Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2018, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 19.09.2018, Qupperneq 10
Frá degi til dags Halldór Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Auglýst er eftir ábyrgum fjármálastjóra til að hefja störf hjá hinu opinbera hið fyrsta. Svandís er að bregðast við skýrum vilja almennings og athuga- semdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is gæði – þekking – þjónusta Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is PRENTARAR Allt til merkinga ... og svo miklu meira Prentaðu beint á vörurnar eða umbúðirnar Kerfisbreytingar er tískuorð íslenskrar stjórn-málaumræðu. Nógu óljós merkimiði til að hægt sé að hengja á flest mál sem manni sjálfum hugnast – og stilla þeim sem andsnúin eru upp sem afturhaldi. Merkimiðinn er líka hengdur á mál sem ekki er endilega víst að njóti almennrar hylli ef þau væru einfaldlega kölluð sínu rétta nafni. Mælingar hafa sýnt það mörg undanfarin ár að mikill meirihluti almennings vill að lögð sé áhersla á uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis. Er það ákall um kerfisbreytingu? Svari hver sem vill. Heilbrigðisráðherra vinnur nú að heildarstefnu- mótun fyrir heilbrigðiskerfið. Það er þarft verk, því fátt snertir okkur meira en heilbrigðiskerfið og það er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs. Á sama tíma og ákall er um vönduð vinnubrögð eigum við því að fagna þessari heildarskoðun sem er löngu tímabær. Markmiðið er að svara því hvernig heilbrigðis- þjónusta við viljum að sé í boði á Íslandi, hverjir veiti hana og þá hvar, hvenær og ótal fleiri spurningum, til dæmis því hver hlutur sjúklinga á að vera í kostnaði. Einnig á hún að tryggja að þau stórauknu framlög til heilbrigðismála sem ríkisstjórnin stendur fyrir nýtist sem best. Það er ekki að gamni sínu gert að fara í þessa vinnu; fjölmargar skýrslur og greiningar sýna hve brota- kennt heilbrigðiskerfið okkar er. Úttekt erlendra spekinga á vegum McKinsey sem skoðuðu Land- spítalann 2016 er eitt dæmi. Annað er nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem kallað er eftir að gerðar séu breytingar á kaupum á heilbrigðisþjónustu og þær byggi á heildstæðri stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur stigið það þarfa skref að hefja vinnu við endurmat á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Svandís er að bregðast við skýrum vilja almennings og athugasemdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki. Heilbrigðiskerfi þjóðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna Svartar skrautfjaðrir Fréttir af dólgslegri karlrembu- framkomu stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur benda eindregið til þess að fleira sé myglað í höfuðstöðvum fyrir- tækisins en útveggirnir. Í það minnsta hefur forstjórinn, Bjarni Bjarnason, kosið að stíga til hliðar á meðan vinnustaða- menning OR verður tekin út. Í ljósi þessa fölnar viðurkenningin sem Jafnréttisráð hengdi á OR fyrir fjórum árum meðal annars fyrir breytingar sem miðuðu að því að „nýta starfskrafta beggja kynja jafnt“ og gefa öllu starfs- fólki jafna möguleika. Þegar Bjarni tók við viðurkenningunni sagði hann að ekki væri nóg að virða jafnréttið, „það þarf að fremja það“. léttur hnífur Fámennt var á stofnfundi nýs stjórnmálaflokks, Víkinga- flokksins, á Kaffivagninum í gær. Kannski tók bara enginn fundarboðið alvarlega þar sem böndin bárust fljótt að ofvirka samsæriskenningasmiðnum Axel Pétri Axelssyni sem sér falska fána í hverju horni og trúir engu sem hann sér eða heyrir. En þar sem þrír Framsóknarmenn, eða víkingar, koma saman, þar er fundur og flokkurinn hefur því verið stofnaður með hugsjónir víkinga, sem vildu lifa „frjálsir undan oki valdstjórna“. Léttur hnífur? Þessi hnífur á að vera léttvægur! thorarinn@frettabladid.is Því hefur oft verið fleygt að vandamálið við ríkisrekstur sé að hluthafaaðhald vanti. Eigandi fyrirtækis, sem á allt sitt undir því, er líklegri til þess að sýsla með eign sína af meiri ástríðu en stjórnvöld og stofnanir sem sýsla með opinbert fé. Hluthafi í einkafyrirtæki tryggir að stefna og rekstur þess sé skynsamleg og sér til þess að forstjórar séu látnir gjalda þess ef reksturinn stendur ekki undir væntingum. Hluthafinn tryggir líka að fjármálastjóri sé ávíttur þegar áætlanir standast ekki. Slíkri ráðdeild virðist ekki fyrir að fara í rekstri hins opinbera. Í vikunni birti Alþingi kostnað við hátíðar- fund sem haldinn var á Þingvöllum í sumar og um þrjú hundruð manns mættu til að berja augum. Kostnaðurinn nam tæplega 87 milljón- um króna, eða um 290 þúsund krónum á hvern gest, en átti að kosta 45 milljónir. Kostnaður við lýsingu á fundinum var rúmlega 22 milljónir, en vert er að nefna að fundurinn fór fram um hábjartan dag. Fleiri slíkar fregnir hafa borist undanfarið. Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík hafa farið langt fram úr áætlunum og kostað skattgreiðendur um 415 milljónir. Áætlaður kostnaður var 158 milljónir. Ekki liggja fyrir haldbærar skýringar á því hvað það var sem varð til þess að kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi eða yfirhöfuð hvers vegna borgin er að vasast í framkvæmdum á borð við þessa. Þá var greint frá því á dögunum að Mathöllin við Hlemm hafi kostað um þrefalt meira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem átti að vera 107 milljónir, endaði í um 310. Veitingamenn í einkarekstri gætu sennilega ekki staðið undir þreföldum upphafskostnaði miðað við það sem lagt var upp með. Listinn er langt í frá tæmandi. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér agaleysi í heimilisbók- haldinu, en fólk sem sýslar með annarra manna fé virðist ekki jafn staðráðið í að halda að sér höndum. Skattfé er ekki náttúruleg uppspretta tekna. Fjölmargt annað er hægt að tína til. Ríkið kýs til dæmis að greiða að fullu fyrir liðskipti á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum, stundum þrefalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúlanum í Reykjavík, og Vaðla- heiðargöng munu kosta skattgreiðendur um 17 milljarða en ekki 9, líkt og lagt var upp með. Þetta er á íslensku kallað hamslaust bruðl. Lík- legast er þó að enginn taki ábyrgð, almenningur borgi reikninginn og málin gleymist eins og svo oft áður. Auglýst er eftir ábyrgum fjármálastjóra til að hefja störf hjá hinu opinbera hið fyrsta. Hæfnis- kröfur eru almenn skynsemi og virðing fyrir skattborgurum. Af bruðli 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r10 s K o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 1 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D B -E B 2 0 2 0 D B -E 9 E 4 2 0 D B -E 8 A 8 2 0 D B -E 7 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.