Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 2
'Z F.immtudagur 22. október 1981 Míkur fCÉTTIC Ritstjórn og ábyrgöarmenn: Elías Jóhannsson, sími 2931 Siflurjón Vikarsson, simi 2968 Emil Páll Jónsson, sími 2677 St§in'grimur Lilliendahl, sími 3216 Páll Vilhjálmsson, sími 2581 Einar Páll Svavarsson Ritstj. og augl.: Hringbraut 96, Keflavik, sími 1760 Setning og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavík Trésmiðja rwf Keflavíkur sf. f\ Bolafæti 3, Njarðvík Símar 3516, 3902 og 1934 Sérsmíðum ELDHOSINNRÉTTINGAR, BAÐINNRÉTTINGAR FATASKÁPA og SÓLBEKKI. Föst verðtilboð - Vönduð vinna - Hagstætt verð. KEFLAVÍK Útsvör Aðstöðugjöld Fjórði gjalddagi eftirstöðva útsvara og að- stöðugjalda er 1. nóvember n.k. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttarvexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavíkurbæjar Höfum hin frábæru SEMPERIT radial-vetrardekk Einnig aörar tegundir nýrra og sólaðra dekkja. AÐALSTOÐIN h.f. Bílabúð — Sími 1517 VÍKUR-fréttir Frá v.: Eigendur Rekstrartækni sf., Kristján Sigurgeirsson og Gísli Er- lendsson, og Már Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri í Keflavik. Rekstrartækni sf. opnar í Keflavík I byrjun þessa mánaöar opn- aöi rekstraráðgjafa- og tölvu- þjónustufyrirtækið Rekstrar- tækni sf. i Reykjavík, skrifstofu að Hafnargötu 37a, í Keflavík. Með því hyggst fyrirtækið flytja til heimabyggðar megnið af þeirri vinnu, sem unnin er fyrir fyrirtæki á Suðurnesjum, auk þess að opna fleiri fyrirtækjum möguleika á að nýta sér þjón- ustu Rekstrartækni sf. Teljaverð- ur verulegt hagræði fyrir við- skiptavinina að geta nu snúið sér til skrifstofu á svæðinu með þjónustu, frekar en sækja hana til Reykjavíkur. Á þetta sérstak- lega við rekstrarráðgjöf og tækniþjónustu. Á undanförnum tíu árum hefur starfsemi Rekstrartækni sf. á Suðurnesjum einkum beinst að fyrirtækjum tengdum sjávarút- vegi. Má þar nefna, að fyrirtækið hefur gegnt þýðingarmiklu hlut- verki við hönnun, viðhald og þró- un afkastahvetjandi launakerfa (bónus) í frystiiðnaðinum. Auk þess hefur Rekstrartækni sf. beitt sér fyrir ákveðnu samstarfi þeirra frystinúsa, sem njóta þjón- ustu fyrirtækisins í formi mán- aðarlegra funda, þar sem stjórn- endur frystihúsanna bera saman bækur sínar og skiptast á sam- anburðarhæfum upplýsingum. Á sama tíma hafa nokkur iðn- aðar- og verslunarfyrirtæki á svæðinu notið þjónustu fyrir- tækisins, m.a. hefur eitt iðnfyrir- tæki verið tengt tölvubúnaði Rekstrartækni sf. um símalínu um nokkurt skeið. Rekstrartækni sf. í Keflavík er þannig ætlað að veita alhliða rekstrarráðgjöf og tækniþjón- ustu með tæknimönnum stað- settum í Keflavík, í nánu sam- starfi við tæknideild Rekstrar- tækni sf. í Reykjavík. ( tölvuvinnslu stendur við- skiptavinum til boða allur hug- búnaður Rekstrartækni sf. í Reykjavík, auk aðgangs að öfl- ugum tölvubúnaöi fyrirtækisins. Með því að færa þannig starf- semina nær viðskiptavinunum vonast Rekstrartækni sf. til þess að geta enn betur sinnt þjónustu- hlutverki sínu við fyrirtæki á sviði iðnaðar, verslunar og þjónustu, auk fiskvinnslu og útgerðar. Framkvæmdastjóri Rekstrar- tækni sf. i Keflavík er MárSvein- björnsson rekstrartæknifræð- ingur. Dagstjarnan og Bergvik: Enn bilaðar Eins og fram kom hér í blaðinu fyrir nokkru, biluðu báðir skut- togararnir Dagstjarnan og Berg- vík í ágústbyrjun, og var áætlað að viðgerð tæki hátt á annan mánuð. Viðgerð á aðalvélum beggja skipanna hefur hins vegar dregist það, að báðir tog- ararnireru enn i slipp til viðgerð- ar og hafa því verið frá veiðum á þriðja mánuð, sem er mjög baga- legt fyrir útgerð þeirra. Fisk-Ex sf. Karl Ketill Arason, Njarðvík, Einar Þór Lárusson, Grindavík, Tor Jón Nilsenog JóhannesAra- son, Garði, hafa stofnað sam- eignarfélag í garði undirnafninu Fisk-Ex sf. Tilgangur félagsins er útflutn- ingur sjávarafurða, svo og inn- flutningur sjávarefna, tækja og annars til verkunar sjávarafurða. Framkvæmdastjóri er Einar Ara- son, Njarðvík. Leiðrétting ( gjafa- og áheitalista Þroska- hjálpar i síðasta blaði var mein- leg villa. Þar var sagt frá 300.000 kr. gjöf frá Svövu Árnadótturog Sigurbirni L. Guðnasyni. Hið rétta er, að gjöfin er frá Svövu ÁrnadótturogGuðnaSig- urbjörnssyni, Faxabraut9, Kefla- vík, til minningar um Sigurbjörn L. Guðnason og Sigriði Þ. Sig- urbjörnsdóttur. Þroskahjálp biður viðkomandi aðila velvirðingar á þessum mis- tökum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.