Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2018, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 19.09.2018, Qupperneq 33
völdum verkum Ásmundar Sveins- sonar er skipt út fyrir verk starfandi listamanna. Hvað? Lífsblómið – Fullveldi Ís- lands í 100 ár Hvenær? 10.00 Hvar? Listasafn Íslands Sýningin Lífsblómið fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár. Titillinn er sóttur í skáldsögu Halldórs Lax- ness Sjálfstætt fólk, sem gerist á þeim tíma er Ísland varð fullvalda ríki. Rétt eins og þetta þekkta bók- menntaverk fjallar Lífsblómið um hina djúpu þrá eftir sjálfstæði. Hún fjallar einnig um það hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt full- veldið er. Í hundrað ára sögu full- veldisins hafa ýmsar ógnir steðjað að og varða þær bæði fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, verndun náttúrunnar og þátttöku og ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi. Fullveldið er ekki sjálfgefið og því þurfum við að hlúa vel að því. Rétt eins og lítil en harðgerð jurt þarf fullveldið á næringu að halda og þessi næring felst meðal annars í því að skiptast á skoðunum og deila heiminum með öðrum. Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 19. september 2018 Tónlist Hvað? Skátar snúa aftur Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra, Naustunum Rokkhljómsveitin Skátar heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík í rúm 5 ár í kvöld á Húrra ásamt tveimur mest upprennandi rokk- sveitum Reykjavíkur, Bagdad Broth ers og Man Kind. Hvað? Kjallaradjass Hvenær? 21.00 Hvar? Stúdentakjallarinn Hópurinn sem gerði mánudaga spennandi í fyrsta sinn í sögunni með Mánudjassi á Húrra ætlar að sanna í eitt skipti fyrir öll að mið- vikudagar eru hinir nýju fimmtu- dagar. Þeir munu tvinna litríka samba-ryþma og almenna gleði inn í grámóskulegt háskólasamfélagið. Kvöldin eru með frjálslegu ívafi og allir sem vilja syngja, dansa eða spila á hljóðfæri eru velkomnir og hvattir til að stíga fram í sviðsljósið og taka þátt. Gleðin í botn! Viðburðir Hvað? Erindi í tilefni af alheims- hreinsunardeginum Hvenær? 12.15 Hvar? Náttúrufræðistofa Kópavogs Tómas J. Knútsson flytur erindi í Náttúrufræðistofu Kópavogs í til- efni af alheimshreinsunardeginum. Í erindi sínu mun Tómas segja frá Bláa hernum sem eru samtök sem standa meðal annars fyrir hreinsi- verkefnum sem um 6.000 sjálfboða- liðar hafa tekið þátt í undanfarin tuttugu ár. Tómas hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín en fyrir skemmstu voru Blái herinn og Landvernd tilnefnd til Norrænu umhverfisverðlaunanna. Erindið er liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, Menning á miðviku- dögum, sem fer fram vikulega í Náttúrufræðistofu, Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs eða í Salnum. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Hvað? 10 ára afmæli Konfúsíusar- stofnunar Hvenær? 16.30 Hvar? Aðalbygging Háskóla Íslands og Kaldalón í Hörpu Kl. 16.30–17.30: Dagskrá í Hátíðar- sal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Kl. 20.00: Hátíðartónleikar í Kalda- lóni í Hörpu þar sem kínverskir og íslenskir tónlistarmenn koma fram. Á efnisskrá eru bæði kínversk og íslensk verk. Í tilefni þessa eru tónlistarmenn frá Tónlistaraka- demíu Kína sérstaklega komnir til landsins. Um er að ræða einstakan tónlistarviðburð. Hvað? Framtíðarmúsík – Útgáfuhóf Hvenær? 16.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Í bókinni „Framtíðarmúsík“ eru tólf greinar sem byggðar eru á nýjum rannsóknum og þróunarverk- efnum tengdum tónlistarmenntun og tónlistarmiðlun. Bókin er gefin út á vegum Rannsóknarstofu í listkennslufræðum, sem starfar undir hatti listkennsludeildar Lista- háskóla Íslands, í samstarfi við Háskólaútgáfuna. Fullyrða má að hún sé fyrsta bókin sem gefin er út á íslensku um náms- og kennslu- hætti í tónlistarnámi og fengur fyrir alla sem áhuga hafa á tón- listarmenntun á Íslandi. Ritstjóri er Kristín Valsdóttir. Meðritstjórar eru Ingimar Ó. Waage og Þorbjörg Daphne Hall. Hvað? Hlemmur Square presents : Matarsögur Hvenær? 18.00 Hvar? Hlemmur Square Þjóðþekktir rithöfundar lesa úr verkum sínum á Hótel Hlemmur Square á meðan leikarinn og kokkurinn Þröstur Leó lokkar með laxaþrennu. Sýningar Hvað? Leiðsögn um sýninguna ,,Frjáls í mínu lífi” Hvenær? 13.30 Hvar? Gljúfrasteinn Nú eru 100 ár liðin frá fæðingu Auðar Laxness og af því tilefni býður Gljúfrasteinn upp á leið- sögn um sýninguna „Frjáls í mínu lífi“ þar sem hönnun og handverk Auðar eru í öndvegi. Bóka þarf leið- sögn fyrirfram í síma 586 8066 eða í gegnum netfangið gljufrasteinn@ gljufrasteinn.is. Hvað? Innrás III – Matthías Rúnar Sigurðsson Hvenær? 10.00 Hvar? Ásmundarsafn Matthías Rúnar Sigurðsson vinnur meðal annars höggmyndir í stein. Klassísk handverksnotkun hans kallast skemmtilega á við verk Ásmundar og er fróðlegt að sjá ungan og upprennandi mynd- höggvara sýna verk sín í sam- hengi Ásmundarsafns. Árið 2018 eru fyrirhugaðar fjórar innrásir í sýninguna List fyrir fólkið, þar sem Nú eru 100 ár liðin frá fæðingu Auðar Laxness og af því tilefni býður Gljúfrasteinn upp á leiðsögn um sýninguna „Frjáls í mínu lífi“. FréttAbLAðið/ViLHeLm Hljómsveitin Skátar snýr aftur í kvöld á skemmtistaðnum Húrra. Whitney ...................................................... 17:45 Útey 22. júlí ............................................ 18:00 Kona fer í stríð (eng sub) ............. 18:00 Sorry to Bother You ...................... 20:00 Útey 22. júlí ............................................ 20:00 Söngur Kanemu (eng sub) .......... 20:00 Kvíðakast (Atak Paniki) .................... 22:00 Whitney ..................................................... 22:00 Sorry to Bother You ........................22:10 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Þjónustumiðstöð tónlistarfólks m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17m i ð V i K U D A g U R 1 9 . S e p T e m B e R 2 0 1 8 1 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D B -F E E 0 2 0 D B -F D A 4 2 0 D B -F C 6 8 2 0 D B -F B 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.