Fréttablaðið - 24.09.2018, Side 16

Fréttablaðið - 24.09.2018, Side 16
Phone-Pal-One frá þýska framleiðandanum ENOX er hleðslutæki, ferða- hleðsla og og Bluetooth hátalari, allt í einu og sama tækinu,“ segir Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Heimkaupa. „Þetta er tilvalið tæki á skrifborðið, náttborðið, eldhúsið eða bara hvar sem þú vilt hlaða símann, hlusta á tón- list eða hvað sem er, því þetta er bæði einfalt og þægilegt. Það er Nano húð ofan á hátal- aranum sem kemur í veg fyrir að símar renni af honum, þannig að ef síminn býður upp á þráðlausa hleðslu er einfaldlega nóg að leggja hann ofan á hátalarann og þá hefst hleðsla um leið,“ segir Jóhann. „Það er hægt að hlaða flesta nýja síma þráðlaust í dag. Til dæmis iPhone X, iPhone 8 og 8 Plus, Samsung Galaxy Note 8, S7, 6S Edge, LG v30 og alla síma sem eru með það sem kallast Qi-enabled. Hátalarinn í Phone-Pal-One er búinn 5W magnara sem færir þér kristaltæran og fagran hljóm, hvort sem þú hlustar á hljóðbækur, tónlist eða útvarp í símanum,“ segir Jóhann. „Síminn tengist við hátalarann með Bluetooth á augabragði og til að hámarka nýtingu hefur hátalarinn innbyggða 2500 mAh rafhlöðu þannig að það er hægt að spila tónlist í allt að 6-7 klukkustundir án þess að hátalarinn sé í sambandi og þá er að sjálfsögðu líka hægt hlaða símann á ferðalögum án raf- magnstengingar.“ Nánar um Enox Phone-Pal-One: Þráðlaus hleðsla: l 5V/2A. l Þráðlaus staðall Qi. l 5V/1000 mAH. Bluetooth hátalari: l 2500mAh. l 5W RMS1. l Allt að 7 klst. afspilun á einni hleðslu. l Nano húð tryggir að síminn haldist ofan á hátalaranum. ENOX Phone-Pal-One – þráðlaus hleðslustöð og Bluetooth hátalari Phone-Pal-One er einfalt og þægilegt tæki sem er bæði hleðslutæki, ferða- hleðsla og og Bluetooth hátalari. Um ENOX „ENOX GROUP hefur verið virkt í hönnun, framleiðslu og alþjóðlegri markaðssetningu á afþreyingar- og samskipta- tækjum fyrir heimili í yfir hálfa öld,“ segir Jóhann. „Fyrirtækið hefur unnið til fjölda verð- launa á síðustu tíu árum fyrir vörur sínar en í þeim sameinast nýjasta tækni, gæði og ending á hagstæðu verði. Allar ENOX GROUP vörur eru framleiddar og hannaðar eftir þýskum gæðastöðlum í Asíu, eins og flestar vörur í þessum geira, og því notar fyrirtækið slagorðið „þýsk gæði – asísk smíð“.“ Hátalarinn hefur kristaltæran og fagran hljóm og tengist við símann með Bluetooth á augabragði. Hægt er að hlaða síma þráð- laust með því að leggja þá ofan á hátalar- ann. Nano húð kemur í veg fyrir að þeir renni af. Eysteinn Eysteinsson tónlistarmaður segir frábært að kúpla sig út úr amstri dagsins og dunda úti í garði við að taka upp kartöflur. MYND/ERNIR Uppskeran endar gjarnan í tilraunaeldhúsi þar sem engar uppskriftir sjást. Þrátt fyrir rigningarsumar koma kartöflurnar fínar undan grösunum. Íslenska sumarið hefur þá kosti að vera ekki of heitt. Mér finnst í raun skrítið að við hér á Íslandi, með allt þetta rafmagn og hreina vatn, skulum ekki vera leiðandi í gróðurhúsarækt og flytja út í stórum stíl, í stað þess að flytja allt þetta grænmeti inn,“ segir Eysteinn Eysteinsson, tónlistarmaður og matjurtaræktandi