Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2018, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 19.09.2018, Qupperneq 20
Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteins- dóttir Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveg@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid. is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Á hverju einasta heimili á Íslandi eru hleðslutæki. Þau geta verið þó nokkur og þau eru fleiri eftir því sem fleiri eru í fjölskyldunni. Það þarf að hlaða nokkra síma, spjaldtölvur, leikja- fjarstýringar, heyrnartól, úr og fleiri tæki,“ segir Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Heimkaupa. „Það getur verið hvimleitt að hlaða tækin í mörgum herbergjum og á sama tíma henda reiður á því hvar hleðslusnúrurnar og hleðslukubb- arnir eru. Hleðslustöðvar eru tilvaldar til að einfalda heimilið og koma á betra skipulagi. Snjallhleðslu- stöðin Charging Center One frá Enox, sem fæst á Hópkaupum, er nett tæki sem hleður átta tæki í einu með USB, hratt og örugg- lega,“ segir Jóhann. „Tækið þarf bara eina innstungu og leysir alla hleðslukubba á heimilinu af hólmi. ENOX Charging-Centre-One er fjöltengi nútímans. Það er upp- lagt að geyma allar snúrur á sama stað og hleðslustöðina og þá vita allir á heimilinu hvar tækið er og hvar á að hlaða,“ segir Jóhann. „Enox hleðslustöðin er upp- lögð fyrir fjölskyldur sem vilja einfalda heimilið og hreinsa til! Snjallhleðslustöðin er búin hraðhleðslu, svo að full hleðsla næst á eins skömmum tíma og mögulegt er,“ segir Jóhann. „Á stafrænum skjá er hægt að sjá stöðu á hleðslu hvers tækis fyrir sig og aflið sem hleðslustöðin er að senda til til- tekins tækis. Charging Center One er komin til landsins og það er hægt að kaupa hana á hopkaup.is og sækja hana svo í Gamestöðina,“ segir Jóhann. „Hún kostar bara 4.990 krónur.“ Um ENOX „ENOX GROUP hefur verið starf- andi á Þýskalandsmarkaði í yfir 10 ár en á sér yfir 40 ára sögu,“ segir Jóhann. „ENOX hefur verið virkt í hönnun, framleiðslu og alþjóð- legri markaðssetningu á afþrey- ingar- og samskiptatækjum fyrir heimili í yfir hálfa öld. ENOX GROUP hefur unnið til fjölda verðlauna á síðustu 10 árum fyrir vörur sínar en í vörum þeirra sameinast nýjasta tækni, gæði og ending á hagstæðu verði,“ segir Jóhann. „Allar ENOX GROUP vörur eru framleiddar og hann- aðar eftir þýskum gæðastöðlum í Asíu, eins og flestar vörur í þessum geira, og því notar fyrirtækið slag- orðið „þýsk gæði – asísk smíð“.“ Charging Center One hleðslustöð Charging Center One hleðslustöðin leysir öll hleðslutæki á heimilinu af hólmi. Bretti Þórunnar eru í formi fjalla. Kertin eru vistvæn. Grágrýtisspeglar Þórunnar vöktu athygli Dezeen, en með þá komst Þórunn í 20 manna úrtak úr35.000 hönnuða hópi. Þórunn segir hugmyndina á bak við MUN á Baróns- stíg að sameina krafta hönnuða. MYNDIR/EYÞÓR Ég komst í 20 manna úrtak úr hópi 3.500 hönnuða um hönnunarverðlaun Dezeen með spegla úr grágrýti og gleri nú í ágúst. Verðlaunin sneru að hönnun sem ýtir undir hægari neysluhyggju og það er hugmyndin á bak við speglana, hugtakið um „slow design“ og hvernig efnið er nýtt. Speglarnir komust þó ekki lengra í keppn- inni en það er æðislegt að fá viðurkenningu sem þessa,“ segir Þórunn Hannesdóttir, vöru- hönnuður hjá Færinu. Hún segir „slow design“ endurnýtingu áberandi í íslenskri hönnun. „Slow design og samfélagsvæn hönnun tel ég að leiki stórt hlut- verk í hugmyndafræði íslenskra hönnuða. Við vinnum svo náið með framleiðendum og fram- leiðum einnig sjálf í mörgum tilfellum. Það verður til þess að hönnuðurinn hugsar það sem hann gerir, bæði samfélagslega og efnislega. Þessa hluti þarf ekki bara hönnuðurinn að hafa í huga heldur framleiðsluiðnaður- inn allur. Við þurfum að hugsa hlutina lengra og fara vænni leið inn í framtíðina. Reyna til dæmis að endurnýta það sem hægt er og það hefur verið leiðarstef hjá mér í minni hönnun.“ Þórunn er hluti af hönnunar- stúdíóinu Mun á Barónsstíg en þar eru einnig Ihanna home, IIDEM Jewellery, Bybibi, Fjaðra- fok og Anna Thorunn. Þórunn sendi nýlega frá sér nýjar vörur sem allar eru umhverfisvænar. „Ég er með fjóra nýja ilmi í ilmkertum. Olíurnar í kertunum eru náttúrulegar og endur- nýtanlegar en þær má nota sem húð- og nuddolíu. Kertin verða að vökva þegar kveikt er á þeim en olían verður ekki eins heit og vax. Þá var ég einnig að setja á markað skurðarbretti sem voru hönnuð fyrst 2014 en hafa verið í þróun. Þau eru innblásin af fjöllum, búin til úr hlyn og því mjúk fyrir hnífa. Á þau er borin repjuolía sem unnin er með vistvænni ræktun. Ég er stöðugt að pæla í þessum hlutum,“ segir Þórunn. Henni er einnig umhugað um að koma íslenskri hönnun í útflutning og vill hvetja hönn- uði til að sameina krafta sína. Sjálf tekur Þórunn virkan þátt í sýningum erlendis. „Ég sýndi bæði í Svíþjóð og Danmörku á þessu ári og vil vinna að því að sameina krafta íslenskra hönn- uða í útflutning. Það er til dæmis hluti af hugmyndinni á bak við Mun, að hönnuðir standi saman. Íslenskir hönnuðir standa ágætlega að vígi og við erum í stöðugri þróun. Leiðin er bara upp á við.“ Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is NÚ KÓLNAR Í VEÐRI Yfirhafnir, peysur, ullarbuxur og margt fleira Framhald af forsíðu ➛ Ertu í lEit að draumastarfinu? Finndu þitt starf á atvinna.frettabladid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . S E p T E M B E R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 1 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D B -F 5 0 0 2 0 D B -F 3 C 4 2 0 D B -F 2 8 8 2 0 D B -F 1 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.