Verslunartíðindi - 01.02.1932, Qupperneq 13

Verslunartíðindi - 01.02.1932, Qupperneq 13
VERSLUNARTÍÐINDI 23 Má af þeirri skýrslu sjá, að óíramkvæman- legt er að breyta landbúnaðarlandi í iðn- aðarland á skömmum ííma. Eftir því sem enska blaðið »Ecomomist« segir voru tekjur af iðnaði 27,4°/0 árið 1913, en 1931 eru þær 35°/0, og má segja að það sje ekki neitt glæsilegur árangur. Nokkur dæmi má nefna af framleiðslunni 1931 með samanburði við framleiðsluna árið áður: Kolairamleiðslan var 57.6 milj. smál., (45,7 milj.), járnframleiðslan 4,90 milj. smál. (4,97 milj.), stálframleiðlan 5,35 milj. smál. (5,55 milj.), olíuframleiðslan, 21,7 milj. smál. (17,08 milj.). Gjört hafði verið ráð fyrir að iðnaðar- framleiðslan myndi nema ca. 30V2 miljarð rúblna, ef gengið væri út frá verðlagi 1926—’27, en 1931 náðist ekki nema 70°/0- af þeirri upphæð. En geta má þess, að mjög erfitt reyndist að fylgja áætluninni með kolaframleiðsluna í Donetzhjeraðinu, þar sem talsvert kvað að óeyrðum á með- al verkamanna. Nú í ár hefur verið áætl- að að framleiða 90 milj. smái. af koium, og verður sjálfsagt reynt að fylgja þeirri áætlun. Hafa verið veittar stórar fjárupp- hæðir í þessu skyni. En það er ekki að- eins á kolaframleiðslum, sem á að herða, heldur eru stórar ráðagerðir á fleiri svið- urn. Stálframleiðsluna á að auka frá því í fyrra úr 5,35 milj. smál. upp í 9,4 milj. smál. og járnframleiðsluna úr 4.90 milj. smál. upp í 9 milj. smál. Þá er einnig ráð- gert að byrja á nýjum framleiðslutegund- um svo sem gúmmí, alúminium og pott- ösku. Þá á einnig að leggja meiri áherslu en áður á að framleiða vörur til notkunn- ar handa þjóðinni sjálfri. Hvað landbúnaðinn snertir, er þegar komið svo langt að búið er að þjóðnýta 62°/0 af atvinnurekstrinum og 79°/0 af flatarmálinu. Aðaláhersluna á nú að leggja á að fó meiri uppskeru af hverju flatamáli og að fá meiri og betri vjelakraft til vinslunar. Það sem einna mestu erfiðleikum veld- ur í framkvæmdum 5 ára áætlunarinnar er flutningakerfið. Dregst það aftur úr þeim framfarasporum, sem stígin eru í iðnað- inum og getur ekki fullnægt þeim kröfum, sem til þess eru gerðar. Síðast á dögum keisaraveldisins voru um 60 milj. smálesta af iðnaðarvörum fluttar á ári með járn- brautum, en fyrra árshelminginn 1931 ein- göngu átti að flytja 115 milj. smál. og gert ráð fyrir að flutningamagnið 1932 ætti að aukast unr 28°/0 frá því, er það átti að vera 1921. Reynt er að greiða fyrir með flutrtinga eins og hægt er, en Sovjetstjórn- in játar það jafnvel sjálf, að þar sje örð- ugur þröskuldur í vegi fyrir framkvæmd 5 ára áætlunarinnar. Það er ómögulegt að segja um það hve miklu fje hefur verið varið til þess að halda 5 ára áætluninni, en svo virðist sem meiru hafi verið til kostað en átt hefði að vera borið saman við vöruaukninguna. Þ. 1. nóv. 1931 voru seðlar í umferð 5,2 miljarðar rb. og var það 20°/0 meira en 1930. Japan og Manchuría. Hið almenna eymdarástand í heiminum, söluerviðleikar í Ameríku, lágt verð á silfri og nú síðast deilan um Manchuríu hefir valdið Japan miklum og margvíslegum erviðleikum. Japan er í raun og veru í svo mikilli klípu að um líf eða dauða getur verið að tefla fyrir ríkið. Deilan um Man- churiu er þess vegna mikilvægt atriði i heimspölitíkinni, og það er víst að Japanar skeyta ekki eins mikið um hinn bláa him- inn hugsjóna Þjóðabandalagsins í Sviss og um samningsbundin rjettindi sín við Kína.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.