Fréttablaðið - 19.09.2018, Síða 12

Fréttablaðið - 19.09.2018, Síða 12
Forsaga málsins er í stuttu máli sú að í leik liðanna á Seyðisfirði vísaði dómarinn leikmanni Völs­ ungs ranglega af velli með rauðu spjaldi. Dómarinn taldi, með röngu, að hann hefði nú þegar áminnt leik­ manninn þegar hann áminnti hann undir lok leiksins og rak hann þess vegna af velli. Huginn vann leikinn með marki sem liðið skoraði eftir að vera á óréttmætan hátt orðið einum leikmanni fleiri. Eftir leikinn áttaði dómarinn sig á mistökum sínum og leiðrétti þau á leikskýrslu sinni á þann hátt að brottvísun leikmanns­ ins var ekki skráð á leikskýrsluna og þar af leiðandi var hann ekki úrskurðaður í leikbann. Eftir að aga­ og úrskurðarnefnd úrskurðaði um að úrslit leiksins skyldu standa þrátt fyrir framkvæmd leiksins og frágang leikskýrslunnar og meint óvinveitt samskipti milli forráðamanns Völ­ sungs og starfsmanns KSÍ, var mál­ inu skotið til áfrýjunardómstóls KSÍ. Þar var úrskurði aga­ og úrskurðar­ nefndarinnar hnekkt og dómur kveðinn upp um að leikurinn í heild sinni skyldi endurtekinn. Völsungur fær því aukalíf í bar­ áttunni um að komast upp úr 2. deildinni og Huginn sem er nú þegar fallinn þarf að mæta aftur til leiks með ærnum tilkostnaði. Huginn fær engan kostnað greiddan á meðan ferðakostnaður Völsungs vegna nýs leiks er greiddur að fullu af KSÍ. Fram kemur í dómi áfrýjunardómstólsins að óumdeilt sé að dómarinn hafi gert mistök og er þar líklega vísað til athugasemda eftirlitsdómara leiksins sem hefur ekki vald til þess að dæma leikinn, ummæla dómara leiksins þar sem hann viðurkennir mistök sín og frágangs dómara leiks­ ins á leikskýrslu sem gerð var í sam­ ráði við annan starfsmann KSÍ. Með því að gera þessi mistök, það er að veifa rauða spjaldinu fyrir agabrot sem hefði átt að verð­ skulda gult spjald, hafi dómarinn metið aðstæður rangt, farið út fyrir það svigrúm sem knattspyrnulögin veita og því sé leikurinn ógildur. Frá­ gangur leikskýrslunnar hafi einnig farið á svig við það sem lög og reglur KSÍ kveða á um. Það er alkunna að dómarar leikja, líkt og aðrir þátttak­ endur hans, gera mistök og hæpið er að aga­ og úrskurðarnefnd KSÍ eða áfrýjunardómstóli KSÍ sé heimilt að láta endurtaka leiki vegna mistaka starfsmanns KSÍ. Þannig sé liðið sem ekkert hefur til saka unnið látið gjalda fyrir mistök sem starfsmenn KSÍ gera. Þarna er enn fremur skyggnst inn í hugarheim dómara á þeim tíma sem hann tók ákvörðunina eftir leik og úrslitum var breytt þar sem mistök hans leiddu til óhagstæðra úrslita fyrir það lið sem fyrir mistök­ unum varð. Þetta gæti orðið til þess að félög freistuðust í framtíðinni til að kæra í meiri mæli rangar ákvarð­ anir dómara um agabrot í leikjum sem verður til þess að úrslit leikja ráðist inni í dómssal en ekki á knatt­ spyrnuvellinum eins og eðlilegra er. hjorvaro@frettabladid.is HK - Haukar 18-27 HK: Sigríður Hauksdóttir 9, Elna Ólöf Guð- jónsdóttir 2, Díana Kristín Sigmarsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2. Haukar: María Ines Pereira 8, Berta Rut Harðardóttir 8, Turið Arge Samuelsen 4, Karen Helga Díönudóttir 2. Selfoss - Fram 24-30 Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 6, Sarah Boye Sörensen 2. Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 4. Nýjast Olís-deild kvenna Fótbolti Síðdegis í dag leika Hug­ inn og Völsungur merkilegan leik í sögu íslenskrar knattspyrnu. Huginn hafði betur í leik liðanna í 10. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu karla um miðjan ágúst. Þar sem áfrýjunar­ dómstóll KSÍ áleit að maðkur hefði verið í mysunni við framkvæmd leiksins af hálfu dómara sem og við gerð leikskýrslu eftir leikinn telur dómstóllinn réttast að leikurinn verði endurtekinn. Viðmælendur Fréttablaðsins, bæði almenna knattspyrnuáhuga­ menn sem og löglærða, rekur ekki minni til þess að knattspyrnuleikur hafi þurft að fara fram að nýju vegna mistaka dómara. Þeir aðilar sem Fréttablaðið ræddi við telja að dómur áfrýjunardómstólsins opni á ormagryfju, sem sé ekki heillavæn­ legt fyrir knattspyrnuna til framtíð­ ar. Það sé ekki góð þróun að mistök dómara leiði til dómsmála. Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. Það var innan þessara veggja sem áfrýjunardómstóll KSÍ kvað upp dóm um að Huginn og Völsungur þurfi að spila leik sinn að nýju. nOrdicpHOtOS/Getty Firmino kom, sá og sigraði af bekknum á Anfield í gær Augnablikið sem réð úrslitum Meistaradeild Evrópu hófst í gær með látum og var leikur Liverpool og PSG á Anfield bráðfjörugur allt fram á loka- sekúndurnar. Franska liðið virtist ætla að stela stigi en hinn brasilíski Roberto Firmino skorar hér sigurmark Liverpool í uppbótartíma. Æfði hann ekki með liðinu í vikunni eftir að hafa meiðst á auga í leik liðsins um helgina en hann reyndist þó hetja heimamanna í leikslok. nOrdicpHOtOS/Getty ára s. 511 1100 | www.rymi.is Rafmagnstjakkar Kynningarverð: 282.897 kr. m/vsk Fótbolti Guðjón Baldvinsson, leik­ maður Stjörnunnar, framlengdi í gær til þriggja ára í Garðabænum. Samningur hans hjá uppeldisfélag­ inu var að renna út að tímabilinu loknu en Guðjón mun leika áfram í Garðabænum. Guðjón hefur ekki verið jafn iðinn við kolann fyrir framan mark­ ið í sumar líkt og oft áður en hefur þrátt fyrir það verið einn mikilvæg­ asti leikmaður liðsins. Vann Stjarnan bikarmeistara­ titilinn í karlaflokki í fyrsta sinn á dögunum og er í harðri baráttu við Valsmenn um Íslandsmeistara­ titilinn. – kpt Guðjón búinn að framlengja 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m i Ð V i K U D A G U r12 s p o r t ∙ F r É t t A b l A Ð i Ð sport 1 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D B -E 6 3 0 2 0 D B -E 4 F 4 2 0 D B -E 3 B 8 2 0 D B -E 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.