Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2018, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 24.09.2018, Qupperneq 11
Guðmundur Steingrímsson Í dag SÓTSVARTUR GAMANLEIKUR eftir Guðmund Brynjólfsson Frumsýnt 21. september Miðasala á tix.is SVARTLYNG GRAL KYNNIR Allt frá því að traust hrundi á Íslandi, til stjórnmála-manna aðallega (og bankamanna), fyrir 10 árum í Hruninu, sem við köllum svo – vegna þess að allt ein- hvern veginn hrundi – hefur reglulega skotið upp kollinum umræða um það innan stjórnmálanna hvernig megi auka traust og líka af hverju traustið sé svona lítið. Ég veit ekki alveg hvort ég treysti mér í þessa umræðu. Ég er svo- lítið ringlaður þegar kemur að þessum málum. Ég skil vel af hverju traustið er svona lítið en á sama tíma klóra ég mér í höfðinu yfir því. Á ákveðinn hátt kemur það mér alls ekki á óvart að alþingismenn skuli njóta lítils trausts. Ekki vegna þess að alþingismenn séu almennt svika- hrappar, heldur meira út af eðli starfs- ins og hvað það þýðir í samfélaginu að gegna því. Ég held að traust til alþingis muni alltaf endurspegla traust fólks almennt til þjóðar sinnar, samborgara og jafnvel sjálfs sín. Á þingi situr þver- skurður þjóðarinnar. Sextíu og þrír einstaklingar eru valdir af þjóðinni sjálfri til að sýsla með löggjafarvaldið. Á þingi situr þar af leiðandi alls konar fólk. Þar eru fulltrúar stálheiðar- legra, ekki svo heiðarlegra, athafna- samra, kærulausra, smámunasamra, mælskra, óheppinna, langrækinna, vænisjúkra, kærleiksríkra, fyndinna, ófyndinna og guð má vita hvað. Allt þetta fólk er kosið af okkur hinum. Hið athyglisverða er, að nánast daginn eftir að þessir fjölbreytilegu fulltrúar okkar taka sæti á þingi hætta flestir að treysta þeim, jafnvel af engri sýni- legri ástæðu. Fólkið – með hugsanlega einstaka undantekningum – hefur nákvæmlega ekkert gert af sér annað en að setjast á þing. Á þeim tíma- punkti hrynur traustið. Hvernig á að túlka þetta? Jú, ég held að þetta sýni að í grunninn treystir þjóðin ekki þjóðinni. Þjóðin er ósátt við sig. Hún hafnar vali sínu. Valið er spegill og spegilmyndin þykir ófögur. Þessi sjálfsóánægja er tekin út á alþingis- mönnum. Grunsamlegar alhæfingar Það sem vekur þessar grunsemdir mínar er einkum það, að hið almenna viðhorf um skort á trausti til þingsins er mjög oft sett fram sem alhæfing (og hér er ég að passa mig á því að alhæfa ekki). Þetta eru allt lygarar, þessir andskotar. Þetta er svíkjandi og ljúgandi allan daginn, þetta lið. Þau eru alltaf að rífast um ekki neitt. Svona alhæfingar eru augljóslega ekki réttar. Sumir eru hugsanlega lygarar (en ljúga þó varla allan daginn). Sumir eru svikarar. Sumir rífast, en þó sjaldnast um ekki neitt. Sumir ljúga bara alls ekki og hafa kannski aldrei logið á ævinni (sem mun ábyggi- lega koma þeim í koll). Sumir eru rosalega vandir að virðingu sinni og láta aldrei tæla sig í ómálefnalegt orðaskak, nema mögulega út af mis- skilningi. Í þessar manngreiningar er hins vegar sjaldan farið. Þetta segir mér að traustleysið sem ríkir til fólks í stjórnmálum snýst ekki um mann- kosti fólksins eða hvað það gerir eða gerir ekki, heldur snýst þetta meira um almenna stemningu. Það eru ein- faldlega ákaflega fáir reiðubúnir til þess að treysta alþingismönnum. Það er bara þannig. Það er nánast hægt að skrifað það inn í starfslýsingu þing- manns að taki manneskja sæti á þingi skuli hún gera ráð fyrir því að missa traust og vera tortryggð sem slík, jafn- vel fram á grafarbakkann. Lýsing um bjartan dag Ný skýrsla kom út um daginn. Um traust til stjórnmála og hvernig eigi að efla það. Starfshópur um aukið traust er búinn að smíða traustvekjandi tillögur. Það á að auka gagnsæi, svo- kallað. Það á að setja betri reglur um hagsmunaskráningu og það á að setja reglur um lobbýista. Og margt fleira. Gott og vel. Og Siðfræðistofnun á að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar. Það getur vel verið að þetta leiði til enn betri starfsemi á þingi og í ráðu- neytunum. Fólk verði