldiö, og ekki vantaði aö (búar Keflavlkur og Njarövlkur fjölmenntu á völlinn. EFTIRLIT OQ SKIPULAG LÉLEGT Þegar þangað kom var ekki laust viö aö menn tækju strax eftir aö þrátt fyrir góöan tima til aö undirbúa þetta þá haföi viss hluti af undirbúningnum veriö vanræktur. Ekki vantaði lögregl- una, björgunarsveitina, bæjar- starfsmenn o.fl., en engu aö slöur virtist enginn hafa yfir- stjórn á svæöinu. Eins og oft vill veröa þegar mikill mannfjöldi er saman kom- inn til aö sjá eitthvaö, þá vilja allir vera fremstir og aö sjálfsögöu skapast þá mikill troöningur. Jú, þaö var búiö aö setja niöur nokkra staura og aumur band- þráöur lá þar hjé, en var strengd- ur I þessa staura þegar mann- fjöldinn var kominn á svæöiö. Hann gaf sig aö sjálfsögðu og þá gekk skarinn fram, þvl allirvildu sjá og auðvitaö skyggöu þeir á þá næstu og þá fóru þeir feti framar og svo koll af kolli, en ekki er hægt aö segja aö miklir til- buröir hafi veriö sýndir I þá átt aö halda uppi reglu þarna. LJÓTUR LEIKUR EFTIRLITSLAUSRA BARNA Þaö má meö sanni segja aö þaö sem setti hvaö Ijótastan svip á þessa skemmtun var þaö uppá- tæki barnanna aö þurfa sífellt aö vera aö grýta snjóboltum I þá sem tóku þátt I þessari skemmt- un og máttu sumir, eins og t.d. púkinn, Skugga-Sveinn og Ketill skrækur, prlsa sig sælan meö aö sleppa lifandi frá þessu, og nú fer maður aö skilja hvers vegna þessar skemmtanir eru svona sjaldan haldnar hér um slóöir. Ég held aö foreldrar ættu I rlkara mæli aö fylgja börnum slnum á skemmtanir sem þessar og stuöla þannig aö því aö þetta geti fariö slysalaust fram og svo mætti einnig dangla aöeins I rassinn á þeim sem ekki geta hegöaö sér eins og börnum sæmir. AÐEINS ÞEIR FREMSTU HEYRÐU ÞAÐ SEM FRAM FÓR Þeir mörgu áhorfendur sem ekki komust fyrir fremst viö sen- una urör aö láta sér þaö nægja aö vera aöeins áhorfendur að þvi sem fram fór, þvl hátalarakerfi þaö sem notast var viö þjónaöi ekki tilgangi slnum nema af tak- mörkuöu leyti. Þeir sem stóðu viö miðjuna og fyrir aftan heyrðu ekki neitt og er þaö miöur. FLUGELDASÝNING SEM MARGIR FÓRU A MIS VfÐ [ lokin gengu álfakóngur og drottning ásamt slnu frlða föru- neyti um völlinn og kvöddu mannfólkiö aö sinni, og töldu þá margir aö allt væri búiö og fóru heim, en gamaniö var ekki á enda, því svo fór fram mikil flug- eldasýning á vegum Björgunar- sveitarinnar Stakks og Hjálpar- sveitar skáta f Njarövlk. Var hún mjög tilkomumikil aðsögn þeirra sem hana sáu, en því miöur var ég einn af þeim sem var of fljótur Margt manna var viö af staönum, enda ekki mín sterk- asta hliö aö standa lengi úti I kulda. LOKAORÐ Þaö fer ekki á milli mála aö mikill meirihluti fbúanna hér I Keflavlk og Njarövlk vill að þessi skemmtun veröi árlegur viöburö- ur hór I bæjunum, og vil ég leyfa mór aö koma þeirri hugmynd aö þrettándabrennur veröi haldnar til skiptis I byggöarlögunum, og þá aö einhver félagasamtök I bæjunum taki þetta aö sér eins og nú er, og þá í samvinnu viö bæjarfélögin. þrettándabrennuna Meö þessum llnum mlnum er ekki eingöngu meiningin að tala um þaö sem miöur fór, heldur skal einnig getið þess sem vel er gert og þeir aöilar sem lögöu vinnu I að koma þessari brennu og öllu því sem henni fylgdi, af staö, eiga þakkir skiliöfyrirfram- lag sitt, og við skulum vona að betur takist til næst og þá sjái fleiri foreldrar sóma sinn I aö koma meö börnum slnum, því þetta er jú fyrst og fremst skemmtun barnanna, og þaö væri mjög leitt ef þyrtti að leggja þetta niður vegna skrllsláta eftir- litslausra barna. S.R.Vik. Fjölbrautaskóli Suöurnesja: Haustönn 1980 slitið Brautskráðir voru 42 nemendur Haustönn 1980 i Fjölbrauta- skóla Suðurnesja lauk meö skólaslitum sem fram fóru í iþróttahúsinu í Keflavík, föstu- daginn 19. des. sl. Lúðrasveit Barnaskólans i Keflavík lék undir stjórn Viöars Alfreðssonar, Tóm- as Tómasson, forseti bæjar- stjórnar Keflavikur, flutti ávarpaf hálfu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. og skólaslitaræðu flutti Jón Böövarsson, skóla- meistari. Brautskráðir voru 42 nem- endur: 7 iðnaðarmenn, 1 vélstjóri 1. stigs. 3 nemar af tveggja ára verslunar- og skrifstofubraut, 13 atvinnuflugmenn og 18 stúd- entar. Iðnaðarmannafélag Suður- nesja verðlaunaöi Þórhall Á. Iv- arsson. vélvíkrja, fyrir góða frammistöðu. Tveir nemendur af flugliðabraut, Jón M. Sveinsson og Sigriður Einarsdóttir. eina stúlkan sem lokið hefur atvinnu- flugmannsprófi hérlendis, hlutu einkunnina A í öllum fluggrein- um. I stúdentahópnum voru 15 konur. en aðeins 3 karlmenn. Þrjár konur i hópnum stunduðu nám i öldungadeild. Alls hafa 85 stúdentar brautskráðst frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. 18 stúdentar voru brautskráöir á haustönn 1980

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.