Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 12
wŒRrmjim j Miðvikudagur 27. maí 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Hús Þroskahjálpar við Suðurvelli: Framkvæmdir hafnar Eins og sagt hefur veriö frá hér í blaöinu stendur félag Þroska- hjálp á Suöurnesjum í þeim stórræöum að byggja hús yfir starfsemi sína. Félagið hefur fengið styrk úr Framkvæmda- sjóöi þroskaheftra og öryrkja til þess aö hefja framkvæmdir. Laugardaginn 18. apríl sl. var byrjaö aö grafa fyrir húsinu, en þar á að vera endurhæfingarstöð og leikfangasafn, auk þess mun félagsstarfsemin fara þar fram, stjórnarfundir, opiö hús o.fl. Stjórn ÞS tók þá ákvöröun að kjósa nefnd til þess að fara meö byggingarframkvæmdir og leitaði þá til félagsmanna utan stjórnarinnar. Nefndin er þegar tekin til starfa, en í henni eru þrír Líf og fjör á gæsluvelli Þaö var líf og fjör á gæsluvell- inum viö Miötún um daginn, er viö áttum leið þar framhjá. Við brugðum okkur aðeins inn fyrir, tókum nokkrar myndir og ræddum viö gæslukonurnar, en þær eru þrjár. Aö sögn þeirra eru venjulega um 80 börn á vellinum eftir hádegi og um 20 fyrir há- degi, en fyrst eftir að opið var allan daginn þá voru á annaö hundraö börn eftir hádegi, komst mest (107. Um aðbúnaðinn á vellinum sögöu þær aö hann væri ekki of góöur, og bentu á hólinn viö bjálkakofann, sem nauösynlega þyrfti aö laga vegna slysahættu. Þá væri inniaöstaða engin, t.d. væri ekki hægt aö láta börnin drekka nema þegar vel viðraði, því þau yröu aö sitja úti á stétt- inni framan viö húsiö. Samkvæmt skýrslu frá félags- málafulltrúa er Miðtúnsvöllurinn mest sótti völlurinn (hinir eru viö Ásabraut og Baugholt), og skýr- inguna á því töldu þær vera þá helsta, aö hann væri kannski mest miðsvæðis. Ekki var aö sjá að börn in heföu áhyggjur af aöbúnaðinum, þau undu sér vel í vorblíöunni viö leik í sandkassa, rólum o.fl. er viö yfirgáfum staöinn. Völlurinn er opinn frá kl. 9-12 og 13-17. Bömln drekka á stéttlnnl framan vlö húalö menn, Siguröur Ólafsson, Jón Quölaugsson og Ingiþór Geirs- son, og er Siguröur formaður nefndarinnar. Fyrsta verk nefndarinnar var aö leita til verktaka til þess aö grafa fyrir húsinu. Sigurjón Helgason verktaki tók þaö aö sér og vann fljótt og vel. Einnig sá hann aö hluta um ífyllingarefni I grunninn. Vörubílastöö Keflavík- ur tók aö sér að aka ef ni I uppfy II- ingu og Rekan hf. ýtti úr, sléttaöi og þjappaöi efnið, þannig aö nú er hægt aö fara aö slá upp fyrir grunninum. Þaö skal tekiö fram, aö þeir aöilar sem komiö hafa hér við sögu hafa allir gefiö vinnu sína og er þaö ekki lítils viröi fyrir félagið, sem á lítið I sjóöum. Ákveðiö er aö kaupa eininga- hús af fyrirtækinu Húseiningum á Siglufirði og er veriö að semja um kaup og afhendingartíma, sem mun veröa um miöjan ágúst n.k. Tími sá, þar til húsiö kemur mun veröa notaður til þess aö byggja sökkul undir húsiö og ganga frá lóð umhverfis það, þannig aö allt veröi tilbúiö þegar húsið kemur á staöinn. Talsverða uppfyllingu vantar I lóöina, því hækka þarf hana tals- vert miðaö við húsiö, og væri vel þegiö ef einhverjir væru aö losa sig viö mold eða uppgröft að fá það á staðinn. Menn frá Húseiningum munu hafa umsjón meö uppsetningu þegar að því kemur að reisa húsiö og koma þeir til meö aö þurfa aðstoðarmenn viö verkiö. Kiwanisklúbbarnir á Suöurnesj- um sem hafa á undanförnum árum sýnt félaginu mikinn velvilja með gjöfum á ýmsum tækjum, hafa tekið vel I aö aðstoða við bygginguna, en þeir hafa innan síns félagsskaparalls konar iönaöarmenn. Meistarar sem hafa tekið aö sér verkefni hver á sínu sviði, eru Sturlaugur ólafsson, húsasmföa- meistari, Hjalti Ólason múrara- meistari, Ólafur Erlingsson pípu- lagningameistari og Sigurður Ingvarsson rafvirkjameistari. [111111 *« Heimir hf.: Selur tvo báta - kaupir einn Heimir hf. hefur gengiö frá sölu á m.b. Heimi KE77til Stokks eyrar og kaupir I staðinn m.b. Árna Magnússon ÁR 9, 184 tonna stálbát. Eldri Heimir var 100 tonna stálbátur. Þá hefur blaöið heyrt, sam- kvæmt óstaðfestum fregnum, að fyrirtækið hafi einnig selt m.b. Sigurbjörgu KE 14, sem er 65 tonna eikarbátur, til Hvamms- tanga.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.