Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 15.01.1981, Blaðsíða 12
l^Z^rCÉTTIC | Fimmtudagur 15. janúar 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suöurnesjamanna. Hitaveita Suðurnesja: 6 MW gufuhverfill gangsettur í Svartsengi Þ. 20. des. sl. var gangsettur gufuhverfill hjá Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi, sem annast um 6MW rafmagnsframleiðslu. Viöstaddir voru iðnaðarráð- herra Hjörleifur Guttormsson, þingmenn kjördæmisins, sveit- arstjórnarmenn á Suðurnesjum o.fl. gestir. Við þetta tækifæri flutti Finn- bogi Björnsson, stjórnarform. H.S., ávarp og sagði m a.: orkuver sitt i Svartsengi um allt að 6 MW og reisa og reka flutn- ingslinur til þess að tengja orku- verið við orkuflutningskerfi Suð- urnesja." Ennfremur að ríkis- stjórninni sé heimilt að ábyrgj- ast lán er H.S. tekur í þessu skyni. Leitað var tilboða i hverfil og bárust4tilboð. Þann5/2 1980var undirritaður samningur um kaup á 6 MW hverfli frá Fuji Electric, Hlnn 6 MW gufuhverfill Marglr gestir voru vlðstaddlr athöfnina Kawasaki, Japan. Unnið hefur verið sleitulaust að byggingum og gufulögnum til þess að unnt væri aö hefja notkun hverfilsins sem fyrst, en eins og allir vita er vatnsbúskapur á hálendi lands- ins nú slæmur og allt viðbótar- Framh. á 10. siöu Úthlutað á Karvels-svæði í Njarðvík Bæjarstjórn Njarðvíkur hefur samþykkt að úthluta 9 lóðum við Borgarveg og Móaveg með umsóknarfresti til 10. jan. sl. Jafnframt verði lóðahöfum gert aö greiða auk gatnageröargjalds hluta af þeim kostnaði sem bæj- arsjóöur greiddi Karvel ögmundssyni vegna lóðanna. Bæjarstjórn samþykkti að gjald þetta verði nýkr. 15.000 á hverja lóð og greiðist á 3 árum með jöfnum árlegum afborgunum og hæstu lögleyfðu fasteignaveð- lánsvöxtum. ,,Það var á sl. hausti, nánar til- tekiö i nóv.-mánuði, sem ákvörð- un um kaup á 6 MW gufuhverfli var tekin. Þá höfðu stjórnendur H.S. haft málið lengi á viðræðu- stigi. En þann 9/11 1979 sam- þykkti ríkisstjórnin að greiða fyrir þvi að H.S. fengi leyfi til 6 MW rafmagnsframleiðslu. Árangur þeirrar samþykktar er frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/1974 um H.S., en þar segir m.a.: „Hitaveitu Suð- urnesja er heimilt að stækka raf- Nýr fram- kvæmda- stjóri hjá O.S.K. Nú um áramótin urðu fram- kvæmdastjóraskipti hjá Oliu- samlagi Keflavíkurog nágrennis. Ölafur Þorsteinsson, sem tók við framkvæmdastjórastarfinu 1. febrúar 1939, lét af störfum l.júlí 1980 eftir rúmlega 40 ára starf. Ólafur Björnsson gegndi síðan starfinu til áramóta, en þá tók við þvi Guðjón Ólafsson, sem áöur var framkvæmdastjóri Ólafs Lár- ussonar hf. Jólabarniö 1980 Jólabarnið 1980 fæddist á Sjúkrahúsinu í Kefla- vík á annan í jólum. Var það stúlka, sem vó 2620 g og var 49 cm. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Guðmundsdóttir og Jónas Eydal Ármannsson, Einholti 12, Garði. Fyrsti Keflvíkingur- inn 1981 Fyrsti Keflvikingurinn 1981 fæddistáSjúkrahús- inu i Keflavik á nýársdag kl. 18.30. Var það stúlka, sem vó 3220 g og var 52 cm. Foreldrar hennar eru Sigurlaug Ingvarsdóttir og Árni Ómar Snorrason, Háteig 16, Keflavik.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.