Verslunartíðindi - 01.01.1930, Blaðsíða 8

Verslunartíðindi - 01.01.1930, Blaðsíða 8
2 VERSLUNARTÍÐINDI skal hraða skiftum búa sem mest, svo þeim sje lokið innan 18 mánaða, nema lögmæt- ur skiftafundur ákveði öðruvísi. Einnig er hlutaðeigandi yfirvaldi skylt að rannsaka ástæður til gjaldþrota, og dæma brot á þeim lagaákvæðum, sem sett eru til vernd- ar almennu lánstrausti. Ættu lög þessi að styðja að heiðarleik í viðskiftuin og glöggu bókhaldi. Lög um stjóm póstmála og simamála. Eftir þeim lögum hefir atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytið yfirstjórn allra póst- mála og símamála á landinu, en póstmála- stjóri stjórnar framkvæmdum pöstmála og landssímastjóri framkvæmdum símamála. í Reykjavík á að vera sjerstakur forstöðu- maður fyrir póststofunni og sjerstakur stöðvarstjóri fyrir landssímastöðinni. En annarsslaðar á landinu, þar sem póstaf- greiðsla og símastöð eru á sama stað, skal þetta tvent sameinast undir einum forstöðu- manni. Að jafnaði er þó ekki gert ráð fyr- ir, að þessi sameining fari fram fyr en annaðhvort embættið losnar. en ráðherra er samt heimilt að koma henni fyr á, ef hann álitur það til sjerstaks hagnaðar fyrir rikissjóð eða til þæginda fyrir viðskifta- menn. Þessi lög eiga að gilda frá 1. janú- ar 1930. Breytirig á sUdareinkasölulögunum var gerð að því leyti, að framkvæmdarstjóri getur nú krafist af þeim, sem veiðileyfi hafa fengið, að þeir afhendi einkasölunni ferska síld til söltunar, ef framkvæmdar- stjórnin æskir þess. Þá er einnig fram- kvæmdarstjórninni heimilt eftir þessum lög- tlíti að taka lán til þess að kaupa tunnur, salt og annað efni til síldarverkunar, svo og til að greiða framleiðendum upp í síld þá, sem þeir hafa afhent einkásölunni, eft- ir réttum hlutföllum við sildarmagn þeirra. Lög urtí verksntiðju til brœðslu sildár. Þf'ssi lög eru framhald laga um stofnun síldarbræðslustöðva frá 7. maí 1928, og nánari fyrirmæli gefin um rekstur slíkra stöðva. Þær toll-lagabreytingar gerði þingið, að af hverri útfluttri síldartunnu (108—120 lítra) skuli greiða kr. 1.50; af síldarmjöli, fiskmjöli þurkuðu og fóðurkökum kr. 1.09 af 100 kg.; af óþurkuðum fískúrgangi kr. 0.50 af hverjum 100 kg.; af síld, sem er útflutt óunnin til bræðslu, kr. 0.25 af hverj- um 100 kg.; og af fiskúrgangi, hausum og beinum þurkuðu og óunnu, kr. 1.00 af 100 kg- Lánsheimildarlög voru sett fyrir rikis- stjórnina, þar sem henni er heimilað að taka handa ríkissjóði alt að 12 milj. kr. lán. Af þingsályktunartillögum má geta um: Þingsályktun til að halda óbreyttu gengi gjaldeyrisins. Þingsályktun nm rýmkun landhelginnar, sem á að stuðla að því, að innan hennar komist allir firðir og flóar og helstu báta- mið. Þingsályktun um undirbúning til útrým- ingar fjárkláða, sem miðar að því, að rann- saka og gera tilraunir með baðlyf, og enn- fremur að hlutast verði til um að byggja sundþrær til sauðfjárbaðana í hverjum hieppi. Þingsályktun um útflulning hrossa, þar sem stjórninni er falið að semja við skipa- fjelögin um lækkun á flutningsgjaldi á hrossum, og ennfremur um tolllækkun hjá Þjóðverjum á innfluttum smáhestum. Þingsályktun um endurskoðun laga um fiskimat. Er þar skorað á stjórnina að leggja fyrir næsta þing frumvarp um ný fiski- matslög. Peningaverslunin. Gengissveiflur hafa ekkí verið miklar á árinu, nema á pesetum, en þar hafa þær vérið talsverðar og mjög tíðar. í ársbyrjun var pesetinn skráður hér í Reykjavík 74,66,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.