Fréttablaðið - 19.09.2018, Page 24

Fréttablaðið - 19.09.2018, Page 24
Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum Eva Dögg Guðmunds-dóttir var ráðin mark-aðsstjóri Creditinfo í vor en hún hefur víð-tæka reynslu af mark-aðsmálum. Eva segir að ein helsta áskorunin í starfinu sé að finna jafnvægið á milli þess að beita rökhugsun og að hlusta á innsæið. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég á stóra fjölskyldu og heimilið er sprelllifandi og fjörugt. Ég nýt þess að vera með börnunum en á sama tíma veit ég fátt betra en að eiga hljóða stund í garðinum og fá mold undir neglurnar. Ég á fimm börn og mikið af pottaplöntum sem ég hef mikla unun af að fylgjast með og sjá vaxa og dafna. Það er mér líka mikil- vægt að ferðast og víkka sjóndeildar- hringinn. Ég byrjaði að ferðast mikið í menntaskóla og flutti út strax eftir stúdentspróf. Þannig að þó ég búi á Íslandi í dag og ali börnin mín upp hér þarf ég á stærri heimi að halda. Hvernig er morgunrútínan þín? Hún er svolítið mismunandi. Þegar börnin á heimilinu eru fimm snýst allt um að koma þeim af stað. Þegar þeir eru hins vegar bara tveir eru lætin aðeins minni. Ég er þó með eina reglu. Þegar morgnarnir eru hvað hektískastir heima fyrir og stórir dagar fram undan í vinnunni reyni ég að stoppa á leiðinni í vinnuna og kaupa mér góðan kaffi- bolla og eitthvað með honum og jarðtengja aðeins áður en ég byrja daginn. Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? Ég sótti frábæran fund hjá Íslands- banka á vegum Nordic Finance Innov ation. Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég er mikill bókaormur en næ ekki að lesa eins mikið og mig langar í augnablikinu. Ég er með nokkrar góðar í gangi, The Ministry of Utmost Happiness eftir Arundhati Roy er á náttborðinu og byrjar mjög vel. Power eftir Naomi Alderman sömuleiðis. Ég er líka með bækurnar How Not to Be Wrong – The Power of Mathemat ical Thinking eftir Jor- dan Ellenberg og Happiness eftir heimspekinginn Frédéric Lenoir á leslistanum. Þær bíða þolinmóðar eftir mér í bókahillunni heima. Annars hef ég gripið til þess ráðs að lesa meira af ljóðum þegar tím- inn er af skornum skammti og á mér eitt uppáhalds, sem ég las einmitt í síðustu viku, eftir Margaret Atwood – Half Hanged Mary. Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Að ná að hlusta á innsæið. Jafn- vægið í að beita rökhugsun án þess að kæfa innsæið. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? Sennilega að velja rétt og hafa úthald til að fylgja því vali eftir. Það er mikið umbreytingatímabil í gangi í fjármálaheiminum og því fjölmörg tækifæri sem bjóðast. Það þarf að hafa kjark til að velja þau tækifæri sem vinna á áfram með og fylgja þeim eftir. Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá Creditinfo á næstu árum? Við eins og aðrir þurfum að velja rétt og taka góðar ákvarðanir. Credit info Group er með starfsemi í fjórum heimsálfum og þökk sé gögnum og lausnum frá okkur hefur um 1 milljarður einstaklinga og fyrirtækja aðgang að lánsfé. Opnun nýrra markaða og umbreytingar- tímabilið sem er í fullum gangi hefur verið hluti af árangri félagsins en við þurfum líka að segja nei við ein- hverjum tækifærum sem bjóðast og skerpa fókusinn enn frekar. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Mig hefur alltaf langað til að geta skrifað. Eða málað … Ég ætlaði líka alltaf að verða læknir eða lög- fræðingur og einkaspæjari. Væri til í þetta allt saman! Svo á ég mér draum um að fara einhvern tímann í doktorsnám í stærðfræði og heim- speki. Ætla mér að róa öllum árum að því að láta hann rætast í einhverri mynd. