Verslunartíðindi - 01.11.1923, Síða 9
VERSLUNARTÍÐINDI
125
ina býst jeg við að liggi nokkuð í því,
að tolllur er greiddur af innihaldinu og við
það koma kaupendur til að borga ca. 0.16
aura danska pr. kg. fyrir meira eða minna
af saltinu.
Væri gert eitthvað verulegt til þess, býst
jeg við að ekki liði á löngu þar til hægt
væri að selja töluvert af ísl. sild til Finn-
lands. En til þess þyrfti helst að dreifa
50/100 tunnur fyrir ekkert um ýmsu helstu
staðina, auglýsa fyrirfram að ákveðna daga
yrði Í8l. síld útbýtt (hrárri eða matreiddri)
til smekks. Góður maður þyrfti auðvitað
að fylgja sildinni og ætti hann jafnframt
að ótbýta prentuðum »Reklame«—blöðum,
um hvernig sildin er meðfarin, gæði henn-
ar, fituinnihald og þær tryggingarráðstaf-
anir, sem gerðar eru af hálfu þess opin-
bera til þess að kaupandinn fái sem besta
vöru. Væru slíkar ráðstafanir gerðar, og blöð-
in jafnframt fengin til þess að skrifa um
málið, þá býst jeg við að þegar í stað
mætti selja töluvert. Til þess svo að geta
haft sem best not af ferðinni ætti sami
maður að hafa með slatta af ull, fóður-
mjöli og ef til vill fleiru, til þess að gera
það jafnframt kunnugt.
Síldartollurinn er gífurlega hár í Finn-
landi. Verði hann lækkaður í vetur að
mun eins og verið er að berjast fyrir,
mundi það vafalaust auka innflutning að
mun.
Ull. Af henni er mikið flutt inn til
Finnlands, en mestmegnis frá Bretlandi
(um 75%)- Frá Danmörku hafa komið
1922: 150 tonn. Aðal ullarverksmiðjurn-
ar eru í Tammerfors. Sýnishornin, sem
mjer voru send komu ekki fyr en daginn
áður en jeg fór frá Helsingfors. Jeg gat
því ekki haft þau með mjer til hinna
bæjanna. Þeir fagmenn, sem jeg átti tal
við um ull, sögðu að aðal iðnaðurinn væri
úr finni ull. Grófari ull væri aðallega
notuð til hermannabúninga og teppa, en
til þess gengi varla meir en 15—20% &f
innflutningnum samanlögðum. Til þessarar
notkunar mundi mega selja ísl. ull þar.
í Víborg er verksmiðja fyrir tilbúning
á þófastígvélum, sem ósköpin öll eru
seld af þar austur frá í vetrarhörkun-
um.
Vinnur hún úr 100 þús. kíló af ull á
ári og eingöngu úr óþveginni ull, mest
haustull. Þekti hún vel ísl. haustull og
sagðist hafa keypt töluvert af henni und-
anfaríð ár, frá Bergen. Eru nokkrar fleiri
slíkar verksmiðjur í Finnlandi.
SJcinn og gœrur: Af þeim er mikill
innflutningur, en meiri hlutinn mun þó
vera húðir. Af söltuðum gærum hefur
mjög lítið verið flutt inn, en mest snoð-
kliptar gærur þurkaðar og rökuð skinn.
1922 hafði verð á snoðkliptum norskum
gærum verið 3 kr. kílóið. Þeir sem jeg
átti taí við sögðust telja líklegt, að hægt
mundi að selja saltaðaðar gærur, ef þær
líkuðu og stærð og verð væri hæfilegt.
En af því að þeir ekki þektu saltaðar
gærur gætu þeir ekkert staðhæft fyr en
þeir sæju sýnishorn.
Fóðurmjöl er ótrúlegt að ekki væri hægt
að selja til muna, með jafnmiklum inn-
fiutningi, sem á því er.
Af því að jeg hafði ekki neitt sýnis-
horn, gat jeg ekki fengið neinar ábyggi
legar upplýsingar um þetta efni. Eftir
hagskýrslunum að dæma hefur meðalverð
á því verið 1922 fm. 2.20 kg.
SaltfisTcur: Af honum er litið flutt inn,
og eftir því, sem jeg gat komist næst,
sama sem engin eftirspurn. Sama er með
saltkjöt, en margir töldu þó líklegt að
hægt myndi að selja nokkuð af því.
Innflutningstottur: Af salt síld 1 fm.
kilóið, kryddsíld 3 fm., ull 0,15, lýsi 0,50,
klipfiski & saltfiöki 1,00, saltketi 0,90,
æðardún 8,00, gærum og skinnum enginn.
Af kryddsíld reiknast tollurinn af brutto