með meiru, en milli þess sem hann stingur upp kartöflur trommar hann með hljómsveitinni Pöpum og vinnur einnig sem leiðbeinandi á frí- stundaheimili fyrir fatlaða. Eysteinn segir matjurtarækt fara afar vel með trommuleik, það sé gott að kúpla sig út og vera úti í náttúrunni. Hann fullyrðir að bragðið af eigin grænmeti sé langtum betra en af því sem hann kaupir úr búð. „Alveg tvímælalaust. Enda er það þannig að maður borðar græn- metið strax þegar maður tekur það upp. Það er því alveg örugg- lega ferskt. Ég hef haft mikinn áhuga á matjurtarækt alveg frá því í skólagörðunum sem krakki og hef ræktað kryddjurtir, paprikur, tómata og chilli inni á veturna og er þá með lampa og tjald og allar græjur í þessu, en útiræktin hófst bara fyrir fjórum árum. Ég vil helst forrækta allt sjálfur og rækta upp af fræjum, það er svo skemmtilegt Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is og líka meiri fjölbreytni,“ segir Eysteinn. Hann sé tilraunaglaður í garðinum. „Mér finnst gaman að prófa eitt- hvað nýtt. Núna er ég með fimm mismunandi yrki af kartöflum sem ég er að gera tilraunir með. Netið er hjálplegt þegar mann langar að komast í fræ og prófa eitthvað. Það kemur manni á óvart hvað það eru margir að spá í þessa hluti,“ segir Eysteinn en hann nýtir sér meðal annars Facebook-hópinn Hvannir – matjurtaklúbbur Garð- yrkjufélagsins til að fá hugmyndir og deila myndum af uppskerunni. „Það er til dæmis skemmtilegt að rækta eitthvað sem maður finnur ekki í búðum hér, eins og fjólublátt spergilkál og fjólublátt blómkál.“ Er þetta mikil vinna? „Mesta vinnan er aðallega til að byrja með þegar ég bý til beðin. En ég er svo latur að ég reyni að leita leiða til að þurfa ekki að reyta arfa. Ég legg til dæmis plast yfir beðin, geri svo göt í plastið og set kartöfl- urnar niður gegnum þau. Grösin koma svo bara upp um götin og maður losnar við allt arfabras. Til að vökva varð ég mér úti um 70 lítra tank sem ég er með í bílnum, en í sumar þurfti ég reyndar ekkert að vökva,“ segir hann. Rigningarn- ar í sumar hafi líka orðið til þess að kartöflurnar fóru seinna niður en venjulega. Uppskeran sé samt sæmileg. „Þær sem fóru seinast niður hafa reyndar orðið þær stærstu. Það er líka hlýrra undir plastinu og moldin verður lausari í sér,“ segir hann. Uppskeruna geymir hann langt fram eftir vetri í einangrunar- kössum úti á svölum og svo halda tilraunirnar áfram í eldhúsinu. Vinirnir bíði eftir matarblogginu. „Ég segi nú ekki að ég sé meistarakokkur en ég er ágætur. Fer ekkert eftir uppskriftum og er alls ekki nógu duglegur að bjóða í mat. Elda fyrir soninn og mömmu,“ segir hann sposkur. Áttu einhver ráð til byrjenda í matjurtarækt? „Bara að fara af stað og gera til- raunir. Kaupa lausa gróðurmold og prófa að rækta, til dæmis bara í bala úti á svölum. Það þarf ekkert að flækja þetta.“ Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . s E P t E M B E R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 2 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E 5 -6 8 6 0 2 0 E 5 -6 7 2 4 2 0 E 5 -6 5 E 8 2 0 E 5 -6 4 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.