enn frekar á tánum, passi sig, fari eftir reglunum. Hið nýja og góða máltæki „að kaupa lýsingu um hábjartan dag“ kemur þó óneitanlega upp í hugann. Eins og fólk veit merkir máltækið það, að mjög miklu fé og tíma sé varið í óþarfa. Að eitthvað sé gert með ærinni fyrirhöfn, sem bætir litlu við og gerir lítið til að leysa fyrirliggjandi vanda. Ég held að með hinni miklu áherslu á siðbót, betri ferla, dýpri skilgreiningar, sið- fræðiráðgjöf, gagnsæi, skráningar og svoleiðis hluti, sem eru allir góðra gjalda verðir og jafnvel sjálfsagðir, sé verið að kaupa lýsingu um hábjartan dag. Stærsti vandinn er ekki þessi. Þótt alþingismenn yrðu siðferðisleg ofurmenni, í skikkju og klæddir í nær- buxurnar utan yfir buxurnar í þágu gagnsæis, er allt eins líklegt að þeir nytu samt ekki trausts. Vandinn er, vil ég meina, á einhvern hátt dýpri og flóknari. Traust Á ákveðinn hátt kemur það mér alls ekki á óvart að al- þingismenn skuli njóta lítils trausts. Ekki vegna þess að al- þingismenn séu almennt svika- hrappar, heldur meira út af eðli starfsins og hvað það þýðir í samfélaginu að gegna því. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdótt-ur, formanns VG, var mynduð 30. nóvember 2017 en í þing- kosningum skömmu áður hlaut flokkur hennar tæp 17% atkvæða og 11 þingsæti. Í upphafi naut ríkis- stjórnin mikilla vinsælda en 70-80% kjósenda studdu stjórnina. Á skömm- um tíma dvínuðu vinsældirnar mjög. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup skiptast kjósendur nú í tvo jafnstóra hópa í afstöðu til ríkis- stjórnarinnar. Engu að síður halda tveir stjórnarflokkanna, Sjálfstæðis- flokkur og Framsókn, fylgi sínu en VG er í frjálsu falli – mælist einungis með ríflega 11% fylgi. Engin ástæða er til annars en að taka mark á þessum vísbendingum um fylgishrun VG. Skemmst er þess að minnast að flokkurinn hlaut sam- tals 14.477 atkvæði í síðustu þing- kosningum í Reykjavíkurkjördæm- unum tveimur en 2.700 atkvæði í nýafstöðnum borgarstjórnarkosn- ingum. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fengu einfaldlega þá stjórnarstefnu sem flokkarnir tveir lofuðu: Slegin er skjaldborg gegn öllum kerfisbreytingum. Engar breytingar gerðar í sjávarútvegi eða landbúnaði. Engar umbætur í hús- næðismálum. Endurskoðun stjórnar- skrárinnar háð samþykki forystu- manna allra flokka. 1. desember 2018 munu því Íslendingar fagna 100 ára fullveldi án þess að valdaflokkar landsins hafi efnt hátíðleg loforð um að endurskoða bráðabirgðastjórnar- skrá lýðveldisins frá 1944. Óbreytt er stjórnarskrá sem í grundvallaratrið- um er byggð á stjórnarskrá konungs- ríkisins Danmerkur – frá 1849! Kjósendur VG kölluðu eftir rót- tækum breytingum en uppskáru ríkisstjórn stöðnunar. Þingflokkur VG lýsti meira að segja yfir trausti á dómsmálaráðherra sem Hæstiréttur Íslands hefur fundið seka um lögbrot við skipun dómara í einn af dómstól- um landsins. Ríkisstjórn undir forystu VG er einnig að stefna landinu í harð- vítug stéttaátök, neitar m.a. að aftur- kalla stórfelldar kauphækkanir til alþingismanna og annarra valdhafa. Umbótaöflin í íslenskri verkalýðs- hreyfingu og stjórnmálum munu væntanlega sigra án atbeina forystu- fólks VG. Engu að síður er núverandi erindisleysi og fylgishrun VG ekkert fagnaðarefni. Umbótahreyfingin í landinu yrði sterkari með VG innan- borðs. Vonandi að svo megi verða. Varla er erindi forystu VG fyrst og fremst að þjóna ríkjandi valdakerfi í landinu? Hvert er erindi VG? Svanur Kristjánsson prófessor emer- itus í stjórnmála- fræði við HÍ Umbótaöflin í íslenskri verkalýðshreyfingu og stjórnmálum munu væntan- lega sigra án atbeina forystu- fólks VG. Engu að síður er núverandi erindisleysi og fylgis hrun VG ekkert fagnað- arefni. Stendur undir nafni S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 11M Á n u d a g u R 2 4 . S e p T e M B e R 2 0 1 8 2 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E 5 -4 A C 0 2 0 E 5 -4 9 8 4 2 0 E 5 -4 8 4 8 2 0 E 5 -4 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.