Verslunartíðindi - 01.11.1923, Síða 11

Verslunartíðindi - 01.11.1923, Síða 11
VERSLUNARTÍÐINDI 127 víða í 2 röðum aðeins. Jeg sá þarna ísl. frá 1922. Leit hún mjög vel út, stíf og búkföst. Tunnu með 110 kg., 400 stk. seldu þeir á 1400 rbl. Jeg sá þarna b'ka bæði skotska og norska síld, margar teg- undir. Sú skotska var frá 1923, tvær stærðir 650 og 900 í tunnu, en hvoru- tveggja með netto 125 kg. innihaldi, að sagt var. Var cif. verð á henni sagt 25 shillings tunnan, ljómandi falleg síld og ágætur frágangur. Norsk sild var þarna líka frá 1922, 5—600 stk. í tunnu með 115 kg. Var hún mögur en stíf og kvið- föst, og frágangur var ekki eins góður og á þeirri stotsku. Smásöluverð á torginu var 4—6 rbl. stykkið, eftir stærð. Þar sögðu þeir að ísl. síldin væri kölluð »kongasíldin«. Hún kærni ekki fyr en í okt.—nóv. líkaði vel, en þætti nokkuð stór. I Lettlandi eins og hinum Eystrasalts- löndunum er það breska síldin, sem hefur algjörleg yfirtökiu. Er það sum- part vegna stærðarinnar, góðs frá- gangs og að hún haldi sjer betur, og kanske ekki síst vegna hagkvæms greiðslu- máta fyrir kaupendur. Það þykir og kost- ur hve mikið er i tunnunum, vegna tolls- ins, sem greiddur er af tunnunni, og eins flutningsgjöld með járnbrautum, því af síldinni er selt og sent mikið bæði til Póllands, Lithauen og Rússlands. Ull: í Lettlandi eru allstórar ullar- verksmiðjur, sumar með alt að 400 verka- mönnum. Nokkuð myndi sjálfsagt mega selja þangað af ísl. ull, en jeg býst þó ekki við að það yrði neitt verulegt. Sama er að segja með gœrur, og væri það þá helst til Libau. Af lýsi selst nokkuð, en flestir kaupendur taka aðeins 10—20 tunn- ur í einu og er því vonlítið um nokkra verulega sölu, nema því eins að hægt væri að hafa þar »lager«. Klipfisliur: Eins og í hinum Eystrasalts- löndum er mjög óveruleg sala af saltfiski í Lettlandi. Lettar stunda sjálfir fiski- veiðar og er talið að um 10 þús. manns hafl atvinnu af þeim. Er fiskurinn seldur mestmegnis nýr. lnnflutningstollur: Af saltaðri síld 250 rúblur tunnan (’/i eða 2/f), af kryddsíld eða niðurlagðii síld í smáilát af kilóinu bruttovigt 150 rúblur, af lýsi 8 rbl. kg., af klipfiski 75 rbl. og æðardún 400 rbl. Skinn, ull, gærur og kjöt er tollfritt. Myntin er lat á 50rúblur eða 100 cent. Alment er talið með rúblum. Gengið hef- ur verið mjög misjafnt undanfarin ár. 100 danskar kr. svöruðu til að meðaltali 1920: 1800 rbl., 1921: 59,60 'rbl., 1922: 4900 rbl. og í ágúst 1923: 4700 rbl. Síðustu 2 árin hefur það haldið sjer nokkuð jafnt. Utlönö Danmörk. Útdráttur úr fjetttaskeytum, sem sendi- herra Dana hefur sent Verslunarráðinu. Álit gengismálanefndarinnar dönsku er nú komið út. Segir í því, að þrátt fyrir verðfall dönsku krónunnar, verði að álíta að almennar fjárhagsástæður landsins sjeu eins góðar nú og þegar ófriðurinn hófst. Landbúnaðurinn gengur að óskum og í öðrum atvinnugreinum fer vinna ávalt vaxandi. Megi þessvegna búast við hækk- andi gengi krónunnar. Nefndin gerir þá til lögu að komið sje upp gengisjöfnunarsjóði til þess að fyrirbyggja gengisbrall. Eiga þjóð- bankinn og hinir stærri einkabankar að leggja sjóðnum til fje, jafnframt ríkinu. Verslunarjöfnuðinn á að bæta með bráða- birgðaákvæðum um verslunarmál, er miði að því að takmarka innflutninginn og auka útflutninginn. Samkomulag einstaklinga um verð á að hindra og halda innan

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.