Verslunartíðindi - 01.11.1923, Blaðsíða 7
VERSLUN ARTlÐINDI
123
aðila fyrir rannsókn sína eða upplýsing-
ar hins.
í 20. gr. er svo gert ráð fyrir að frv.
geti orðið að lögum 1. jan. 1924 og þá
jafnframt talin upp þau lagaboð, sem falli
þá samtimis úr giidi.
Þá er lokið lýsingu á frv. þessu. — Að
sjálfsögðu er hægt að koma fram með
margar og miklar mótbárur gegn því og
athugasemdir við það. —
Það á líka eftir að ganga gegnum hreins-
unareld alþingis og gagnrýni þeirra, sem
þessi mál láta sig skifta. — Verður þá
vonandi margt bætt en engu spilt. —
En eitt er víst — og það er það, að
frv. er samið af góðum hug til verslunar-
stjettarinnar. — Og ef það nær þeirri upp-
hefð að verða að lögum og þeim lögum
verður framfylgt, er jeg viss um að
það á eftir að bæta mikið kaupmanna-
stjettina íslensku í framtíðinni og gera
hana færa um að verða máttarstoð þjóð-
fjelagsins. —
Lárus Jóhannesson.
Skýrsla
til Stjórnarráðs íslands, um erindisrekstur
P. A. Ólafssonar til Eystrasaltslandanna,
Póllands og Tjekkoslóvakíu sumarið 1923.
Jeg lagði í þennan leiðangur frá Reykja-
vík 16. júlí, og kom aftur með Botníu 22.
október.
Fór jeg eins og til stóð um þessi lönd:
Finnland, Estland, Danzig, Lettland, Lit-
hauen, Pólland og Tjekkóslóvakíu og rann-
sakaði þar eftir föngum, söluhorfur fyrir
íslenskar afurðir.
Það skal þegar tekið fram, að til þess
að geta rannsakað nokkuð ýtarlega sölu-
mögulegleika í þessum löndum, hefði mað-
ur þurft að geta haft mun meiri tima
fyrir sjer, og farið um alla helstu bæi í
hverju landi, og dvalið mun lengur, en
jeg gerði í aðal-bæjunum. En að undan-
teknu Finnlandi, þar sem jeg dvaldi í 12
daga og heimsótti 4 helstu staðina, gat jeg
aðeins haft fárra daga viðdvöl í hverjum
höfuðbæ hinna landanna.
I alveg óþektum löndum og bæjum, og
sjerstaklega þar, sem að nokkru leyti
verður að eiga undir öðrum með málið, þá
vinst lítið hvern daginn. Það bagaði líka,
að á þeim tima er jeg fór gat jeg ekki
fengið nein sýnishorn með mjer. En það
er eitt höfuðskilyrðið til þess að tilætluð-
um árangri verði náð sæmilega. Mán-
uði eftir burtför mína fjekk jeg að vísu
send sýnishorn af síld og ull, en það fór
misjafnlega um þær sendingar, og á marga
staðina komu þær fyrst löngu eftir að jeg
var farinn þaðan.
Framvegis verður að leggja mikla
áherslu á, að sendimaðurinn hafi sjálfur
meðferðis sýnishorn af öllum þeim afurðum,
sem hann á að leita fyrir sjer með, allt í
haganlegu fyrirkomnu íláti. Það mundi
ekki eingöngu ljetta fyrir erindinu, en
jafnframt spara mikið fje, sem ella fer í
flutningskostnað, tolla o. fl.
Hagskýrslunum er í þessum löndum,
ekki síður en víða annarstaðar, mjög ábóta-
vant. Þar sem á þeim er þó helst að
byggja um sölumöguleikana, þá er það
bagalegt mjög i svona erindagjörð, ýmist
að geta ekki fengið opinberar skýrslur,
eða þá alls ófullnægjandi, og í mörgum
tilfellum að verða að byggja á eða draga
líkur af því, sem Pjetur og Páll segir.
En þrátt fyrir öll framangreind vand-
kvæði, hefi jeg gert mitt besta til að ferð-
in gæti þó borið einhvern árangur, og skal
nú nánar skýrt frá horfunum og þeim
upplýsingum, sem jeg átti kost á að fá.