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig eiginlega fyrir mér á sama stað eftir tíu ár. Á þeim tíma verður morgunrútínan samt aðeins önnur, pottablómin fleiri og bækurnar sem bíða á bókahillunni orðnar aðrar. Ég er forvitin og geri mikla kröfu um að ég læri eitthvað alls staðar sem ég kem. Hlakka til að sjá hvert það leiðir mig á tíu árum. Eva Dögg Guðmundsdóttir markaðsstjóri segir mikið umbreytingatímabil í gangi í fjármálaheiminum og í því felist fjölmörg tækifæri. Fréttablaðið/Ernir Helstu drættir nám l Diploma í markaðshagfræði og frumkvöðlafræði frá Niels Brock í Kaupmannahöfn. Stúdentspróf af náttúrufræði- braut I frá Menntaskólanum í Reykjavík. Störf l Country Manager á almanna- tengslastofunni Spalt í Kaup- mannahöfn 2003-2005. l Rekstrarstjóri i8 gallerís frá 2005 til 2006. l Markaðsdeild Landsbankans frá 2006 til 2012. l Framkvæmdastjóri og einn eigenda hönnunarstofunnar Döðlur frá 2012 til 2013. l Key Account Manager hjá Jónsson & Le’Macks frá 2013 til 2016. l Business Development og Partn ership Management hjá Plain Vanilla / QuizUp árið 2014. l Verkefnastjóri í markaðsdeild Marel frá 2017 til 2018. l Markaðsstjóri Creditinfo frá apríl 2018. Fjölskylduhagir l Í sambúð með Ingva Þór Guðmundssyni, sérfræðingi í vöruþróun hjá Icelandair. Eigum samanlagt fimm börn á aldrinum 3 til 12 ára. Ef stærstu olíufram-leiðsluríkjum heims mistekst að bæta upp þverrandi olíufram-leiðslu í Venesúela og Íran gæti skortur á fram- boði leitt til þess að heimsmarkaðs- verð á Brent-hráolíu hækki vel yfir 80 dali á fatið, að mati sérfræðinga Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Þeir benda á að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir olíu á heimsvísu sé með öllu óvíst hvort ríki innan OPEC, samtaka olíuútflutnings- þjóða, sem og ríki sem standa þar fyrir utan, eins og Rússland, geti annað eftirspurninni með því að auka olíuframleiðslu sína. „Við erum að ganga í gegnum afar örlagaríkt tímabil,“ segir í nýlegri mánaðarskýrslu stofnunarinnar. Verð á Brent-hráolíu fór í síðustu viku yfir 80 dali á fatið í fyrsta sinn frá því í apríl. Nálgast olíuverð nú fjögurra ára hámark og telja grein- endur líkur standa til þess að verðið haldi áfram að hækka næstu mán- uði og haldist jafnvel nokkuð yfir 80 dölunum. Hækkanir síðustu mánaða stafa aðallega af þeirri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamn- ingnum sem ríkið, ásamt Frökkum, Bretum, Rússum, Kínverjum, Þjóð- verjum og Evrópusambandinu, gerði við Írani árið 2015. „Staðan í Íran er ráðandi þáttur í verðþróun- inni,“ segir Helima Croft, greinandi hjá Royal Bank of Canada, í samtali við Financial Times. Í samningnum umrædda fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorku- framleiðslu sína gegn því að heims- veldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Viðskiptaþving- anir Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran taka gildi á ný í nóvember og verða afleiðingarnar líkast til þær að olíuframleiðsla ríkisins mun dragast verulega saman, með til- heyrandi smitáhrifum á alþjóðlega olíumarkaði. Olíuútflutningur Írana hefur þegar dregist saman um 500 þúsund föt á dag frá því í maí en ekki þykir ólíklegt að útflutningur- inn muni að endingu minnka í eina milljón fata á dag. Til samanburðar hefur Íran á síðustu misserum fram- leitt hátt í fjórar milljónir olíufata á dag eða um fjögur prósent af allri olíu á heimsmarkaði. Skapar „mikla óvissu“ Talið er að flest fyrirtæki, sér í lagi í Bandaríkjunum og Evrópu, muni hlíta viðskiptaþvingunum Banda- ríkjastjórnar og hætta viðskiptum við Íran af ótta við að missa ann- ars dýrmætan aðgang að Banda- ríkjamarkaði og bandarísku fé. Hins vegar er óvíst til hvaða bragðs önnur ríki kunna að taka. Alexand- er Novak, orkumálaráðherra Rúss- lands, varaði þannig við því í síðustu viku að refsiaðgerðir Bandaríkjanna myndu skapa „mikla óvissu“ á mörkuðum á meðan ekki lægi ljóst fyrir hvaða ríki hefðu í hyggju að hlíta kröfum Bandaríkjanna. Suðurkóresk