Verslunartíðindi - 01.01.1930, Blaðsíða 16

Verslunartíðindi - 01.01.1930, Blaðsíða 16
1Ö VEftSLÚNARTÍÐIN'DI Brúttósmál. Milj. gyll. 1924 24493 9.37 1925 27550 10.65 1926 35969 14.25 1927 56838 20.42 1928 55810 18.53 Af þessu komu 48144 smál. árið 1927 frá Bandaríkjunum, 4667 frá Suðurafríku, 1860 frá Ástralíu og 1040 frá Noregi. Árið 1928 voru þessar tölurþannig: 47637, 581, 3136 og 343 smál. 606 smál. af meðalalýsi voru innfluttar 1927 að verðmæti 439 þús. gyll. og 677 smál. 1928 f. 475 þús. gyil. Þessi vara var nær eingöngu frá Noregi. Líniðnaðurinn í Belgíu. í Belgíu hefur línplantan verið ræktuð sjálfsagt miklu lengur en sögur fara af. — Lehgi frameftir hefur þetta verið heimilis- iðnaður, þar sem hver fjölskylda ræktaði línplöntuna, óf og spann, eftir því sem hún þurfti til heimanotkunar. En er fram liðu stundir fór þessari iðnaðargrein mjög fram, og á 13. öldinni eru komnar sjerstakar vef- stofur í Gent og Burges. í lok 14. aldar má næstum segja að línið sje komið í stað ullarinnar í Flandern, og í 300 ár var að- almarkaðurinn þar fyrir þessa vöru; yfír höfuð má segja að þessi iðnaðargrein hafi verið í blóma þangað til bómullarvefnað- urinn byrjaði um miðja 19, öld. í hjerað- inu Hainaut var mikið ofið af líni á 18, öldinni, og nú á síðari árum hefur ræktun línplöntunnar aukist, sökum þess að línið hefur hækkað í verði. í Ardennahjeruðun- um var línvefnaðurinn lengi heimaiðnaður, þar sem hver fjölskylda tók öll þátt i vinn- unni, en eftir að járnbrautarsamböndin kom- ust þar á og bómullarvefnaðurinn ruddi sjer til rúms, er líniðnaðnum nálega hætt á þessu svæði. — í Courtraihjeraðinu í Vest- urflandern hafa 20 þús. verkamenn atvinnu við líniðnaðinn, og er talið að þaðan komi besti og fallegasti vefnaðurinn, Árleg heimsframleiðsla af líni er metin á 20 miljarða belgiskra franka (ca. 2 milj- arða kr.). Árið 1926 var öfl framleiðslan 5322000 kvintala. Bandaríkin eru þar hæst með 3112000 kv. árið 1925 og 2939000 árið 1926. Næst kemur Lithauen og þá Belgia Var framleiðslan í Belgíu 233000 kv. 1925 og 348794 kv. 1926. Hráefni til iðnaðarins fær Belgía aðallega frá Frakklandi, Hollandi og írlandi, og má segja að helmingurinn af því líni, sem kent er við Belgíu, sje komið annarsstaðar frá. Lin það, sem unnið er í Belgíu á ári hverju er metið ca. 150 milj. franka. Á ár- unum 1909—1913 voru flutt þaðan út 671542 kv. af unnu líni og árið 1926 260- 877 kv. Þessi vara fór aðallega til Banda- ríkjanna, Englands og Frakklands. Útflutn- ingur af óunnu lini, sem talsvert var áður flutt til Englands, hefur minkað mikið á síð; ari árurn. ....... ..,,, Smjörframleiðslan í Danm. Síðastl. ár var smjörframleiðslan í Dan- mörku talín 167 milj. kg., og af því voru flutt út 149 milj. kg. Af skýrslu þeirri sem komin er út um þessa framleiðslu og þar sem talin eru 330 mjólkurbú, má sjá, að framleiðslan er mjög jöfn alt árið. Einna minst er hún að jafnaði í október, en fer svo vaxandi, að undanteknu stuttu tíma- bili í kring um nýarið — þar til í febrúar að hún minkar nokkuð. Seint í mars byrjar svo framleiðslan að aukast, að vísu hægt í fyrstu, en nær hámarki í miðjan júní. — Munurinn ár frá ári er sára lítill, og má yfir höfuð teljast að ársframleiðslan skiftist þannigniður: októberársfjórðunginn 22,5°/0.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.