Verslunartíðindi - 01.01.1930, Blaðsíða 15
VÉÍtSLÚNARTÍÐIND'
9
Utanríkisverslun Hollands.
í síðustu 5 árin hefur utanríkisverslun
Hollands verið þessi: Innfl. Útfl.
1924 milj. gyll. . . 2364 1661
1925 — — . . 2455 1808
1926 — — . . 2442 1749
1927 — — . . 2549 1900
1928 — — . . 2684 1986
Hvað útflutningsvörurnar snertir, þá hef-
ur útflutningur aukist talsvert af mjólkur-
búa-afurðum og grænmeti. Smjörútflutning-
urinn jókst þá frá árinu áður úr 85,8 upp
i 88 milj. gyll., ostaútflutningurinn úr 76,7
upp í 80,2, mjólk 50,3 upp í 56,4, egg 50,9
upp í 54,2 og grænmeti úr 48,9 upp í 68,7
milj. gyll. Ennfremur hefur útflutningsverð
aukist á bómullarvörum, skipum, glóðar-
lömpum, raftækjum og þráðlausum síma-
æ kjum.
Mestur er innflutningurinn frá Þýska-
landi, var siðastl. ár 730 milj. gyll. eða 27
°/o, þvínæst kemur Belgía 11 °/0, Bandarík-
in 10°/0, Bretland 9°/0, nýl. í Austur-Ind.
5°/0 og Frakkland 4,5°/0.
Nálega helmingur af útflutningsvörunum
fer til Þýskalands og Bretlands. Síðastl. ár
nam útflutn. til Þýskalands 468 milj. gyll.,
til Bretlands 432 milj, til nýl. Austurind.
175 milj. og til Belgíu 172 milj. gylliui. —
Talsvert fluttist einnig til Frakklands og
Bandaríkjanna.
Árið 1927 voru fluttar inn 11788 smál.
(brúttó) af saltaðri og ferskri hafsíld, og
nam sá innfl. 1.61 milj. gyll. Þessar tölur
voru 1928 7256 og 0.95 milj.
Af þessu kom frá Noregi árið 1927 2481
smál., er nam 224 þús, gyll. Innfl. frá Nor-
egi og Bretlandi minkaði svo aftur 1928 og
nam þá 146 þús. og 734 þús. gyll. Útflutn.
af þessari vöru var einnig talsverður, og
fór meira en helmingur þess til Þýska-
lands.
Innflutningur af ferskri síld og síld, er
salti var stráð í, var 1926 2711 smál, 1927
2986 og 1928 2915 smál., er nam 410,403
og 323 þús. gyll. Mest af þessari vöru kom
frá Bretlandi og Noregi og einnig talsvert
frá Belgíu.
Árið 1927 fluttist inn 56 smál. at söltuð-
um þorski, keilu, löngu og ufsa og 130
smál. 1928. Nam þetta 13 þús. og 36 þús
gyllina. Síðara árið komu 16 smál. af þess-
ari vöru frá Noregi, 57 frá Danmörku og
47 smál. frá Bretlandi. Innflutn af þurkuð-
um fiski var aftur á móti tvö síðustu árin
655, 768 smál. og verðið 347 þús. og 438
þús. gyll.; var mest af þessu frá Noregi.
1927 fluttist inn 389 smál. (nettó) af ál,
fyrir 505 þús. gyllini; þar af var frá Dan-
mörku 209 smál., frá Þýskalandi 68, frá
Frakklandi 54 og frá Noregi 6 smái. 1928
fluttist inn 551 smál., 658 þús. gyll.; þar af
frá Danmörk 184 srnál,, Frakklandi 171,
Noregi 55 og frá Þýskalandi 43 smál,
1927 fluttist inn 312 smál. af ferskum,
söltuðum og reyktum laxi f. 546 þús gyll,
1928 var þessi innflutningur 337 smál.; þar
af var frá Bretlandi 131 smál., Bandaríkj-
unum 59, Þýskalandi 63, Póllandi og Dan-
zig 47 og Noregi 7 smál.
Af ferskum humar var flutt inn árin 1926
til 1928 117, 127 og 148 smál., að verð-
mæti 159, 181 og 209 þús. gyll.
Af Chilesaltpjetri var flutt inn 1927 88269
smál. (brúttó) fyrir 11,5 milj. gyll. 1928
voru flutt inn 172958 smál. fyrir 20,1 milj.
gyll. Meiri hlutinn af þessari vöru kom frá
Chile. Á síðustu tveimur árum hefur ná-
lega allur kalksaltpjetursinnflutningurinn
verið frá Þýskalandi.
Lýsisinnflutningurinn hefur verið þessi
síðustu 5 árin: