Fréttablaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 23
Samkeppniseftirlitið tók dræmt í
þær hugmyndir.
Það var því fjárfest töluvert í
tækni. Við byggðum upp efnisgátt-
ir en hjartað sló ekki þar. Við erum
ekki tæknifólk. Það var því brugðið
á það ráð að selja þær. Tekin var
ákvörðun um að einfalda rekstur
Senu og einblína á styrkleika fyrir-
tækisins. Við lögðum því allt kapp
á að selja efni til kvikmyndahúsa,
sjónvarpsstöðvanna og VOD-þjón-
ustu símafyrirtækjanna – sem eru
reyndar nú komin í eina sæng – og
Netflix.
Jafnframt var unnið í að koma
skikki á útgáfu á tónlist, sem hafði
verið rekin með tapi árum saman.
Þegar rekstur var kominn í lag,
sterkir samningar við Spotify og
aðrar veitur, þá var brugðið á það
ráð að selja útgáfuna til Öldu sem
stýrt er af Sölva Blöndal og Ólafi
Arnalds tónlistarmönnum. Þeir
kunna fagið upp á sína tíu fingur og
eru með öflugt tengslanet á meðan
við vorum með brunablöðrur á
öllum fingrum eftir reksturinn.
Þau viðskipti voru afar hagkvæm
tel ég, bæði fyrir okkur, kaupendur
og tónlistarfólk.“
Gæða kvikmyndahús dafna
„Og þá er komið að þriðja fas-
anum. Fyrirtækið býr að sterku
þekkingarfólki í hverjum geira,
Tínó leiðir kvikmyndadeild okkar,
Ólafur tölvuleiki, Ísi tónleikahald
og Ásta María daglegan rekstur
kvikmyndahúsa og starfsmanna-
mál. Þetta er allt fólk með mikla
ástríðu fyrir því sem það gerir og
gífurlega þekkingu. Við Solla skrif-
stofustjóri og Lilja Ósk markaðs-
stjóri sinnum því svo að styðja við
þessa starfsemi ásamt öðru starfs-
fólki. Nú erum við að fjárfesta
ríkulega í Smárabíói og teljum að í
samkeppni við sófann og fína sjón-
varpið heima í stofu þurfi sífellt
að bjóða upp á betri bíósali og
alla upplifun. Við erum eitt fyrsta
bíóið í Evrópu sem býður upp á
hágæða leysigeisla-sýningartæki í
öllum sölum og það eina á Íslandi,
fyrstir með Dolby Atmos-hljóð-
kerfi á Íslandi, höfum aukið pláss
á milli sæta, hleypt af stokkunum
nýrri veitingaþjónustu, boðið upp
á sjálfsala og fleira til að auðvelda
fólki að versla og sleppa við raðir,
sér aðstöðu fyrir afmæli, fleiri
viðburði fyrir börn, fjölskyld-
ur, unglinga og fyrirtæki.
Þarna verður mikil áhersla
hjá okkur í framtíðinni og
spennandi tímar.
Erlendis er þróunin
sú að kvikmynda-
hús sem fjárfesta í
gæðum vaxa og dafna
á meðan kvikmynda-
geirinn dregst saman um
eitt prósent á ári. Það verða
því færri vel staðsett og full-
komnari bíó sem standa eftir
á flestum mörkuðum og eru
í harðri samkeppni við aðra
afþreyingu.“
Ég lít á tónleikahald
eins og áhættufjár-
festingu í nýsköpun. Það
verður að skipuleggja fjölda
viðburða á hverju ári því eitt-
hvað af þeim mun fara afar
illa og þá er eins gott að það
sé ekki allt undir.
Meirihluti afkomu verði utan Íslands
Jón Diðrik hefur verið stjórnarfor-
maður Skeljungs frá árinu 2014
og á um 1% hlut í fyrirtækinu.
„Skeljungur hefur verið skemmti-
legt verkefni. Stefnan er skýr og
stjórnendateymið öflugt. Rekstur-
inn gengur vel en það hefur tekið
mörg ár að ná þeim árangri. Fyrsta
verkefni nýrra eigenda var að ná
tökum á kostnaði fyrirtækisins og
samþætta reksturinn við starf-
semina í Færeyjum auk þess að
skrá fyrirtækið á markað. En okkur
hefur tekist að lækka rekstrar-
kostnað Skeljungs mikið þrátt
fyrir launahækkanir og á sama
tíma fjárfest í öryggi og gæðum.
Nú þegar fyrirtækið er orðið ein-
faldara og skilvirkara verður lögð
áhersla á þróunarstarf og sókn
á nýja markaði, nokkuð sem við
erum búin að vera að undirbúa í
mörg ár.“
Jón Diðrik segir að stefnt sé á
að sækja áfram fram á Norður-Atl-
antshafi, sem sé vaxandi markað-
ur, og að vöxturinn í nánustu fram-
tíð verði mestur þar og í kringum
nýja orkugjafa í Færeyjum.
