Fréttablaðið - 24.09.2018, Síða 4

Fréttablaðið - 24.09.2018, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN JEEP COMPASS LIMITED® jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ® EINI JEPPINN Í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI SEM BÝÐUR UPP Á LÁGT DRIF. Jeep ® Compass er útbúinn með alvöru fjórhjóladrifi: Jeep ® Active Drive, sem gerir ökumanni kleift að velja um fjórar drifstillingar sem taka mið af akstursundirlagi hverju sinni, Auto, Snow, Sand og Mud ásamt því að læsa milli fram- og afturdrifs í Limited og til viðbótar í Trailhawk er fimmta stillingin Rock ásamt lágu drifi. 2.0 lítra dísel 140 hö. eða 170 hö. og 170 hö. bensínvél. 9 gíra sjálfskipting. Litli bróðir Jeep® Grand Cherokee. JEEP® 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. VERÐ FRÁ 5.490.000 KR. ÖRFÁIR SÝNINGARBÍLAR MEÐ 500.000 KR. AFSLÆTTI. SveitarStjórnir „Ég taldi að ég gæti komið að gagni í þessu litla sam- félagi. Og ég fékk góða kosningu og er orðinn oddviti og sveitar- stjóri,“ segir Karl Magnús Krist- jánsson, fyrrverandi fjármálastjóri og aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Karl er alinn upp í Kjósinni og hefur ásamt eiginkonu sinni átt lög- heimili á Eystri-Fossá í landi Fossár í Hvalfirði síðustu tíu árin. Karl hefur verið varamaður í hreppsnefnd Kjósarhrepps og í stjórn nýlega stofnaðrar hitaveitu. Er hann lét af störfum á Alþingi vegna aldurs var hann hvattur til að gefa kost á sér í persónukosningum til hrepps- nefndar. Eitt af fyrstu verkefnum Karls í Kjósinni segir hann vera að vinda ofan af afleiðingum umdeildrar ákvörðunar kjararáðs frá í hitteð- fyrra um að hækka þingfararkaup alþingismanna um 44 prósent. „Ég er að takast á við hagræðingu í rekstri hreppsins og rek mig strax á mjög sérkennilega stöðu sem er komin upp hjá litlu sveitarfélög- unum. Þegar þingfararkaup var hækkað upp úr öllu valdi þá hækk- uðu nefndarmenn og flestir æðstu stjórnendur og millistjórnendur í sveitarfélögum um sömu upphæð,“ segir Karl sem kveður þessa nálgun hafa skotið skökku við miðað við hvernig Alþingi sjálft tók á ákvörð- un kjararáðs. „Forysta þingsins taldi þetta vera glórulausa hækkun en allt of mörg sveitarfélög hoppuðu bara á vagninn í góðri trú og eru að leggja á skattborgarana óeðlilegar hækkanir á launum nefnda og yfir- manna,“ segir Karl. Hjá Alþingi hafi hann fengið það hlutverk að gera tillögur um hvernig tryggja mætti að heildargreiðslur til þing- manna myndu lækka um um það bil 20 prósent frá því sem var með úrskurði kjararáðs. Með því myndu þeir fylgja almennum launabreyt- ingum undanfarinna ára. „Það tókst með því að lækka svo- kallaðan starfskostnað þingmanna og lækka fastan ferðakostnað. Síðan kem ég hingað og þá sé ég sveitar- félag sem er að fylgja þessum óeðli- legu hækkunum í góðri trú. Og engir eru gagnrýndir nema þing- mennirnir sem eru þó búnir að samþykkja að eitthvað skyldi gert á móti,“ segir Karl. „Það hefur komið mér á óvart að æðstu stjórnendur margra sveitarfélaga hafa ekki sýnt gagnrýni og festu þegar þeir fengu þessa miklu hækkun á meðan almennt starfsfólk sveitarfélaganna er að berjast við að fá sanngjörn, eðlileg laun.“ Karl kveðst hafa lýst því yfir fyrir hreppsnefndarkosningarnar að brýnt væri að yfirfara og jafn- vel endurskoða rekstur hreppsins og stofnana hans, ekki síst vegna mikilla fjárfestinga svo sem hjá Kjósarveitum sem hafa byggt upp glæsilega hitaveitu og hreppurinn samtímis fjárfest í eigin ljósleiðara- kerfi. „Ég sagði að við þyrftum að velta við hverjum steini. Enda var mitt fyrsta verk að leggja til tuttugu prósenta lækkun á öllum nefndar- greiðslum í hreppnum. Því var tekið ágætlega og það var samstaða um það.“ gar@frettabladid.is Undrast ofurlaunahækkun hjá mörgum sveitarfélaganna Fyrrverandi fjármálastjóri Alþingis gagnrýnir að á sama tíma og undið var ofan af umdeildri 44 prósenta launahækkun til alþingismanna hafi æðstu stjórnendur margra sveitarfélaga tekið alla hækkunina. Á meðan þurfi almennt starfsfólk að berjast fyrir eðlilegum launum. Ætlar að vinda ofan af afleiðingunum. „Þetta er tími sem er gaman að koma inn og líka tími sem er mikilvægt að við séum á varðbergi varðandi allt utanum- hald um þetta samfélag,“ segir Karl M. Karlsson, nýr oddviti og sveitarstjóri Kjósarhrepps. fréttablaðið/anton brinK DóMSMÁL Ungur karlmaður var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalaga- brot. Maðurinn var sýknaður af refsi- kröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt veg- farendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði mann- inn meðal annars hafa sparkað í hjól- reiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Lauga- vegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúkl- ingum. Hann hefði miklar aðsóknarr- anghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúk- dóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði. – jóe Dæmdur til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun vegna tuga brota StjórnSýSLa Hraða þarf fjölgun kvenna í Hæstarétti, að mati nefndar sem hefur eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismun- unar gegn konum. Aðeins ein kona hefur fast sæti í Hæstarétti. Í niðurstöðum nefndarinnar frá 2016 um framkvæmd samningsins hér á landi lýsti nefndin einnig áhyggjum af því hversu fáar konur starfa í löggæslu hér á landi og í utanríkisþjónustunni. Starfandi sendiherrar eru 37 og þriðjungur þeirra er konur. Mun hlutfallið aldrei hafa verið hærra. Hlutfall kvenna í löggæslu gæti einnig verið að aukast en konur eru orðnar jafn- margar körlum í lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Í erindi nefndarinnar frá 5. sept- ember er rekið eftir svörum stjórn- valda við ábendingum um tímasetta áætlun um fjölgun kvenna í þessar stöður. Svör áttu að berast nefnd- inni í mars síðastliðnum. – aá Fleiri konur í Hæstarétt Gréta baldursdóttir er eini kvendóm- ari Hæstaréttar. fréttablaðið/EyÞór frá réttargeðdeildinni á Kleppi. fréttablaðið/anton brinK 2 4 . S e p t e M b e r 2 0 1 8 M Á n U D a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E 5 -5 E 8 0 2 0 E 5 -5 D 4 4 2 0 E 5 -5 C 0 8 2 0 E 5 -5 A C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.