Verslunartíðindi - 01.02.1932, Síða 11
VERSLUNARTÍÐINDI
21
Engin ákveðin tollafrumvörp lágu fyrir
við kosningarnar í fyrra, en kosningaúr-
slitin gáfu tilefni til þess að kröfur um
tollvernd komu fram frá ýmsum atvinnu-
greinum, og verndartollaáhangendur í Parla-
mentinu sóttu fast fram. Verslunarráðherra,
Runciman tók þessum kröfum fálega, og
gaf jafnvel opinberlega í skyn, að stjórnin
myndi fara frá, ef hart væri gengið að
með tollverndarstefnuna.
Fyrsta skrefið, sem stjórnin tók í toll-
málunum var að fá heimild til handa versl-
unarráðuneytinu til þess að mega leggja
altað 100°/0 toll á vissar vörur þegar of
mikið bærist að af þeim. Eftir að þetta
hafði verið lögfest (Abnormal Importat-
ions (Customs Dutiés) Act 1931), hefir
þessi heimild verið notuð þrem sinnum og
lagt á nokkrar vörutegundir 50°/0 verðtoll.
Seinna kom svo »HorticuItural Products
(Emergency' Customs Duties) Act 1931«,
sem veitir landbúnaðarráðuneytinu svipaða
heimild viðvíkjandi ferskum ávöxtum,
grænmeti og blómum. Sú heimild hefur
verið notuð tvisvar með 50°/0 verðtolls-
álagningu. Bæði þessi lög eru kreppuráð-
stafanir, sem ekki áttu að gilda nema
stuttan tíma.
En svo kom tollskráin. Frumvarpið lagði
fjármálaráðherran, Neville Chamberlain fram
4. febrúar og var það samþykt 9. s. m.
Er þar lagður 10% verðtollur á nálega
allar vörutegundir, sem ekki voru áður
tollaðar, að örfáum undantekningum, svo
sem: hveiti, kjöt, fisk sem Bretar hafa
aflað, óunnin bómull, óunnin ull og te.
Ennfremur hefir fjármálaráðherra heimild
til að leggja viðbótartoll á ónauðsynlegar
vörur eða vörur, sem hægt er að framleiða
nóg af í landinu sjálfu eða sem talið er
að muni verða hægt innan skamms. Enn-
fremur hefur verslunarmálaráðherra heim-
ild til að leggja altað 100% viðbótartoll
á vörum frá þeim löndum, er ekki láta
Breta njóta bestu kjara í viðskiftum. —
Þessar nýju tollaálagningar gildi eigi gagn-
vart bresku nýlendunum.
Ekki vantaði viðvaranir gegn verndar-
tollsstefnunni, áður en stjórnarfrumvarpið
var lagt fram. Áhangendur fríversluparinn-
ar voru vongóðir, þar sem þeir bjpggust
við að ráðherrarnir úr frjálslynda flokknum
myndu koma í veg fyrir frekari framkvæmd-
ir í verndartollamálum, en svo fór að þeir
urðu einnig fylgjandi frumvarpinu.
Fjármálaráðherrann gat þess, að frum-
varpið færi í mjög hóflega átt, enda hafa
margir haldið því fram innan iðnaðarins
og á meðal áhangenda tollverndunarstefn-
unnar að verndin væri ekki nægileg, og
má því búast við, að hert verði betur á,
þar sem fríverslunarmennirnir eru of fáir í
breska þinginu nú sem stendur.
Síldarafli
þýskra botnvörpuskipa 1931
Skýrsla er nú komin yfir þýska síldar-
aflann síðastl. ár og má af eftirfarandi
yfirliti sjá hve miklu hann hefur numið og
hvar hann hefur verið seldur.
Flutt til. Smál. Verð.
Altona 31.900 5.280.000 mk.
Hamburg 1.271 202.000 —
Cuxhaven 21.950 3.478.500 —
Wesermúnde 14.915 2.105.340 —
Bremerhaven 665 94.300 —
Samtals 73.701 11.160.140 mk.
Árið 1930 vat aflinn 56.200 smál. og
1929 68.150 smál. En þó árið 1931 megi
teljast með bestu aflaárum, þá hefur lansa