„Mín framtíðarsýn er að meiri-
hluti afkomu Skeljungs verði utan
Íslands en stór hluti tekna er nú
þegar erlendis og vona ég að
fyrirtækið verði fyrir vikið áhuga-
verðara í augum erlendra fjárfesta
í framtíðinni enda þjónustufyrir-
tæki á Norður-Atlantshafi,“ segir
hann.
Talið berst að því að horfur eru
á að bílar hætti með tíð og tíma
að brenna eldsneyti. „Það verður
farin blönduð leið að okkar áliti.
Þetta verður ekki eins og með
VHS-spólurnar og Beta þegar
einungis önnur tæknin stóð uppi
með pálmann í höndunum. Skelj-
ungur veðjar á að bílar verði einnig
knúnir áfram af vetni og mun hafa
opnað þrjár vetnisstöðvar um
áramót. Vetni mun henta betur
fyrir stærri bíla og stærri flutninga.
Sá orkugjafi er góður geymslu-
kostur fyrir rafmagn. Það væri auk
þess afar kostnaðarsamt varðandi
uppbyggingu innviða ef öll öku-
tæki yrðu knúin áfram af rafmagni.
Vetni, metan og rafmagn eru allt
innlendir orkugjafar sem vonandi
hafa allir hver sitt hlutverk,“ segir
hann.
Fasteignaþróun fari vaxandi
Jón Diðrik vekur athygli á því að
með breyttum orkugjöfum fyrir
bíla muni bensínstöðvum að öllum
líkindum fækka. Annað væri óhag-
kvæmt. „Fyrir utan sókn á Norður-
Atlantshafi og tengda orkugjafa í
Færeyjum mun æ stærri hluti af
umsvifum fyrirtækisins í fram-
tíðinni tengjast fasteignaþróun á
fyrrverandi bensínstöðvum sem
ganga munu í endurnýjun lífdaga.“
Þú ert einn fárra stjórnarmanna í
skráðum fyrirtækjum sem hafa fjár-
fest myndarlega í viðkomandi fyrir-
tæki. Hvernig horfir það við þér?
„Ég vel yfirleitt þrjú verkefni til
að sinna á hverjum tíma,“ segir Jón
Diðrik sem er stjórnarformaður
og fjárfestir í Hótel Húsafelli og
tengdri starfsemi auk fyrrnefndra
fyrirtækja. „Þá er eðlilegt að eiga
eitthvað undir sjálfur því ég er
svo heppinn að vera í þeirri stöðu
að geta það. Það er hins vegar
áhyggjuefni hvað það eru mörg
fyrirtæki á hlutabréfamarkaði þar
sem krafta einkafjárfesta nýtur
ekki við.
Það sem ég óttast mest er að
umhverfi stjórna stýrist af því að
gera ekki mistök. Við þær aðstæð-
ur er auðveldast að gera ekki neitt.
Þá skapast sú hætta að stjórnin
ráðist ekki í þær breytingar sem
eru nauðsynlegar. Rekstur fyrir-
tækisins mun líða fyrir það þegar
fram í sækir. Að þessu sögðu hef
ég verið svo heppinn með sam-
starfsfólk í stjórn Skeljungs að það
hefur viljað taka þátt í breyting-
unum, ólíkir einstaklingar með
fjölbreytta reynslu auk þess að
vera gott og skemmtilegt fólk.“
Með auknum umsvifum erlendis vonast Jón Diðrik til þess að Skeljungur
verði áhugaverðari kostur í augum erlendra fjárfesta. Fréttablaðið/GVa
Fyrstu stóru tónleikarnir sem haldnir voru á Íslandi eftir hrun voru hljómleikar Eagles árið 2011. Sena live stóð að tónleikunum og skipuleggur nú yfir 20 viðburði á ári. Fréttablaðið/StEFán
Það kom mér einmitt skemmti-
lega á óvart að samkvæmt ársreikn-
ingi var 6 prósenta vöxtur í tekjum
kvikmyndahússins í fyrra.
„Það hefur verið aukning hjá
Smárabíói en hins vegar er það
ekkert launungarmál að rekstur
minni kvikmyndahúsa er erfiðari
eins og í tilviki Háskólabíós. Við
höfum aðgreint kvikmyndahúsin
á þá vegu að Háskólabíó er eins
konar Cannes með áherslu á list-
rænar kvikmyndir og íslenskar,
með númeruð sæti og ekkert hlé,
á meðan Smárabíó er Hollywood
þar sem allar stærstu og vinsæl-
ustu myndirnar eru sýndar í bestu
mögulegu tæknilegum gæðum.
Það má segja að stærri myndirnar
séu stærri en þær voru en að sama
skapi fer fólk ekki jafn oft í bíó og
áður fyrr þegar ungt fólk sá flestallt
í bíó.
