Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. maí 1981 9 VÍKUR-fréttir skotaskuld úr því að reka sjúkra- bifreiðina aö öllu leyti, eð alla vega eins og gert er annars staðar. í framhaldi af ofanrituðu hafði blaðið samband við formann Suðurnesjadeildar Rauða kross- ins, Baldur Guðjónsson, og spurðist fyrir um rekstur sjúkra- bílsins og hvers vegna þetta háa gjald væri innheimt hér syðra. Baldur sagöi gjaldið vera þaö sama og í Reykjavík, þó rekstur bílsins hér væri kannski með öðrum hætti en þar, en þetta væri gert samkvæmt samkomulagi sem gert var milli Rauöa kross- ins hér og bæjarfélaganna á sín- um tíma, en þar er gert ráð fyrir því að hagnaður af rekstri bílsins rynni til endurnýjunar á sjúkra- bílnum, en þetta væri dýrt farar- tæki sem að jafnaði þyrfti að endurnýja á þriggja ára fresti. Þá sagði hann að rætt hefði verið óformlega um breytingar á rekstri þessum og væri ekki frá- leitt að svo yrði. Að lokum sagði Baldur, að þar sem dýrt væri að senda þennan bíl í þá sjúkraflutninga sem ekki væri þörf á svona vel útbún- um bíl, væru nú uppi hugmyndir um að fá hingað annan bíl sem yrði léttari í meðförum og þá um leið ódýrari í rekstri, sem mundi þá ef til vill koma fram í lægra gjaldi. Dagana 11. og 12. marz sl. hélt Verslunarmannafélag Suður- nesja námskeið til útskýringar á lögunum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum, fyrir trúnaðarmenn sína. Lög þessi tóku gildi um síðustu ára- mót og var þetta námskeið haldið til þess að kynna þau fé- lögum í V.S. Lögin gera ráð fyrir að öryggistrúnaðarmenn og/eða öryggisnefndir séu tilnefndir á hinum einstöku vinnustöðum, og gilda þau um alla starfsemi þar sem einn eða fleiri menn vinna, hvort sem um er að ræða eiganda fyrirtækja eða starfs- menn. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Valur Margeirsson. STÓRFRAMKVÆMDIR Framh. af 11. sf&u Þá er undirbúningsvinna að svona framkvæmdum geysimikil og þarf að fara markvisst fram, og við höfum gengið ríkt eftir því að reyna að sjá fram í tíman eins og svona 2 ár og haga okkar málum í samræmi við það.“ Hvernlg eru svona fram- kvsmdir fjármagna&ar? „Við reynum að byrja að selja um leið og við hefjum fram- kvæmdir, vegna þess að þettaer yfirleitt ungt fólk sem kaupir af okkur og hefur ekki stórkostleg fjárráð, en þetta er mjög viðráð- anlegt fyrir það. Við tökum hús- næðismálalánin og það þarf ekkert að hugsa um það, og um eftirstöðvarnar er það að segja, að allt þetta unga fólk stendur alveg sérstaklega vel í skilum, svo aðdáunarvert er,“ sagði Anton að lokum. - HÚSEIGENDUR - Nú er rétti tíminn til að mála utanhúss. í tilefni af fegrunarvikunni veitum við 10% afslátt af allri málningu, frá 29. maí til 16. i _ /_r <l(opinn Hafnargötu 80 - Keflavík - Sími 2652 r Okurgjaldið fyrir sjúkraflutningana: Hreinn hagnaður fyrir Rauða krossinn í síðasta tbl. Víkur-frétta var rætt um okurgjald af sjúkraflutn- ingum, sem Suðurnesjadeild Rauða krossins innheimtir hér syðra. Við lestur greinarinnar er hætt við að mörgum finnist þetta ekki svo óeðlilegt, því rekstur sjúkrabíls, mannakaup o.fl. þ.h. sé það mikið að þess vegna verði gjaldið að vera svona hátt. Vegna þessa grennslaðist blaðið nánar um þessi atriði og kom þarfram, að Rauði krossinn greiðir ekkl laun þeirra manna er við sjúkrabifreiðina starfa, ekki heldur það bensín sem bifreiðin notar, né daglegt eftirlit með bifreiðinni. En hver greiðirþetta þá? Svarið er: Sjúkrahúsið og þar með sveitarfélögin á Suður- nesjum sem eru eigendur þess. Af þessu háa gjaldi greiðir Rauði krossinn því bílinn sjálfan svo og meiri háttarviðgerðir, enaðsögn þeirra sem þurfa að fá greitt fyrir þessar viðgeröir, er ekkert of gott að innheimta þær. Þurfi Sjúkrahúsið að senda sjúkling til Reykjavíkur með sjúkrabílnum, verður það þrátt fyrir þetta að greiða fullt gjald eins og hver annar. Sjúkrahúsið greiðir mest allan reksturskostnað án þess að fá nokkuð af innheimtu gjaldi fyrir sjúkraflutningana, en þaðerhins vegar hreinn hagnaður fyrir Rauða krossinn, nema óhapp komi upp og endurnýja þurfi bíl- inn, sem hlýtur að vera verulega lítið prósent af innkomu. Gjald það sem innheimt er og var 700 kr. fyrir hækkun 1. marz sl., eða um helmingi hærra en taxti leigubifreiða eftir hækkun 1. marz, er að vísu það sama og gildir í Reykjavík, en þar er því þannig varið að að Rauði kross- inn greiðir allt viðhald og dag- legan rekstur, þ.á.m. bensínið, að undanskildu mannakaupi. Þá vaknar sú spurning, af hverju getur þetta ekki veriðeins hér, og hvort ekki sé hægt að lækka gjaldið að öðrum kosti? í umræðum um þessi mál má einnig hafa það hugfast, að á spilakössum þeim sem Rauði krossinn rekur og græðir vel á, stendur að ágóðanum sé m.a. varið til reksturs sjúkrabifreiða, þannig að á þessu sést að Rauða krossinum ætti ekki að vera Námskeið um vinnuvernd

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.