fyrirtæki hafa til dæmis þegar hætt að kaupa íranska olíu og þá hafa fyrirtæki á Indlandi og í Kína dregið úr kaupum sínum undanfarið, þvert gegn yfirlýsingum ráðamanna ríkjanna um annað. Fréttaskýrandi Financial Times bendir á að þó svo að Sádi-Arabar og bandamenn þeirra bæði innan og utan OPEC, eins og til dæmis Rússar, hafi heitið því að auka fram- boð á olíu á heimsmarkaði hafi aukningin hingað til verið „mun minni“ en búist var við. Trump hefur einnig lagt orð í belg og hvatt stærstu olíuríki heims til þess að auka við framleiðslu sína, og þannig vega á móti minni fram- leiðslu í Íran, en ákall forsetans hefur litlu skilað. Stjórnmálagrein- endur telja að hátt olíuverð geti komið forsetanum í koll í þingkosn- ingum sem fara fram í landinu í nóv- ember en í því sambandi hefur verið bent á að um tíu prósenta lækkun á heimsmarkaðsverði geti sparað bandarískum neytendum á bilinu 38 til 76 milljarða dala á ári. Í fréttaskýringu Financial Times er einnig tekið fram að olíufram- leiðsla í Bandaríkjunum hafi aukist hægar en almennt hafði verið gert ráð fyrir. Það hafi átt þátt í hækkun- unum á hráolíuverði. Vinnsla á olíu og jarðgasi hefur sem kunnugt er tekið kipp í landinu á síðustu árum, þökk sé nýrri beit- ingu gamallar aðferðar sem felst í svonefndu vökvabroti (e. fracking), og er nú svo komið að Bandaríkin eru að nálgast að vera sjálfum sér næg um orkugjafa. Vísbendingar eru þó um að hægst hafi á framleiðslu- vextinum en þannig spáir banda- ríska orkumálaráðuneytið því nú að olíuframboð landsins aukist um 840 þúsund föt á dag en til saman- burðar var áður búist við vexti upp á eina milljón fata á dag. Ein ástæða þess að OPEC-ríkin hafa ekki aukið framleiðslu sína, þvert á væntingar, er óvissa um áætlaða olíunotkun í heiminum á næstu misserum, sér í lagi ef hægist á vexti heimshagkerfisins. „Krefjandi áskoranir í sumum nýmarkaðs- og þróunarríkjum valda því að horfur eru á minni vexti í heimshagkerfinu,“ sagði í nýlegri skýrslu OPEC. „Aukin spenna í við- skiptum og hertari peningastefna, samhliða vaxandi skuldasöfnun í heiminum, eru jafnframt áhyggju- efni.“ kristinningi@frettabladid.is Engar olíulækkanir í spákortunum Bitnar hart á flugfélögunum Hækkandi olíuverð hefur bitnað hart á Icelandair og WOW air, líkt og öðrum flugfélögum, á undanförnum mánuðum. Verð á þotueldsneyti hefur enda hækkað um allt að helming á ríflega einu ári en eldsneytiskostnaður er jafnan næststærsti kostnaðarliður flugfélaga. Flugfélögum hefur ekki tekist að mæta olíuverðshækkununum með því að hækka flugfargjöld, líkt og vonir þeirra stóðu til, og hefur það leitt til þess að olíu- kostnaður sem hlutfall af tekjum félaganna hefur aukist umtals- vert á stuttum tíma. Þannig nam kostnaðurinn um 25 prósentum af heildartekjum WOW air í fyrra en sambærilegt hlutfall hjá Icelandair var um 17 prósent. Hefur hlutfallið hækkað enn meira á þessu ári. WOW air er berskjaldaðra en Icelandair gagnvart olíuverðs- hækkunum enda ver félagið ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, sagði þó í samtali við Financial Times fyrr í vikunni að félagið hefði ákveðið að taka eldsneytisstefnu sína til endurskoðunar. Viðskiptadeilur bandaríkjanna og Kína gætu dregið úr eftirspurn eftir olíu til lengri tíma litið. norDicphotoS/GEtty Greinendur búast við því að heimsmarkaðs- verð á olíu haldist yfir 80 dölum á fatið á næstu mánuðum. Viðskipta- þvinganir Bandaríkja- stjórnar gegn Írönum munu minnka verulega framboð á olíu frá Íran. OPEC-ríkjunum ekki tekist að vega á móti framboðsskortinum. Svipmynd Gunnar Steinn Magnússon 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r8 markaðurinn 1 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D C -0 D B 0 2 0 D C -0 C 7 4 2 0 D C -0 B 3 8 2 0 D C -0 9 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.