Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 22. október 1981 1& Eignamiðlun Suðurnesja auglýsir: Opnum föstudaginn 23. október n.k. skrif- stofu í Grindavík, að Víkurbraut 40 n.h. Opið alla virka daga frá kl. 9-12 og laugardaga kl. 9-16. Sími 8245 Aðalfundur Þingeyingafélags Suðurnesja verður haldinn á Vík, sunnudaginn 25. októ- ber kl. 14. - Mætið vel. Stjórnin SOLSTISIPS8 Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Verið tímanlega fyrir hátíðarnar. SIISLSTISliaS Hafnargötu 20 - Keflavík - Sími 1007 Tónlistarhátíð NFS verður haldin föstudaginn 30. okt. í Félags- bíói. - Messoforte - Box og ýmsir listamenn. Miðaverði stillt í hóf. Nemendafélag Fjölbrautasköla Suðurnesja Páll Jónsson tekur viö bikarnum af Helga Jónatanssyni Firmakeppni í hraðskák Dagana 13. og 20. sept. sl. var haldin firmakeppni í hraðskák, sem Skákfélag Keflavíkur sá um. 25 fyrirtaeki tóku þátt í keppninni og var keppt í riðlum. Sparisjóðurinn í Keflavík bar sigur úr býtum í úrslitariðli og fær því til varðveislu í eitt ár veg- legan farandbikar, sem Verslun- arbankinn í Keflavík gaf til keppninnar. Keppandi var Haukur Bergmann og hlaut hann 4 vinninga af 5 mögulegum. I 2. sæti varð Kaupfélag Suðurnesja með 3V4 vinning (Björgvin Jóns- son), og Keflavíkurverktakar hlutu einnig 3'/2 vinning (Vignir Guðmundsson). éttir FATAVAL Vinsældalistinn 1. (-) CLASSIC ROCK - Rock Classics 2. (-) HEAVY METAL - Ýmsir 3. (2) SHAKY - Shakin’ Stevens 4. (4) FIRE OF UNKNOWN ORIGIN. - Blue öyster Cult 5. (-) GHOST IN THE MACHINE - The Policeí 6. (3) STARSON 45 - Starsound 7. (-) SONGS IN THE ATTIC - Billy Joel 8. (7) MEÐ TÖFRABOGA - Graham Smith 9. (-) 7 - Madness 10. (-) DANCE, DNCE, DANCE - Ýmsir LÖGBANN Framh. af 1. síðu að við höfum nokkra hugmynd um hvað úr verður. Olíuleiðslan liggur á kafla meðfram húsveggj- um í Móahverfinu og það verður að fjarlægja hana. Að moka yfir leiðsluna er engin lausn." Hvaöa áhrif mundi þaö hafa á vandann ef Siglingamálastofnun gæfi jákvæöa umsögn um oliu- leiösluna og tankana? ,,Ég þykist það kunnugur þessu máli, að ég viti að Sigl- ingamálastofnunin gæti ekki gert það, miðað við þær kröfur sem hún gerir annars staðar." Ólafur benti á að sumir teldu að það mundi kosta stóra upphæð að fá sett lögbann á notkun oliuleiðslunnar, en kvaðst vera ósammála því. ,,( varnarsamningnum stendur, að við hagsmunaárekstra hersins og (slendinga skuli íslenskir hagsmunir ráða. Einnig myndi ríkið taka þátt í kostnaðinum," sagði Ólafur að lokum. „Er á móti tillögunni“ - segir Karl Sigurbergsson Á umræddum fundi lagðist Karl G. Sigurbergsson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins. gegn tillögu Ólafs og lagði fram aðra, þar sem lagt er til að leysa vandann á grundvelli hugmynd- ar komnafrá Esso. Þarer gert ráð fyrir að leiðslan verði grafin i jörð og oliutankarnir fluttir af svæð- mu. Aðspurður um tillögu Ólafs sagöi Karl: ,,Ég er á móti tillögunni vegna þess að hún leysir engan vanda og gæti sett málið í sjálfheldu. Einnig er mjög ólíklegt að fá lög- bann sett á leiðsluna, og þó að það fengist þá stæði það ein- ungis þangað til Siglingamála- stofnumn gæfi samþykki sitt á notkun leiðslunnar og tankanna. sem næstir eru byggðinm. og festi þar með leiðsluna i sessi og tankana þá líka. Mér fmnst það numer eitt að fá tankana í burtu, ut af mengunarhættunni, og að gengið yrði þannig frá leiðslunm að hún stæði ekki í vegi fyrir skipulaginu. Tillaga Ólafs miðar ekki að lausn þessara þátta.1' Ert þú ánægöur meö ákvöröun utanrikisráöherra? ,,Nei, ég er ekki ánægður með hana, því hún leysir ekki vand- ann. Olíumengunarvandinn er fyrir hendi eftir sem áður og skipulagsvandinn ekki leystur nema að hluta. Það er talað um að hylja leiðsluna, en ég get ekki séð að það leysi neinn vanda.” VtKURBÆR Framh. af baksíðu markaðina i Reykjavík." Eins og áður segir gjörbreytti Ómar búðinni. Hann breytti inn- gangi og hannaði sjálfur út frá því allt fyrirkomulag verslunar- innar. Þess má geta, að fyrst þegar Ómar fluttist hingað til Keflavíkur hóf hann einmittstörf í Víkurbæ og var þar þangað til hann hóf rekstur Kosts. Hann hefur verið verslunarmaður i 17 ár og vann við útstillingar á Akureyri þegar hann bjó þar og vann jafnframt að verslunarmál- um og skipulagningu verslana. Ómar mun reka Kost áfram i a.m.k. eitt ár i viðbót, vegna leigusamnings, og verður opið þar áfram eins og venjulega. Víkur-fréttir óska Ómari til hamingju með framtakið og óska honum velfarnaðar i framtíðinni. SKORTUR Á VIRKU . . . Framh. af 7. síðu ætti ekki að geta komið tií. Em- bættismenn eru jú eingöngu framkvæmdavald, þeir fram- kvæma eingöngu þær hugmynd- ir sem koma fram í nefndum." Hvernig verður uppstillingu í hinu nýja framboði hagað? Er hugmyndin að vera með prófkjör? Sagði Valdimar að þetta atriði hefði ekki verið rætt ennþá. Hann byggist hins vegar við því aðefntyrði til lokaðs próf- kjörs innan hópsins. Þá spurðum við hvort sá hópur væri stór eða hvort hann væri mjög virkur. Sagði Valdimar að hugmyndin hafi verið rædd i þröngum hópi. „Hins vegar hafa undirtektir verið góðar meðal fólks úr öllum flokksfélögum." Að lokum spurðum við Valdim- ar hvað yrði um Framsóknar- flokkinn í kjölfar þessara breyt- inga. „Það er harla lítil von á að til verði ungir menn til að taka við, þar sem kjarninn hefur þjappað sér saman um hið nýja framboð."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.