Verslunartíðindi - 01.02.1932, Blaðsíða 4

Verslunartíðindi - 01.02.1932, Blaðsíða 4
VÉRSLUNARTÍÐINDÍ Í4 búferlum til ísafjarðar. Skömmu eftir að hann kom þangað, var stofnað kaupfjelag fyrir ísafjörð og ísafjarðarsýslu. Var Björn kosinn forstjóri ísafjarðardeildarinnar árið éftir að kaupfjelagið var stofnað. Veitti hann deildinni forstöðu, þar til kaupfjelagið var lagt niður. Árið 1894 keypti Björn verslunarleyfi á ísafirði og gerðist kaupmaður. Seldi hann jöfnum höndum útlendan og innlendan varning, og ffutti út allmikið af íslenskum vörum. Verslun hans farnaðist mjög vel, gerðist hann vel efnaður maður og bar jafnan hæst sveitarútsvar allra kaupmanna á ísa- firði, þeirra er ekki ráku útgerð jafnhliða. Landbúnað stundaði hann og jafnhliða, og farnaðist það ekki miður en verslunin. Björn var hinn mesti þrek og atorku- maður. Hafði hann á mörgu tekið um dag- ana: verið fjármaður í sveit, ráðsmaður á búi, farmaður, iðnrekandi, kaupfjelagsstjóri, kaupmaður og bóndi. Tók alt þrifnaði, er hann lagði hönd að. Manna var hann áreið- anlegastur, og hinn mesti sæmdarmaður. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar er hann var 75 ára að aldri. Björn var kvæntur Elísabet Jónsdóttur. Þrjú börn þeirra komust úr æsku og eru enn á lífi: Kristján læknir í Álaborg í Dan- mörku, Guðmundur forstjóri verslunar þeirr- ar, er hann átti og Ólöf, gift Axel Ketils- syni forstjóra í Reykjavík. Bjötn ljest 1. febrúar s. 1. á áttugasta og öðru aldursári. Er þar hniginn í val einn af merkismönnum kaupmannastjett- arinnar á íslandi. S. K. Skattar. i. Skattar hafa þekst frá því fyrsta er sög- ur hófust, þótt ýmsar myndbreytingar hafi á þéim orðið frá þeirri tíð til vorra daga. Eldstu og hrikalegustu mynd þeirra mun meiga telja þrælkun mannfólksins, sem, þó ótrúlegt sje, hjelst alt fram á daga núlif- andi manna, eða fram yfir miðbik 19. ald- ar sem lögbundið skipulag í þjóðfjelögum, sem annars voru talin menningarríki, þótt sú breyting væri á orðin, að ríkin sjálf eða þjóðhöfðingjarnir eigi hefðu þrælasveitir sem ríkisstofnanir. Þjóðhöfðingjar og konungar höfðu aðal- umráð þessa skattsstofns, á hinum undir- okaða lýð, en gæðingar þeirra og auð- mennirnir drógu sjer og drjúgan skerf af skipulaginu. Jafnhliða þrælkuninni var og annað skatta- kerfi, það, að taka frá þeim sem áttu. Voru þá ýms yfirskyn fundin til saka, þótt engar væri aðrar en þær, að fjármunir og verð- mæti væru til, en höfðingjar voru þá sem nú jafnan fjevana. Það bar sjaldan við, að þrælkunin leiddi til óeirða og blóðsúthellinga. Kúgun ánauð- ugra yar svo skipulagsbundin og gagnger að hinir minstu tilburðir til að lyfta okinu voru þegar kirktir. En fjárupptektir, aftur á móti komu einatt á stað blóðugum styrj- öldum og manndrápum, borgarastyrjöldum og þjóðaófriði, þar eð sá rændi þrátt og oft var jafnoki eða meira þess, sem ránið framdi. Eftir því, sem aldir liðu og sú svonefnda siðmenning tók smámsaman að mýkja háttu manna og þjóða, urðu skattakerfin einnig fágaðri, og nýjar og mildari aðferðir fundn- ar til að draga fje úr höndurn alþýðu manna til afnota valdhafanna, sem á hverj- um tíma hafa uppi verið. En æ hefir verið

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.