Verslunartíðindi - 01.01.1930, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.01.1930, Blaðsíða 10
4 VERSLUNARTÍÐINDÍ Fiskimjöl og sildarmjöl. Útflutningurinn nam á árinu 10.365.410 kg. á kr. 2 705.340.00. Sildarolía. — Framleiðslan er nokkru meiri en í fyrra, en verðið Iægra. Útflutn- ingurinn var 6.795.320 kg. á krónur 2.213.080.00. Lýsi. Útflutningurinn var mun minni en síðastl. ár. Nam hann til áramóta 5.095.060 kg. á krónur 3.264.890. Það nam að verðmæti á sama tímabili í fyrra krónum 5.606.730. Sundmagar. — Útflutningurinn svipaðnr og árið áður, en verðið nokkru hærra. Nam útflutningurinn á árinu 50.317 kg. á kr. 124.290.00. Hrogn (söltuð). — Framleiðslan talsvert minni en í fyrra. Útflutningurinn á árinu nam 3927 tn. á kr. 69.320.00, en auk þess voru flutt út 4950 kg. af hrognum í ís, og nam sá útflutningur kr. 1050.09. Fiskbein og hausar. Framleiðslan hefir heldur aukist, en verðið svipað og siðast- liðið ár. Útflutningurinn á árinil nam 862.090 kg. á kr. 142.810.00. Landafurðir. Kjöt. Saltkjötsútflutningurinn var svipað- ur og árið áður, en verð heldur lægra. — Útflutningurínn nam á árinu 20.843 tn. á krónur 2.177.460.00. Auk þess var flutt út 697.567 kg. af frystu kjöti og nam sá útflutningur kr. 590.170.00. Ull. Útflutningurinn var talsvert meiri en í fyrra. Nam hann á árinu 819.979 kg. á 2.321.830.00. Gœrur lækkuðu talsvert í verði á árinu, Útflutningur af söltuðum gærum nam á ár- inu 365.121 tals. á kr. 2.085.120.00, og auk þess var flutt út á árinu sútaðar gærur tals. 19.943 á kr. 178.320.00, og er það mun meira en í fyrra. Kindagarnir. Af hreinsnðum kindagörn- um var flutt út á árinu 12.193 kg. á kr. 153.610.00 og af söltuðum görnum 74.710 kg. á kr. 86.440.00. Hross. Útflutningurinn 619 tals á kr. 72'230.00, og er það mun minna en í fyrra. Mun það að nokkru leyti stafa af aukinni hrossakjötsneyslu innanlands. Æðardúnn. Útflutningurinn miklu minni en í fyrra og verðið heldur lægra. Nam útflutningurinn á árinu 2610 kg. á kr. 101.500.00. Lifandi refir. Utflutningurinn er minni en síðastliðið ár, en verðið mun hærra. Hefir útflutningurinn verið á árinu 379 tals á kr. 178.100.00. Útflutningurinn. Samkvæmt skýrslu gengisskráningarnefnd- arinnar hefir útflutningurinn numið á árinu kr. 69.400.010.00, en var í fyrra á sama tíma kr. 74.283.870.00. Innflutningur. Samkvæmt bráðabirgðarupptalningu geng- isskráningarnefndar hefir innflutningurinn á árinu numið um 70 milj. króna, en árið 1928 um 58 milj. kr. Verðið á útlendu matvörunni hjelst nokk- uð svipað framan af árinu, en fór hækk- andi þegar kom fram á mitt sumar, sjer- staklega hveiti. Með haustinu fór verðið á ýmsum nauðsynjavörum að lækka og hefir farið smálækkandi siðan. Kaffi hefir lækk- að mjög mikið á árinu. Annars má sjá verðsveiflurnar á helstu vörutegundunum á eftirfarandi yfirliti: Verð pr. 100 kg. d. kr. Khöfn. 1. jan. 1. júlí 1. des. Rúgmjöl......... 19.50 18.00 16.00 Ameriskt hveiti . 30.00 31.00 32.00 Hrísgrjón....... 28.00 28.00 28.00 Hafragrjón . . . 28.50 29.00 27.50 Kaffi............162.00 162.00 105.00 Högginn sykur . . 35 00 33.00 33.00

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.