Verslunartíðindi - 01.04.1924, Qupperneq 10
44
VEBSLUNARTÍÐINDI
Noregur.
Utdráttur úr frjettaskeytum frá norska
aðalkonsúlnum.
Reikningur Noregsbanka dags. 29/2, sýn-
ir að seðlaumferðin hefur hækkað á síðasta
mánuði úr 3(34,7 milj. kr. upp i 368,9
milj. kr.
Verðlag heldur áfram að hækka. Vísi-
talan var siðasta febrúar 261 en 251 síð-
asta janúar. Allílestar vörutegundir hafa
hækkað, aðeins trjáviður, trjámauk og
pappír staðið í stað. Orsök verðhækkun-
arinnar má telja bæði gensrismismun og
akv'ðið urn gulltollim:
Toiltekjurnar voru í febrúar 11 milj. kr.
en 7,1 milj. kr. á sama tíma í fyrra. —
Fyrstu 8 mánuði fjárhagsársins hafa kom-
ið inn 73.1 milj. kr., en 67,9 milj. kr. á
sama tímabili í fyrra. Innflutningurinn var
minni en í febrúar í fyrra, en tolltekjurn-
ar meiri vegna gulltollsins.
Verkamannadeilur hafa haft talsverð
áhrif á peningamarkaðinn, og á verðbrjefa-
markaðinum hafa verið lítil viðskifti.
Hlutabrjefamarkaðurinn hefur verið fjör-
meiri, sjerstaklega skipaverðbrjef og verð-
brjef innan trjáiðnaðarins, sem spurt hefur
verið eftir og sem hafa hækkað í verði.
Aftur á móti hafa verið lítil viðskifti með
bankabrjef og hvalveiðahlutabrjef.
Verð á stubbum og námutimbri hefur
ekki breyst. Skráningin er á milli 117,00
og 120,00 fyrir stubba. Skráning á námu-
timbri sömuleiðis óbreytt.
Farmgjaldamarkaðurinn má heita að hafi
verið stöðugur í febrúarmánuði, en þó
nokkuð að aukast eftirspurn og farmgjöld
fara hækkandi. Frá La Plata hefur verið
samið um talsvert af kornflutningi til Eng-
lands, Norðurlanda og Miðjarðarhafsland-
anna. Farmgjöldin hafa hækkað úr 26,6
upp í 33,C0 í febrúarmánuði. Kolafarm-
gjöld hafa staðið í stað. Trjáviðarfarm-
gjöld frá Hvítahafinu eru aftur á móti
lægri en þau voru í fyrra og er því lítið
um viðskifti þaðan. Einnig eru trjáviðar-
farmgjöld frá Austursjónum svo lág, að sá
flutningur horgar sig ekki.
Hafsíldveiðarnar hafa gengið vel í fe-
brúarmánuði og er veiðin talin i ár til x/s
517000 hl., en 370000 hl. í fyrra. í ár hafa
264000 hl. verið saliaðir, en 223000 fryst-
ir. Aflinn nemur 5,3 milj. kr. (2,2 milj.
kr. í fyrra). Vorsildveiðarnar hafa einnig
gengíð vel og var aflinn orðinn 1. mars
555000 hl. og nemur 4,8 milj. kr.
Þorskveiðar hafa gengið heldur trpglega
þíð sem af er.
Utfiutningurinn nam í janúar samtals
69.4 milj. kr. og skiftist þannig niður:
Matvörur úr dýraríkinu 19,7 milj. kr., (þar
af síld og fiskur 12,8 milj. kr. og niður-
suðuvörur 5,2 milj. kr.), feitmeti og olíur
4,5 milj. kr., trjáviður 5,2 milj. kr., papp-
írsmauk, pappír og vinna úr því efni 18
milj. kr., óunnar og hálfunnar steinvörur
2.4 milj. kr., unnar steinvörur 7,8 milj kr.
og óunnar og háifunnar málmvörur 7,5
milj. kr.
Atvinnulausratalan var síðasta febrúar
ca. 20000, en 19800 síðasta janúar. Um
miðjan febrúar í fyrra var þessi tala 27200.
Reikningur Noregsbanka dags. 31/s sýna
að gullforðinn hefur verið kr. 147.284.000.
Seðlar i umferð voru kr. 380.221.000. Á
sama tíma í fyrra voru þessar tölur
kr. 147.289.000 og 374 779.000.
Verðlag hefur heldur farið hækkandi
og er vísitalan nú 264, en 261 um fyrri
mánaðarmót.
Tolltekjurnar voru samtals í marsmán-
uði 10 milj. kr., en 6,6 milj. kr. á sama
tíma í fyrra.
Trjáviðarmarkaðurinn hefur beðið tals-
verðan skaða af verkamannadeilum, bæði
á Englandi og i Noregi. Sama má að vísu
segja um trjámauks og trjákvoðumarkað-
inn, en þó hafa par orðjð talsverð við-