Fréttablaðið - 19.09.2018, Síða 8
Þú finnur
uppskriftina hér:
kronan.is/
korteri4
299 kr.pk.
Taco skeljar
109 kr.pk.
Taco krydd 349 kr.kg
Rauðkál, íslenskt
M
m
m.
.. f
ski taco
2199 kr.kg
Hafliða Þorskhnakkar 1 flokkur
Svarið við
erfiðustu
spurningu
dagsins er ...
599 kr.pk.
Salsa, jalapeño lime
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Norður-Kórea Moon Jae-in, for-
seti Suður-Kóreu, heimsótti norður-
kóreska einræðisherrann Kim Jong-
un í höfuðborginni Pjongjang í gær.
Leiðtogarnir funduðu í gær og fara
dagurinn í dag og morgundagurinn
einnig í viðræður. Þetta er þriðji leið-
togafundur grannríkjanna á stuttum
tíma, eftir að nokkur þíða komst í
samskipti ríkjanna um áramótin.
Norðurkóreska ríkissjónvarpið
KCNA greindi frá heimsókninni í
örstuttri frétt í gærmorgun þar sem
fram kom að leiðtogarnir ætluðu að
vinna að innleiðingu samkomulags-
ins sem náðist í landamærabænum
Panmunjom í vor. Þar sammæltust
Kim og Moon meðal annars um að
vinna að kjarnorkuafvopnun skagans.
Leiðtogarnir héldu sameiginlegan
blaðamannafund í gær áður en þeir
héldu til fundar í höfuðstöðvum
norðurkóreska Verkamannaflokksins.
Kim fór fögrum orðum um nágranna
sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut
í að koma á viðræðum á milli Norður-
Kóreu og Bandaríkjanna.
„Þökk sé viðræðunum við Banda-
ríkin að ástandið á svæðinu er orðið
stöðugra og enn er búist við frekari
árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti
mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði
einræðisherrann og bætti því við að
sér fyndist hann vera orðinn afar
náinn suðurkóreska forsetanum, að
því er suðurkóreski miðillinn Yonhap
greinir frá.
Moon sagði ferlið allt byggjast á
ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim for-
manni fyrir viðleitni sína til að opna
á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri
miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem
við höfum,“ sagði forsetinn.
Suðurkóreski miðillinn Chosun
Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon
Jae-in að ná raunverulegum árangri í
kjarnorkumálum. Þar að auki myndu
leiðtogarnir ræða bætt samskipti og
samstarf á sviði efnahagsmála.
Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir
leiðtoganna, og einnig fundur Kims
með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu
skilað loforðum um að kjarnorku-
afvopnun væri markmið en litlum
mælanlegum árangri öðrum en að
kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er
að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu
ástandi lengur var sprengt upp.
thorgnyr@frettabladid.is
Pressa á Kim og Moon að ná
árangri á þriðja fundi sínum
Leiðtogar ríkjanna á Kóreuskaga hittust í Pjongjang í gær. Munu einnig funda í dag og á morgun. Lítill raun-
verulegur árangur í kjarnorkumálum náðst eftir undanfarna fundi. Kim Jong-un þakkar Bandaríkjaforseta
fyrir að koma á stöðugleika á svæðinu. Bandaríkin fylgjast náið með fundinum og undirbúa sinn eigin.
Leiðtogarnir, Moon Jae-in og Kim Jong-un, horfa djúpt í augu hvor annars í Pjongjang í gær. NordicPhotos/AFP
Stefnir í annan fund með Trump
Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórn-
völd náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort
grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim. Sarah
Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi bandaríska forsetaembættisins,
greindi frá því þann 10. september að verið væri að undirbúa slíkan
fund en viðræður á milli ríkjanna virðast vera í algjörri pattstöðu vegna
kjarnorkumála.
Á mánudag kröfðust Bandaríkin þess svo að önnur ríki Sameinuðu
þjóðanna virtu viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Upplýsingafull-
trúi utanríkisráðuneytisins sagði að alþjóðasamfélagið þyrfti að líta
„ólöglegar kjarnorku- og eldflaugaáætlanir“ Norður-Kóreu alvarlegum
augum.
Bandaríkjamenn sökuðu Rússa um að brjóta gegn samþykktum
þvingunaraðgerðum. Voru Rússar sagðir hafa flutt olíu og aðrar vörur í
tonnatali til Norður-Kóreu. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá
SÞ, sagði á fundi öryggisráðsins að yfirvöld í Moskvu hefðu á kerfis-
bundinn hátt reynt að koma sér hjá því að framfylgja þvingununum og
reyna að hylma yfir brotin.
KíNa Kínverjar tilkynntu í gær um
nýja tolla á bandarískar vörur að
andvirði sextíu milljarðar dala. Á
mánudaginn höfðu Bandaríkja-
menn lagt nýja tolla á kínverskar
vörur að andvirði 200 milljarðar
dala og var því um gagnaðgerðir að
ræða í tollastríði ríkjanna tveggja.
Nýir tollar Kínverja eru meðal ann-
ars lagðir á jarðgas, flugvélar, tölvur
og textílvörur.
Donald Trump Bandaríkjafor-
seti brást illa við ákvörðun Kín-
verja, sakaði kínverska ríkið um að
reyna að hagræða þingkosningum í
nóvember „með því að ráðast gegn
bandarískum bændum og verka-
mönnum vegna trygglyndis þeirra“
við forsetann. Þá sagði Trump að
Kínverjar skildu einfaldlega ekki
að umræddir einstaklingar væru
„sannir föðurlandsvinir“ sem vissu
að Kína hefði svindlað á Bandaríkj-
unum í áraraðir. – þea
Kína svarar með
nýjum tollum
Xi Jinping, forseti Kína.
NordicPhotos/AFP
ÞýsKalaNd Hans-Georg Maassen,
yfirmaður þýsku þjóðaröryggis-
stofnunarinnar BfV, verður færður í
annað starf í innanríkisráðuneytinu.
Að þessari niðurstöðu komst ríkis-
stjórn Angelu Merkel kanslara í gær.
Ástæðan er óánægja með við-
brögð Maassens við aðgerðum öfga-
þjóðernishyggjumanna í borginni
Chemn itz. Myndband hafði birst á
netinu af öfgamönnum að reyna að
„veiða“ flóttamenn og aðra innflytj-
endur. Maassen sagði óvíst hvort
það hefði raunverulega gerst, mynd-
bandið gæti verið tekið úr samhengi
og aðgangurinn sem notaður var til
að hlaða því upp á Twitter falskur.
– þea
Yfirnjósnari
færður til í starfi
Fleiri myndir frá fundi leið-
toganna má nálgast á +Plús síðu
Fréttablaðsins.
Fréttablaðið +Plús er eingöngu
í Fréttablaðs-appinu eða í PdF-
útgáfu blaðsins sem er aðgengi-
leg á frettabladid.is.
+PLús
1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I ð V I K u d a G u r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð
1
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
B
-F
E
E
0
2
0
D
B
-F
D
A
4
2
0
D
B
-F
C
6
8
2
0
D
B
-F
B
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K