Einnig höfum við lagt mikla
áherslu á gott samstarf við íslenska
kvikmyndagerð. Við reynum að
koma með verðmæti í framleiðslu-
ferilinn og komum að dreifingu og
markaðssetningu á íslenska mark-
aðnum. Það skiptir miklu máli að
það sé mikil gróska í þessu og gífur-
lega gaman að fylgjast með frábæru
starfi í þessum geira.“
Hvað sáuð þið í félaginu fyrst það
þurfti að endurskipuleggja rekstur-
inn jafn mikið og raun ber vitni?
„Við töldum að verðmætin
lægju í Smárabíói og miklu safni
af íslenskri tónlist. Ef við yrðum
að loka öllu nema því væri grunn-
verðmætið í lagi. Einnig að afþrey-
ing er ekki að minnka í mikilvægi
en hvernig hennar er notið tekur
endalausum breytingum og við
viljum vera þar þátttakendur,“
segir Jón Diðrik.
timberlake, bieber og Kevin Hart
Fyrir nokkrum árum ákvað Sena
ásamt Ísleifi Þórhallssyni tónleika-
haldara að setja aukinn kraft í tón-
leika og aðra viðburði með við-
burðafyrirtækinu Senu Live, sem
hefur meðal annars flutt inn tón-
listarmennina Justin Timberlake,
Justin Bieber og Eagles auk skemmti-
kraftanna John Cleese, Jeff Dunham,
Ricky Gervais og Kevin Hart.
„Ég lít á tónleikahald eins og
áhættufjárfestingu í nýsköpun. Það
verður að skipuleggja fjölda viðburða
á hverju ári því eitthvað af þeim mun
fara afar illa og þá er eins gott að það
sé ekki allt undir. Fyrir stóra við-
burði eins og Justin Bieber fengum
við aðra með okkur í lið til að dreifa
áhættunni. Nú erum við með yfir 20
viðburði á ári. Ég tel einnig að Ísi og
samstarfsfólk í Senu Live hafi tekið
tónleikahald upp á nýtt stig. Það er
mikill metnaður fyrir gæðum og
upplifun og keppnisskap um að allt
sé eins og best gerist í heiminum í
tónleikahaldi. Það sést á viðburðum
Senu Live. Núverandi verkefni er að
ná tökum á rekstri tónlistarhátíðar-
innar Iceland Airwaves og teljum
við að sú næsta verði ein sú öflugasta
hingað til.“
Er erfitt að fá þessi allra stærstu nöfn
til landsins?
„Já. Það þarf svo margt að falla með
þér. Oft höfum við átt í viðræðum við
tónlistarmenn og allt er klappað og
klárt en á síðustu stundu ákveða þeir
að hnika til áfangastöðum í tóna-
leikaferðinni og þá dettum við út.
Við gátum til dæmis boðið Eagles
að æfa í þrjá daga áður en tónleika-
ferðin þeirra hófst og því létu þeir slag
standa. Timberlake vildi sjálfur ljúka
túrnum hér á landi og Bieber vildi sér-
staklega koma til landsins.
Núna erum við meðal annars í
samstarfi með umsvifamiklum tón-
leikahöldurum sem halda tónleika í
Norður-Evrópu en eru ekki með starf-
semi á Íslandi. Þeir spyrja því hvort
við höfum áhuga á að halda ýmsa
tónleika hér á landi til að þeir geti
boðið tónlistarmönnum upp á enn
stærri túr. En það er dýrara að halda
tónleika hér en annars staðar. Við
höfum misst af tónleikum jafnvel þótt
við höfum boðið betur en gert var í
Danmörku því það er mun ódýrara
að keyra trukk til Kaupmannahafnar
sem hluta af tónleikaferðalagi en að
fljúga hingað til Íslands með allan
búnaðinn. Og það getur verið erfitt
að finna hótel á eðlilegum kjörum á
sumrin.“
Fjárfest í CP reykjavík
Jón Diðrik segir að Sena gangi vel. „Nú
bætum við öðrum þekkingargeira
við með samstarfi og fjárfestingu í CP
Reykjavík. Þar eru frábærir aðilar eins
og Lára, Marín, Anna og Sirrý, sem
hafa gert frábæra hluti í ráðstefnum,
hvataferðum og viðburðum. Það er
mikil rekstrarleg samlegð en tæki-
færi fyrir þær að nýta sína krafta til
að vinna enn betur með sínum við-
skiptamönnum í gegnum samstarf
við Senu og Senu Live í grunnrekstri.“
7markaðurinnM I Ð V I K U D A G U R 1 9 . s e p t e M b e R 2 0 1 8
1
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
C
-0
8
C
0
2
0
D
C
-0
7
8
4
2
0
D
C
-0
6
4
8
2
0
D
C
-0
5
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K