Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.07.1981, Page 3

Víkurfréttir - 09.07.1981, Page 3
VÍKUR-fróttir Fimmtudagur 9. júlí 1981 3 SPORTPORTIÐ: Opnar eftir breytingar Sportportiö, Hringbraut 92 í Keflavík, hefur opnaö aftur eftir 9agngerar breytingar. Komnar eru nýjar innréttingar frá Þrígrip í Reykjavík, og breytingar geröar á fyrirkomulagi verslunarinnar. Þar er nú sjálfsafgreiösla komin á og geta viðskiptavinir gengið að vörunni og valið sjálfir. Þarer nú nýtt fyrirkomulag varðandi Friðrik Ragnarsson í verslun sinni, Sportportinu skó, sem hengdir eru upp í einu horninu. Þá hafa tveir mátunar- klefar verið settir upp. Á boðstólum hefur verslunin nýtt vörumerki í gallabuxum, MAKO, á börn og fulloröna, og meö haustinu er fyrirhugaö aö vera meö kuldajakka, blússurog boli frá sama fyrirtæki. Einnig ARENA bikini baöföt, hnébuxur og bolir, og allt fyrir veiðimann- inn - nema laxinn. Þá eru á boðstólum flestar íþróttavörur. Heilsugæslustöðin: Fái meira rými í framtíðinni Á fundi í stjórn Heilsugæslu- stöðvar Suðurnesja 20. maí sl. var rætt um byggingarmál stöðv- arinnar og fyrirkomulag í henni. Fram kom ábending frá læknum stöðvarinnar, að gera þarf ráð fyrir meira rými í framtíðinni og ekki megi þrengja svo mikið að starfseminni að húsnæðið verði of lítið innan tíðar. Stjórnin er sammála þessu sjónarmiöi og telur nauðsynlegt að tekiö verði tillit til þessara sjónasrmiða við framtíðarhönnun sjúkrahússins. Þá var bent á nauðsyn þess að hægt sé að ná talstöövarsam- bandi viö vakthafandi lækna í vitjunum. Fram kom að hugsan- lega tæki sjúkrasamlögin þátt í slíkum kostnaði. Samþykkt var að kanna hvort slík þjónusta gæti verið veitt af næturvakt sjúkra- hússins. Fengist hefur heimild til ráðn- ingu í eina stöðu hjúkrunarfræö- ings við Heilsugæsluna. Stjórn- in samþykkir að skólahjúkrun í Keflavík verði í höndum H.S. á sama hátt og í öðrum sveitarfé- lögum á Suðurnesjum samkv. lögum. Skólahjúkrunarfræðingi, sem nú starfar i Keflavík verði gefinn kostur á stöðunni. SHARP myndsegulbandið byggirá háþróaðri japanskri örtölvutækni og árangurinn er líka ettir því — myndsegulband sem ekki á sinn líka í mynd gæóum og tækninýjungum. VC-7300 VC-7700 FATAVAL - Hafnargötu 31 - Keflavík - Simi 2227

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.